Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 251
B U N A Ð A R R I T
241
íinnars að lána fé til húsabóta í sveitum og hefir
hann, eins og áður er gelið, lánað allmikið fé í því
skyni.
A þessum lánveitingum hefir verið sá galli, að lítið
eða ekkert eftirlit hefir verið með því, hvernig með
lánsféð hfir verið farið og að fylgt hafi verið nauð-
synleguin hyggingarreglum, svo að varanleg verð-
mæti sköpuðust. hetta eftirlitsleysi hefir á nokkrum
stöðuin leilt til óhæfilegrar notkunar á lánsfénu, t. d.
efni og vinna þannig, að æskilegast væri að húsin
liefðu aldrei verið byggð. Þessu þyrfti nauðsynlega
að kippa í lag á þann hátt, að binda lánveitingar úr
sjóðnum þeim skilyrðum, að fyrir lægju teikningar
af byggingunum, er sjóðsstjórnin samþykkti. Enn-
fremur að forstöðumaður teiknistofunnar hefði eftir-
lit með því, hvernig húsin væru hyggð, á sama hátt
og .með húsum Byggingar- og landnámssjóðs. Þetta
eftirlit hefir reynst til mikilla bóta, en hlýtur þó
ávallt að verða næsta ófullnægjandi. Ef vel ætti að
vera þyrfti helzt eftirlitsmann í hverri sýslu, er liti
eftir byggingu allra stein- og steinsteypuhúsa, að
fylgt væri að minnsta kosti nauðsynlegum kröfum
um efni og vinnu til þess að byggingin geti talizt
varanleg.
Það er hlutverlc Ræktunarsjóðs að veita þeim bænd-
um byggingarlán, sem ekki eiga að koma til greina
sem lántakendur hjá Byggingar- og landnámssjóði,
samkvæmt þeim lögum, er um þann sjóð gilda. Eftir
er því að athuga, hvort sjóðurinn geti innt þetta
hlutverk af liendi eins og nú er.
Samkvæmt þeirri áætlun, sem gerð hefir verið hér
að framan um árlega endurbyggingarþörf sveitanna,
þyrfti Ræklunarsjóður að geta lánað bændum allt að
200 þús. kr. á ári til íhúðarhúsbygginga, og er þá
áætlað, að 50 þús. kr. fáist annarstaðar frá. Til út-
lána á þessu ári hefir sjóðurinn um 370 þús. kr. Af
1«