Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 252
24 2
BÚNAÐARRIT
því eru um 150 þús. kr. áætlað fyrir seld jarðrækt-
arbréf á árinu.
En Ræktunarsjóður hefir svo margþætt verkefni,
að engar Jíkur eru til, að sjóðurinn gæti með þessu
fjármagni annað því að fullnægja framangreindum
þörfum bænda.
Handhægasta og einfaldasta leiðin til að tryggja
sjóðnum nægilegt fé til útlána í þessu skyni er að
knýja opinbera sjóði og' stofnanir til að kaupa jarð-
ræktarbréf af sjóðnum meir en gert hefir verið.
Nokkuð af fjármagni þessara stofnana er beinlínis
komið frá sveitunum. Það er því í alla staði sann-
gjörn krafa, að það verði ávaxtað í stofnunum, er
hafa með höndum lánveitingar lií bænda.
Váxtatillag iil bgggingalána. Eins og kunnugt er
og drepið hefir verið á liér að framan hefir bændum
reynzt mjög örðugt að rísa undir byggingarlánum
síðustu ára og þannig hlýtur það að verða ineðan
framleiðsla mjög margra bænda er rekin með tapi.
Bændur neyðast til að byggja yfir sig, þrátt fyrir
augljósa fjárhagsörðugleika og oft fullkomna tvísýnu
um hvernig fara muni, eða yfirgefa jarðirnar að öðr-
um kosti.
Þegar svo er komið er um tvennt að velja: Að koma
upp bráðabirgðaskýli, sem hægt er að kúldrast í og
næsta kynslóð verður að endurbyggja, og svo koll af
kollí, eða byggja góð íbúðarhús úr varanlegu el’ni,
er endist mörgum kynslóðum.
Bóndinn, sem byggir varanlegar byggingar, tekur
á sig mikið erfiði og þung gjöld, en jafnframt léttir
hann þungri byrði af komandi kynslóðum og þjóð-
félaginu, er fram líða stundir. Þrátt fyrir þetta leggur
þó ríkið allháa tolla á alll aðflutt byggingare.fni, t. d.
var verð á Álaborgarsementi síðaslliðið sumar kr.
3,25 tunnan, eða um 20 kr. smálestin, frítt um borð