Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 253
BÚNAÐARIiIT
243
í Álaborg. Á þessa vöru er svo lagður vörutollur og
vörugjald til ríkissjóðs, er nemur samtals um kr. 1,15
á hverja sementstunnu, eða yfir 35% af innkaupsverði
sementsins, og svipað þessu má segja um ýmsar aðr-
ar byggingarvörur, er bændur verða að kaupa til að
húsa jarðir sínar.
Flestir munu líta svo á, að þjóðfélaginu sé það
hagur að hændur reisi góðar og varanlegar byggingar
í stað bráðal)irgðaskýla, og að ríkið eigi að stuðla að
þvi að bændur hverfi ekki frá þeirri stefnu. Nefnd-
inni virðist þó ekki fært, eins og nú standa sakir, að
leggja til að tollum af hyggingarefni verði aflétt, en
telur í þess stað hyggilegt og sanngjarnt, að veita
þeim bændum, er hyggja og byggt hafa varanleg
íbúðarhús, nokkurn vaxtaléttir frá þvi sem nú er á
byggingarlánum þeirra, að minnsta kosti meðan nú-
verandi örðugleikar standa yfir eða þar til réltlátari
hlutföll fást inilli tilkostnaðar og afurðaverðs.
Nefndin hefir hér að framan gert grein fyrir áliti
sínn og leitast við að færa rök fyrir því, hvað gera
þurfi til þess að hýsing á jörðum verði hændum ekki
fjárliagsleg ofraun, en uppfylli þó sjálfsögðustu lcröf-
ur um varanleik og hagkvæmni. í þessu sambandi
hefir áður verið á það bent hvert höfuðskilyrði það
sé að húrekstur bænda beri sig betur fjárhagslega en
nú er, svo hændum verði byggingarkostnaðurinn létt-
bærari, og skal ekki frekar um það rætt.
Það, sem nefndin leggur til og telur að gera þurfi,
er í stuttu máli þetta:
I. Að hyggingarkostnaður lælíki allverulega frá þvi
sem nú er. En leiðirnar til að lækka kostnaðinn
við bygging ibúðarhúsa í sveitum telur nefndin
vera þessar:
1. Að íbúðarhúsin verði vfirleitt höfð minni og