Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 254
244
B Ú N A Ð A R R I T
byggingarlánin sniðin rneira eftir stærð jarð-
anna en gert hefir verið, en ódýrari lnis notnð
til ýmiskonar geymslu.
2. Að bændur taki sér lengri tíma til undirbún-
ings og til byggingarinnar, svo þeir geti notað
heimavinnu og ódýrari aðkeypta vinnu mun
meira en nú er gert við íbúðarhúsbyggingar.
3. Að bændur noti ódýr, vinnusparandi tæki við
byggingarnar, að svo miklu leyti sem þeirra
er kostur.
4. Að stjórn Búnaðarbankans annist uin að gefið
verði út leiðbeinandi rit um húsagerð í sveit-
um, með fyrirmyndum og leiðbeiningum fyrir
bændur um það, er hagkvæmast og ódýrast hefir
reynzt í þessum efnum. Ennfremur verði síð-
an árlega gefið úr smárit eða ritgerðir um það,
sem tilraunir og reynsla hafa leitt í ljós að
betur hentaði, ásamt nýjum og hagkvæmari
húsateikningum.
5. Að komið verði á fót samanburðartilraunum
með húsagerð, t. d. með veggjagerð úr inn-
lendu efni, lofta- og þakgerð, innlend einangr-
unarefni o. m. fl. Að sérstök nefnd hafi um-
sjón þessara tilrauna á hendi, og kostnaðurinn
við þær greiði ríkissjóður og Búnaðarbankinn,
sinn helming hvor.
6. Að námskeið verði haldin öðru hvoru heima í
héruðunum af þar til hæfum mönnum, til Ieið-
beiningar fyrir þá, er stunda húsagerð í sveit-
um. Þannig, að ein umferð yrði farin um meg-
inhéruð landsins að minnsta kosti á 5 árum.
II. Að bændum verði séð fyrir nauðsynlegum og hag-
kvæmum lánum til endurbyggingar íbúðarhúsum
í sveitum og þá helzt á þann veg:
1. Að Byggingar- og landnámssjóði verði heimil-
að fyrst um sinn að gefa út vaxtabréf að upp-