Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 37
COLUMBUS OG CABOT
13
Pothorst-Pining-Scolvus ferð er
þannig út í bláinn.
Það er eingöngu bygt á frásögn
Olaus Magnus, að Pothorst og Pin-
ing hafi farið til Grænlands og reist
þar sjómerki á Hvítserk. Þetta er
eflaust marklaus sjóarasaga, því að
hvernig átti nokkur að geta reist
sjómerki á Hvítserk, sem er nafn á
jökli á austurströnd Grænlands. Ef
til vill liggur til grundvallar fyrir
þessu frásögn um það, að Pining
hafi reist sjómerki við Vardöhus í
Noregi. En sögnin um ferð Scolvus-
ar má vel vera sönn og liggur nærri
ónnur skýring á henni en sú sem
Larsen hefir sett fram.
Það er kunnugt, að á seinni ár-
um hafa Danir fengist mjög við
fornmenjarannsóknir á Grænlandi.
Við uppgröft í kirkjugarðinum á
Herjólfsnesi þóttust menn finna
vitni af búningi líkanna þar um
það, að samband hafi verið milli
Grænlands og Evrópu á seinni hluta
15. aldar. Einmitt hér gæti ferð
Scolvusar komið til greina, og má
jafnvel finna mjög líklegar ástæður
fyrir henni. Eins og páfabréfið
1492 sýnir, hefir sá orðrómur legið
á, að Grænlendingar hefðu fallið frá
kristinni trú og gerst heiðingjar.
Nú er þess að gæta, að Kristján I.
Danakonungur fór árið 1474 píla-
grímsferð til Róm, og er næsta
sennilegt, að fráfall Grænlendinga
hafi borist í tal milli páfa og kon-
ungs og að páfinn hafi hvatt kon-
ung til þess að ráða bót á þessu
með því að senda menn til Græn-
lands. Þetta getur hafa verið á-
stæðan til þess að Scolvus fór til
Grænlands 1476, en hver hann var,
veit enginn.
Svanir fljúga
Efiir Richard Beck
Svanir fljúga sólargeima,
silfur vængja þeirra skín,
hvítt sem mjöll, í heiðisbláma;
hjartans vaknar löngun mín.
Hvítra vængja himin-þytur
heillar mig og opnar sál
draumaheima dýrðarríka;
dísa hljómar unaðsmál.
Sál, í ætt við svani hvíta,
sinna vængja finnur þrótt;
hugglöð degi horfir móti,
hnígur dökk að baki nótt.