Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 49
FJÓLUHVAMMUR
25
Aðalbjörg: Hann hefir líka efnt
það. (Þögn).
Ásdís: Eg hefi oft furðað mig á
því, að þú skulir ekki hafa tekið
ástum Ragnars, Borga mín.
Aðalbjörg (brosir): Góður dreng-
ur gengur ekki á bak orða sinna.
(Alvarleg). Eg er enn heitbundin
Aðalsteini. Svo fanst mér lengi
vel, eg ekkert hafa að gefa öðrum
manni en honum.
Ásdís: Eg skil það, Borga mín,
það veit enginn betur en eg, hvern
mann þú hefir að geyma. (Þögn).
Aðalbjörg (lágt): Hann heimtaði
svo mikið, en eg var svo fátæk, og
eg gaf honum alt —
Ásds: Sérðu þig eftir því, Borga
mín?
Aðalbjörg (ákveðin): Nei! Mér
hafði þótt vænt um hann frá því
eg man fyrst eftir mér. Og þegar
hann kom heim, rúmlega tvítugur,
var hann eins og konungssonur í
sevintýri. Eg réði mér ekki sjálf,
sextán ára barn. Það var almættið,
sem lagði hjarta mitt í lófa hans.
Ásdís: Þegar Steini minn kemur,
skal eg sjá um að þið fáið næði til
að tala saman.
Aðalbjörg: Hann verður hjá þér
í nótt.
Ásdís: Já, og þið verðið að hitt-
ast í kvöld.
Aðalbjörg: Eg bíð hans til mið-
nættis. Þá fer eg heim.
(Heyrist hófadynur bak við bæ-
inn).
Ásdís (stendur skjótlega upp):
kemur hestur heim tröðina.
(Fer út til vinstri. Þögn. Aðalbjörg
situr hreyfingarlaus).
Ásdís (bak við bæinn): Steini
minn! . . . Barnið mitt!
Aðalsteinn (bak við bæinn): Sæl
og blessuð litla móðir. Eg ætla að
tylla honum Brún hérna í bráðina.
Ásdís: Æ, hvaða undur hefirðu
breytst.
Aðalsieinn: Á, finst þér það? (Þau
leiðast inn fyrir bæjarvegginn).
Ásdís (horfir upp á klöppina og
athugar svo Aðalstein, lítur aftur til
styttunnar. Hann fylgir augnaráði
hennar eftir: Þekkirðu annars
drenginn minn?
Aðalsieinn: (áttar sig): Hm, ja, jú,
nú man eg það. Kletturinn hrundi
um árið, þegar eg kom heim; og
svo léstu Ragnar reisa mér minnis-
varða á stallinum, sem eftir stóð.
Ásdís: Og mér finst eg hafa lifað
á því, að fá að horfa á þessa mynd
af þér. Þú sérð ekki eftir því, Aðal-
steinn — peningunum, á eg við?
Aðalsieinn: Sussu nei. Minstu
ekki á það! Ljósmyndin, sem þú
sendir mér af styttunni, og sagan
um hana, flaug út um allan Vest-
urheim og var sú besta auglýsing,
sem eg gat hugsað mér. Og hefði
Ragnar nokkurn snefil af business-
viti, hefði hann getað gert sér gott
af henni líka.
Ásdís: Það var gott, að þú hafðir
gagn af þessu uppátæki mínu — og
nú ertu sjálfur kominn!
Aðalsleinn: Já; og finst þér nú
eg vera nokkuð líkur þessari stand-
mynd?
Ásdís (athugar hann): Nei, hún er
líklega ekki lík þér lengur. Veistu,
Steini, að stundum hefir mér fund-
ist, að eg ætti ekkert eftir af þér
annað en þessa mynd.
Aðalsieinn: En þú fékst þó bréf-
in frá mér —
Ásdís: Já, og eg er þakklát fyrir
þau. , En þau voru frá fullorðnum
manni úr annari heimsálfu. Eg varð