Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Qupperneq 50
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að telja mér trú um að þau væru
frá Steina mínum. — Þú veist ekki,
hve oft mig hefir dreymt, að þú
værir dáinn.
Aðalsieinn: Hvaða óttalegt bull
er þetta!
Ásdís: Eg veit ekki. — Mig hefir
stundum dreymt fyrir daglátum.
Aðalsieinn (leggur arminn um
mitti hennar): Góða, besta litla
móðir, vertu ekki að hugsa um þetta
draumarugl. Sýnist þér annars
nokkur dauðamörk á mér?
Ásdís: Nei, Guði almáttugum sé
lof! En eg á svo bágt með að átta
mig á því, að Aðalsteinn Hamar og
hann Steini minn sé einn og sami
maðurinn. (Leggur hendurnar á
axlir hans og grúfir sig upp að
honum). Þú fyrirgefur mér —
Aðalsieinn (vandræðalegur. Tekur
hendur hennar í sínar og horfir á
hana): Þú ert orðin taugaveikluð af
því, að hýrast hér í moldarkofunum.
Þegar eg fer héðan, tek eg þig með
mér. (Sleppir henni, tekur ósjálf-
rátt silkiklút upp úr vasa sínum og
dustar barm sinn).
Ásdís (athugar hreyfingar hans
nákvæmlega): Nei, héðan fer eg
ekki lifandi. Eg þyldi ekki að skilja
við hann Steina minn.
Aðalsieinn: En þú þyrftir ekki
að skilja við mig, litla móðir.
Ásdís (hristir hægt höfuðið): Hann
stendur þarna upp á klettinum.
Rúmið hans er inni í baðstofunni.
Eg passa enn skeljarnar og hornin
hans. (Utan við sig). Hann kallar
stundum á mig. (Þögn. Hún rankar
við sér og horfir fast á hann). Því
kallar þú mig 1 i 11 u móður, Aðal-
steinn? Þú hefir aldrei gert það
fyr.
Aðalsteinn: Ja, nú veit eg ekki.
Eg hefi sjálfsagt heyrt það í Vest-
urheimi. Og eg man að eg mintist
ætíð þannig á þig við kunningja
mína, . . . það er satt, þetta er hálf-
skrítið. Því þegar eg er nú kominn
hingað, finst mér alt hér svo smátt,
jafnvel firðirnir og fjöllin, að eg
ekki nefni mannaverkin.
Ásdís: Og þá náttúrlega móðir
þín líka.
Aðalsieinn: Elsku mamma, þú
mátt ekki kippa þér upp við það, þó
eg sé ekki eins og strákgapinn, sem
hljóp frá þér út í heiminn.
.. .Ásdís: Nei, eg veit það, Steini
minn. (Sprenging heyrist og mikið
grjóthrun. Barnshljóð). Æ, þessi
ósköp ætla alveg að gera útaf við
mig. Gerðu það fyrir mig, að láta
hætta þessum sprengingum í
hvamminum.
Aðalsteinn: Þetta er bara barna-
skapur. Það er satt, að sprengjurn-
ar eru ákaflega stórar, en við höf-
um engar smærri í bráðina; og ef
verkstjórinn hefði vit á að hafa
rýmra um þær, gengi minna á. Eg
skal minnast á það við hann.
Ásdís: Það er engu líkara en
jarðskjálfta. Manstu, að þegar þú
komst heim í fyrra skiftið, gaus
Ausan og kletturinn hérna hrundi.
Og nú eru vinnumenn þínir að gera
Fjóluhvamminn að eldgíg.
Aðalsteinn: Þið kennið mér þó
ekki um eldgosin ykkar, vona eg.
Annars er það engu líkara en landið
ykkar þoli ekki að ötull starfsmað-
ur gangi um það.
Ásdís: Landið y k k a r, segir þú.
Aðalsteinn: Já, landið ykkar. Er
það ekki það, sem altaf klingir við
hjá íslendingum — landið okkar,
þjóðin okkar? Eg fyrir mitt leyti,
kæri mig ekkert um að vera hlut-