Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 72
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og hann horfði á hina ungu og ó-
lofuðu blómarós, sem fylti borðsal-
inn angan og aðdáun, en sveif á
sjálfan hann eins og sætlega krydd-
að og fornt munkavín, sem yfir-
skyggir hug og hjarta svo mjúkum
myndum og mildum draumum, að
unaður líður um líkama og sál. Eini
og mikli mismunurinn var sá, að Jó-
hönnu fylgdi enginn syngjandi höf-
uðverkur morguninn eftir, né and-
leg og veraldleg ógleði og ógeð eftir
á.
Manni var ekki einn af þessum
undirfurðulegu útlendingum, sem
héldu að þeir væru alstaðar fyrir,
gutu augunum í laumi og flóttalega
til stúlkna þeirra, sem hjartað unni,
eða stóðu frammi fyrir þeim stein-
þegjandi, óákveðnir og hálfbognir
eins og spurningarmerki. En héldu
þó samt, að nú hefðu þeir komið ár
sinni vel fyrir borð, og látið þær
skilja hvar þær gætu fengið sér
mann. Svo biðu þeir þess með
opinn munninn, að þær kæmu
hlaupandi til þeirra, uns þeir vissu
ekki fyrri til en Bretarnir voru bún-
ir að taka þær frá augum þeirra og
loka þær inni í sínum eigin köstul-
um, svo þeir sáu þær aldrei síðan
— jafnvel ekki þótt þeir skotruðu
augunum upp til glugganna, þegar
þeir gengu fram hjá bústað þeirra.
Nei. Manni var alinn upp í öðru
sauðahúsi, þótt sviplíkt væri kyn-
ið. Hann tók strax sama ráðið og
Bill notaði: að bjóða henni með sér
á ýmsar enskar skemtanir, sem
hann vissi að ungum stúlkum þótti
nautn að sækja og sómi að láta sjá
sig á. Einnig bauð hann henni á
íslendingadaginn og þær fáu skemt-
anir, sem hinir lúnu íslendingar
héldu í Winnipeg að sumrinu.
Þar var hann oftast fremri Bill.
Þegar haustið kom, urðu skemt-
anir íslendinga fleiri og fjörugri.
Þá streymdu menn til bæjarins
utan úr þreskingu og annari bænda-
vinnu með vasana fulla af pening-
um og hjartað hlaðið löngun til að
létta sér upp. Og alstaðar var Jó-
hann boðin á þessar gleðistundir.
En eins og enginn kann tveimur
herrum að þjóna, þannig átti Jó-
hanna óhægt með að skifta sér á
milli þeirra, þegar tveir buðu henni
sama kvöldið, hvort heldur var á
sömu skemtunina eða sitt í hvorn
enda bæjarins. Þá varð sá, sem
fyrri var til oftast hlutskarpari. Og
þótt hinni drotnandi stétt í Winni-
peg þættu margir landar tómlátir
og jafnvel drjólalegir í þá daga, þá
varð Manni í þessari samkepni oft-
ara en hitt á undan Bill, enda voru
honum hæg heimatökin.
Samt þóttust allir vissir um, að
það yrði Bill en ekki Manni, sem
sigur bæri úr býtum í þessum leik,
og það höfðu foreldrar Jóhönnu
einnig ákveðið, þótt Manni hefði
hækkað mikið í áliti Winnipeg-
manna, síðan honum fyrst skaut
upp á Ross. En þau vildu ekki
skifta sér af því, þó að hann skemti
dóttur sinni, fyrst að þetta var nu
einu sinni landsiður og hún virtist
una því vel. Og svo virtist þetta
líka ætla að flýta blessunarlega
fyrir hinum æskilega enda þessara
mála, því síðan Manni komst í spil'
ið, þóttist Magnús hafa skilið það á
Bill, að í stað þess að bíða næsta
vors með að opinbera trúlofun sina
eins og foreldrar hans vildu, svo
þau fengju næg tækifæri til að
þekkja hvort annað sem best, þa
væri sér hugur á að koma því 1