Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 80
Joseph T. Thorson, ráðherra
Eflir Gísla Jónsson
Skömmu eftir síð-
ustu aldamót var eg
um stutt skeið til
heimilis hjá mið-
aldra sæmdarhjón-
um í þessari borg.
Maðurinn var einn
hinna mörgu grein-
argóðu íslendinga,
er vér mætum nærri
hvar sem er á lífs-
leiðinni. En að ýmsu
leyti var hann þo
ólíkur fjöldanum —
batt ekki ávalt
bagga sína sömu
hnútum og samferðamenn. Hann
var íróðleiksfús, en las þó aðeins
það, er honum gott þótti: Paine,
Njálu, Ingersoll, Matthías, Huxley
— og skildi þá á þann hátt er hon-
um sýndist. Uppáhalds skáld hans
hér vestra voru þeir Stephan G. og
Kristinn Stefánsson. Man eg það
best af því, að þá um jólin komu
hér út í blaði “Grenitréð” eftir
Stephan og “Bláklukkan” eftir
Kristinn, sem hann taldi hvort
tveggja jafn mikil listaverk. Ann-
ars snerust áhugaefni hans fult eins
mikið um hina fjárhagslegu og
stjórnarfarslegu hlið mannfélags-
málanna — hallaðist mjög að jafn-
aðarmensku. Var þá ekki að undra.
að umræðurnar bærust oft að á-
framhaldi íslendinga og íslenskra
hugðarefna í þessu
landi og þátttöku
þeirra í byggingu
framtíðarríkisins
Á þeim árum bar
eigi lítið á fyrirlitn-
ingu hinna svo-
nefndu innfæddu
manna hér á útlend-
ingunum, sem þá
streymdu með til-
styrk stjórnarinnar
inn í landið. Og
fóru íslendingar síst
varhluta af því-
Pólitískir atkvæða-
smalar og embættaleitendur þótt-
ust, sumir hverjir, gjöra íslendingn-
um mikinn heiður, ef þeir klöppuðu
honum á herðarnar og sögðu, að ís-
lendingar væru efni í bestu borgara
landsins — af því, að þeir væru svo
fljótir að semja sig að siðum hinna
innlendu og læra af þeim. í ein-
feldni sinni og yfirlæti datt þeim
víst ekki í hjartans hug, hversu
mikil niðurlæging og móðgun gat
verið í þessu innifalin, né heldur,
að þessir lítt-enskumælandi fátæk-
lega klæddu innflytjendur voru vel-
flestir betur mentaðir og með
margra alda víðari menningar-
grundvöll að baki sér en, ef til vildú
þeir sjálfir. , ,
Þá var og hér í hæsta gengi í ný'
lendu pólitík landstjórnarinnar, °£