Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 97
ÞRÍR MERKIR VESTUR-ÍSLENDINGAR 73 það hafi altaf verið gefinn gaumur að orðum hans, jafnvel þó að fólk væri farið að bíða með talsverðri óþreyju eftir dansinum, sem flestar skemtisamkomur hér úti um bygðir enda með. Jón var frjálslyndur maður og víðsýnn. Sést það best af því, að hann var einn af ötulustu stuðnings- mönnum Matthíasar Jochumssonar á þinginu, þegar honum var veittur lífeyrir sem viðurkenning fyrir skáldskap hans, aldamótaárið. Matt- hías var þyrnir í holdi margra vegna þess að hann þótti alt of frjálslyndur í trúmálum. Varð hann að segja af sér prestskap til þess að geta fengið styrkinn, og sumir þing- menn vildu víst engan styrk veita honum. En það varð úr að Matthías fékk tvö þúsund krónur á ári og sagði af sér, þó að honum væri það alls ekki ljúft, eins og hann skýrir sjálfur frá í “Sögukaflar af sjálfum mér.” Það er dálítið erfitt nú að átta sig á því, að fyrir fjörutíu ár- um fanst sumum íslenskum þing- mönnum það vera aðalatriðið, að séra Matthías hætti að prédika, til þess, var auðvitað sagt, að hann gæti gefið sig allan við skáldskapn- um, en flest sín bestu kvæði var hann búinn að yrkja þá. Jón mintist oft þeirra skáldanna Þorsteins Erlingssonar og Páls Ólafs- sonar, enda var hann þeim báðum kunnugur, Páli frá æskuárum og Þorsteini frá þeim árum, er hann var ritstjóri á Seyðisfirði. Mikið fanst honum til Þorsteins koma, gáfna hans og ljúfmensku, en ekki þótti honum hann hafa verið mikili afkastamaður til ritstarfa, viður- kendi þó, að til þess hefðu verið þær ástæður, að Þorsteinn var heilsutæpur maður og allra manna glaðastur og bestur heim að sækja, og olli það miklum töfum fyrir hann. Lítill stjórnmálagarpur var Þorsteinn, eftir því sem Jón sagði, og var honum þvert um geð, að standa í pólitísku rifrildi, enda þó að hann yrði að gera það sem blaða- maður. Páli Ólafsyni bar hann vel söguna og ekki kendi hjá honum þess kala til Páls, sem eg hefi orð- ið var hjá sumum öðrum, er voru honum samtíða. En vitanlega var aðstaða hans önnur heldur en margra annara; og ekki er að efa það, að hann hefir skilið skáldið betur en margir aðrir samtíðar- menn hans. Marga sveið undan skammavísum Páls, og eins og geng- ur, vildu víst ýmsir ekki unna hon- um sannmælis þess vegna. í æviágripinu í Óðni er sagt, að Jón muni ekki hafa verið búmaður nema í meðallagi. Ganga þau um- mæli mjög í öfuga átt við það, sem margir, er voru honum nákunnugir, hafa sagt. Hann var hlaðinn opin- berum störfum, bæði við þing- menskuna og fyrir sveit og sýslu. Auk þess var gestagangur afar mik- ill á heimili hans. Dró þetta alt mikið frá því, að hann gæti stundað bú sitt eins og þeir, sem engu öðru höfðu að sinna. En þrátt fyrir það sóttu menn stöðugt björg bæði fyrir menn og skepnur í heimili hans, þegar harðindin kreptu að; og bend- ir það til að hann hafi þá búið betur en margur annar. Síðustu árin, sem hann var á íslandi varð hann fyrir fjárhagslegum óhöppum, sem gengu mjög nærri honum. Eft- ir nokkur ár hér vestra var hann, með hjálp sona sinna, sem þá voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.