Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Qupperneq 105
E. Pauline Johnson
(Áttatíu ára minning)
Eíiir Guðrúnu H. Finnsdóiiur
Um það bil, að sjálfstæði frum-
þjóðar þessa lands, Indánanna, var
að taka síðustu andvörpin, í hinum
hrikalega og margþætta leik, land-
námi hvítra manna í Norður-Ame-
ríku, hóf ung Indíána stúlka upp
röddina og kvaddi sér hljóðs á svið-
um skáldskapar og lista. Hún sór sig
í ættina, því orð hennar flugu með
arnsúg og örvaþyt, samofin hljómi
syngjandi svana.
E. Pauline Johnson (Tekahion-
wake) var dóttir G. H. M. Johnsons
(Onwanosyshon), er var kynborinn
Mohawk Indíánahöfðingi yfir “Sex
þjóða sambandinu.” Rakti hann ætt
sína 400 ár aftur í aldir, til hins
fræga Mohawk þjóðhöfðingja, sem
myndaði “Sex þjóða sambandið,”
ásamt fleirum, með Hiawatha. Er
það frægt í sögnum og söngvum
Indíána vegna þess, að það var
stofnað að ráðstöfun hins mikla
anda, Gitche Manito, er sá, að stríð
og styrjaldir voru börnum hans
eyðilegging og dauði.
Mohawkarnir voru ein frægasta
þjóðin í sambandinu og tóku því
brátt að sér forustu. Koma þeir
mjög við landnámssögu hvítra
manna á austurströndinni, bæði í
Bandríkjunum og Canada; enda
voru þeir líka “Verðir austurdyr-
anna.”
Þeir áttu víðlend ríki þar eystra,
en löndum sínum og miklu liði töp-
uðu þeir í langvarandi styrjöldum.
Þeir börðust hraustlega með Eng-
lendingum í nýlendustríðum þeirra,
bæði sunnan og norðan landamær-
anna. Að launum fyrir liðveitsluna
veitti nýlendustjórn Canada þeim
landnámsleyfi vestur í óbygðum
Ontario. Þar inni í skógunum, með-
fram Grand River, slóu þeir tjöld-
um sínum. Þáverandi foringi þeirra,
Joseph Brant (Thayendanege) var
stórfrægur Mohawk höfðingi, og
ber Branthéraðið nafn hans. Nú
eru Indíánatjöldin horfin af bökk-
um Grand River, en á einum feg-
ursta blettinum í Brantford borg'
stendur þó minnisvarði Thayen-
danege.
í æskuminningum Pauline John-
son, er hjónabandi og heimilislífi
foreldra hennar lýst fagurlega.
Móðir hennar, Emily Howells, var
ættuð frá Bristol á Englandi. Flutt-
ist hún ung til Canada með móður
sinni og stjúpföður. Var hún ætt-
góð kona, vel mentuð og listræn,
náskyld William D. Howells skáldi,
rithöfundi og ritstjóra margra
merkra tímarita. Hann var braut-
ryðjandi raunsæistefnunnar í ame-
rískri skáldsagnagjörð og áhrifarík-
ur í bókmentaheiminum. Eldri
systir hennar, Elisabeth, giftist
ungum presti, sem gjörðist trú-
boði meðal Indíánanna í Brant-
héraðinu. Þau prestshjónin tóku
Emily með sér þangað, vegna þess
að stjúpfaðir þeirra systra var þeim
svo harður og illur, að þeim hafði
varla verið líft í sambúð við hann.