Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 106

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 106
82 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA Presturinn var mesta valmenni, og á litla prestssetrinu úti í Indíána- bygðinni ríkti ró og friður, og þar leið þeim systrunum vel. Prestur- inn eignaðist þar brátt marga vini, en enginn var honum þó eins kær og samrýndur og sjálfur Mohawk höfðinginn Johnson. Hann var þar daglegur gestur á heimilinu, og bar margt til þess, að hánn gjörðist þar heimagangur. Johnson var vel mentaður maður, talaði ensku og frönsku, sem innfæddur, bar gott skyn á umheiminn, og var vel kunnugur og vel kyntur í heimi hvítra manna, og átti þar marga málsmetandi vini. Og unga fríða stúlkan, systir prestskonunnar, var vafalaust líka seiðmagn, sem dró hann. Enda tókust með þeim heitar ástir, og giftust þau nokkru síðar, þrátt fyrir öflug mótmæli frá báð- um hliðum. Þegar fólki Emily Howells barst fregnin um trúlofun hennar, lagði það blátt bann fyrir, að hún giftist Indíána. Var mági hennar álasað harðlega fyrir að láta slíkt við gangast í sínum húsum. Svo hjóna- efnunum kom saman um, að mæta sjálf öllum mótmælum og gifta sig heima hjá fólki Emily. Þegar þangað kom, stóðu á henm öll járn. En hún svaraði því einu til, að hvað sem á gengi ætlaði hún sér að giftast þessum manni. Að lokum gafst fólk hennar upp og giftingardagurinn var ákveðinn. í lítilli afskektri kirkju beið brúð- fylgdin þess að brúðguminn kæmi; þar voru aðeins staddir ættingjar og nánustu vinir, því fjölskyldan taldi sér litlar virðingar að þessum ráðahag. Brúðguminn sást hvergi, en út úr skrautvagni, með eldis- hestum fyrir, stigu tveir menn, klæddir yfirherforingja búningum. Eldra manninn könnuðust allir við, en sólbrenda, íturvaxna, höfðinglega manninn þekti enginn þarna, nema brúðurin. Fólkið var farið að ó- kyrrast, Indíáninn lét ekki sjá sig, og einhver spurði: “Hvar er nú Indíáninn?” Ókunni maðurinn svar- aði þurlega: “Hann er hér.” Svo var Johnson prúðmannlegur og fríður, að tengdafólkið datt í stafi, og hlakkaði Emily yfir því í huga sér. Svaramaður brúðgumans var hátt- standandi maður í hernum og einn- ig í stjórnarráði Canada; og er auð- velt að skilja, hversvegna Johnson valdi þann vin sinn fyrir brúðar- svein. Herforingjatign hafði John- son verið veitt, svo hann bar bún- inginn með réttu. Ungu hjónin lögðu svo af stað heim í ríki sitt, heim til skóganna og Indíánanna. Það fyrsta, sem mætti augum ungu konunnar, var nýbygt steinhús, stórt og sterklegt. Þegar inn kom, voru stórar bjartar stofur, og í setustofunni var spá- nýtt píanó handa henni, því hún lék vel á hljóðfæri. Inni í borðstof- unni var borðið lagt með borðbún- aði úr skíru silfri. Maður hennar ætlaði auðsjáanlega ekki að láta hana sakna ytri siðmenningar hvíta fólksins. Sambúð þeirra varð ástrík, og Indíáninn bar þessa hvítu konu sína á höndunum. Allir Indíánarnir hyltu hana eins og drotningu sína og voru boðnir og búnir að þjóna henni og láta lífið fyrir hana, ef þess gjörðist þörf. Samt var ein kona þarna, sem neitaði að mæta Mrs. Johnson, neitaði að kannast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.