Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 109

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 109
E. PAULINE JOHNSON 85 verður mildin meiri og mannúðin innilegri. Ástakvæði hennar eru heit og fögur en þar eru djúpir þunglyndis- tónar og dulrænn blær hvílir yfir þeim öllum. Ástarhugur hennar reikar einn sér, því svo er að sjá, sem elskendurna skilji fjarlægðir hvítra manna og rauðra, sem hvor- ugt vill eða getur brúað. Öll sín yndislegu náttúruljóð kveður hún með heitri ást á landi feðra sinna. Andi hennar grúfir yfir landinu og hlustar á alla hljóma og les ofan í kjölinn litskrúð móður jarðar. Hljómum og litum blandar hún hrynjandi málsins í söngvum sín- um. Þar heyrist gnýr stormsins, dunur fossanna, ölduhljóð stöðu- vatnanna og skvaldur lækjanna. Hún túlkar hljómkviður skógarins og heyrir hvísl gróandans. Hún þekkir og skilur hina djúpu kyrð í ríki náttúrunnar, þegar jafnvel andvarinn bærir ekki á sér, og bát- urinn hennar líður hljóðlega eftir smaragðsgrænu vatninu innan um sefið og vatnsliljurnar undir skugg- um trjánna, þar sem þögnin sjálf sefur. Frá náttúrunni kemur henni “kraftur orða, meginkyngi og myndagnótt.” Pauline Johnson var talin fríð kona og höfðingleg, prúð og látlaus í fasi, og gjörði hún sér aldrei manna mun. Fremur þunglynd í skapi, vinföst og trygglynd. Hún leitaði oft einveru og flúði glaum- inn. Hún hafði yndi af að ferðast ein sér, róa bátnum sínum inn á víkur og voga, fjarri almannaleið- um, og hún kunni íþrótt Indíánans í því að renna honum yfir fossa, flúðir og strengi í straumhörðum ám. Hún tók miklu ástfóstri við Vancouver og átti þar heima nokk- ur síðustu ár ævi sinnar. Tæringin hafði náð valdi yfir henni, eins og fleirum af kynflokki hennar. Sjúk- dómsstríð hennar var þungt síðustu 2 árin, en sálarkröftum hélt hún til þess síðasta, eins og kvæðin, sem hún orti með dauðann við hlið sér, bera vitni um. Hugprúð og æðru- laus horfir hún út yfir fjólubláa rökkurmóðu sléttunnar, inn í rós- litað sólsetrið. Þar fyrir handan sér hún gullin lönd þar sem kyn- flokkur hennar lifir áfram í heimi hamingju og friðar. E. Pauline Johnson andaðist 7. mars 1913, 51 árs að aldri. Þegar hún var borin til grafar var engu líkara en að heilar hersveitir Indíána hefðu sprottið upp úr jörðunni, sem fylgdu henni svo hljóðir til síðasta hvílu- staðarins í Stanley Park. Þar halda svo hin risavöxnu tré og öld- ur hafsins uppi sífeldum söng yfir gröf hennar, — sömu ódauðlegu hljómunum og hún sló á hörpu sína. Endur fyrir löngu hafði “hinn mikli andi” afstýrt eyðileggingu barna sinna. Hafði hann aftur aumkast yfir óförum þeirra? Kon- ungsdóttirin hafði tapað erfðafé sínu. Snart guðinn þá sálu hennar og gæddi hana skáldgáfunni? Veitti hann henni aftur víðlendari ríki í heimi andans, heimi fegurðarinnar, heimi listarinnar? Þau ríki gátu hvorki hvítir menn tekið né rauðir menn látið af hendi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.