Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 124
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
í fyrramálið. — María tímir ekki
að sofa. Hún ætlar að vaka í nótt
hjá drengnum sínum.
Á stólnum liggja fötin hans sam-
anbrotin og hrein. Hún strýkur
sokkana, litla kotið og bolina. Hún
tekur í hönd sér ofurlítinn skó, sem
farinn er að slitna, og hugsar, að
hann muni bráðlega fá nýja skó.
Hún sér hann hlaupa um í stóru,
fallegu stofunum, prúðbúinn, eins
og heldri manns son. — María tek-
ur lokið af kassanum, sem leikföng-
in hans eru í. Þar er gamall bolti,
svolítill bíll, sem hjólin eru farin
af, skeljar og horn og sitthvað
fleira. Sjálfsagt líður ekki á löngu
áður en þessu verður fleygt og ann-
að nýtt kemur í staðinn. Hún kem-
ur auga á gúmmíbrúðu, sem einu
sinni gat tíst. Hann hefir nagað
hana og hún er orðin flekkótt.
Maríu langar til að eiga þessa
brúðu. Óli er hvort sem er löngu
hættur að hafa gaman að henni.
Óli litli sefur vært og áhyggju-
laust. Hann hefir velt sænginni
ofan af sér og María breiðir hana
yfir hann. Hún horfir á andlitið á
koddanum, sólbrent og hraustlegt,
strýkur honum um ennið og kyssir
litlu höndina undurlaust, svo hann
vakni ekki. Síðan krýpur hún við
rúmstokkinn, byrgir andlitið í hönd-
um sér og grætur.
Hægt og hægt lyftist þokan aí
fjöllunum. Himininn er heiður og
sólin fer að skína.
Óli litli opnar augun, sér móður
sína og brosir. María tekur hann í
faðm sér og fer að klæða hann. I
kvöld verður það ekki hún, sem
háttar hann. Skyldi hún nokkurn-
tíma klæða hann í fötin framar? —
Óli er kátur, því hann fær að fara
í sparifötin sín. Hann tekur um
hálsinn á mömmu sinni og klappar
henni með litlu lófunum.
Sýslumaðurinn er kominn. María
fer ekki út að raka fyr en hjónin
eru farin. Hún fær boð um að
koma inn í stofu. Sýslumaðurinn
bendir henni á blað á borðinu og
biður hana að gera svo vel og skrifa
nafnið sitt undir.
María stendur þegjandi við borð-
ið og starir á blaðið. Sýslumaður-
inn réttir henni pennann sinn.
—Það er hérna, María, segir hann,
og sýnir henni, hvar hún eigi að
skrifa.
María lítur á hjónin á víxl, síðan
á húsbændur sína, eins og hún
vænti sér einhverrar vægðar. Hún
er hrædd. Það er dauðaþöfn í stof-
unni.
“Það er venja að hafa þetta svona,
María mín, segir sýslumannsfrúin
blíðlega. Við verðum að hafa skrif-
legt samþykki yðar til þess að geta
tekið okkur drenginn í sonar stað.
María sest niður og skrifar. Hönd-
in titrar dálítið. Þarna stendur
nafnið: María Ólafsdóttir.
Að skammri stundu liðinni eru
þau öll komin út á hlaðið. María
heldur í höndina á Óla. Sýslu-
mannshjónin kveðja. María vildi
segja eitthvað við þau að skilnaði,
en það er eins og henni sé varnað
máls. Hjónin setjast inn í bílinn.
María tekur Óla í fang sér. Hana
langar til að þrýsta honum að sér
fast og lengi, en hún stillir sig,
kyssir hann á vangann og setur
hann í kjöltu frúarinnar.
— Mamma koma, mamma koma
bílinn, segir Óli.
María brosir með augun full af
tárum. Bíllinn brunar af stað. Óli