Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 124

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 124
100 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA í fyrramálið. — María tímir ekki að sofa. Hún ætlar að vaka í nótt hjá drengnum sínum. Á stólnum liggja fötin hans sam- anbrotin og hrein. Hún strýkur sokkana, litla kotið og bolina. Hún tekur í hönd sér ofurlítinn skó, sem farinn er að slitna, og hugsar, að hann muni bráðlega fá nýja skó. Hún sér hann hlaupa um í stóru, fallegu stofunum, prúðbúinn, eins og heldri manns son. — María tek- ur lokið af kassanum, sem leikföng- in hans eru í. Þar er gamall bolti, svolítill bíll, sem hjólin eru farin af, skeljar og horn og sitthvað fleira. Sjálfsagt líður ekki á löngu áður en þessu verður fleygt og ann- að nýtt kemur í staðinn. Hún kem- ur auga á gúmmíbrúðu, sem einu sinni gat tíst. Hann hefir nagað hana og hún er orðin flekkótt. Maríu langar til að eiga þessa brúðu. Óli er hvort sem er löngu hættur að hafa gaman að henni. Óli litli sefur vært og áhyggju- laust. Hann hefir velt sænginni ofan af sér og María breiðir hana yfir hann. Hún horfir á andlitið á koddanum, sólbrent og hraustlegt, strýkur honum um ennið og kyssir litlu höndina undurlaust, svo hann vakni ekki. Síðan krýpur hún við rúmstokkinn, byrgir andlitið í hönd- um sér og grætur. Hægt og hægt lyftist þokan aí fjöllunum. Himininn er heiður og sólin fer að skína. Óli litli opnar augun, sér móður sína og brosir. María tekur hann í faðm sér og fer að klæða hann. I kvöld verður það ekki hún, sem háttar hann. Skyldi hún nokkurn- tíma klæða hann í fötin framar? — Óli er kátur, því hann fær að fara í sparifötin sín. Hann tekur um hálsinn á mömmu sinni og klappar henni með litlu lófunum. Sýslumaðurinn er kominn. María fer ekki út að raka fyr en hjónin eru farin. Hún fær boð um að koma inn í stofu. Sýslumaðurinn bendir henni á blað á borðinu og biður hana að gera svo vel og skrifa nafnið sitt undir. María stendur þegjandi við borð- ið og starir á blaðið. Sýslumaður- inn réttir henni pennann sinn. —Það er hérna, María, segir hann, og sýnir henni, hvar hún eigi að skrifa. María lítur á hjónin á víxl, síðan á húsbændur sína, eins og hún vænti sér einhverrar vægðar. Hún er hrædd. Það er dauðaþöfn í stof- unni. “Það er venja að hafa þetta svona, María mín, segir sýslumannsfrúin blíðlega. Við verðum að hafa skrif- legt samþykki yðar til þess að geta tekið okkur drenginn í sonar stað. María sest niður og skrifar. Hönd- in titrar dálítið. Þarna stendur nafnið: María Ólafsdóttir. Að skammri stundu liðinni eru þau öll komin út á hlaðið. María heldur í höndina á Óla. Sýslu- mannshjónin kveðja. María vildi segja eitthvað við þau að skilnaði, en það er eins og henni sé varnað máls. Hjónin setjast inn í bílinn. María tekur Óla í fang sér. Hana langar til að þrýsta honum að sér fast og lengi, en hún stillir sig, kyssir hann á vangann og setur hann í kjöltu frúarinnar. — Mamma koma, mamma koma bílinn, segir Óli. María brosir með augun full af tárum. Bíllinn brunar af stað. Óli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.