Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 9
Ingólfur ÁsgeIr Jóhannesson
MenntavísIndasvIðI hÁskóla íslands
og kennaradeIld hÁskólans Á akureyrI
Uppeldi og menntun
21. árgangur 2. hefti 2012
Tímaritið Uppeldi og menntun tvítugt
Enda þótt nú ljúki 21. árgangi Uppeldis og menntunar er tímaritið aðeins tvítugt í ár, það
kom fyrst út þann 26. nóvember 1992 á sjötugsafmælisdegi Jónasar Pálssonar, sem þá hafði
nýlega látið af störfum sem rektor Kennaraháskóla Íslands. Fyrsta heftið var gefið út sem
afmælisrit með heillaóskaskrá, Jónasi til heiðurs. Enn sem komið er er þetta 332 síðna hefti
hið langstærsta af tímaritinu og næststærsti árgangur þess frá upphafi. Í heftinu voru 23
ritstýrðar fræðigreinar og nótur og texti eins tónlags. Í heftinu var enn fremur viðtal við
Jónas og ritaskrá hans. Grein þessi er því í senn afmælisgrein tímaritsins og til heiðurs Jónasi.
ritrýnt tímArit í 20 ár
Strax í inngangi fyrsta heftis Uppeldis og menntunar var skýrt frá því að ritinu hefði
verið mótuð framtíðarstefna og búið væri að skipa sérstaka ritstjórn. Þessi stefna fólst
meðal annars í því að gefa út ritrýnt tímarit þar sem ýtrustu kröfur væru gerðar til
greina sem væru birtar sem „fræðilegt efni“ eins og hinn ritrýndi þáttur tímaritsins
hét. Fyrir þessari þróun er gerð ágæt grein í inngangsorðum ritnefndar og ritstjóra
flestra árganga, en ég átti að auki sérstakt samtal við fyrsta ritstjóra tímaritsins, Ragn-
hildi Bjarnadóttur. Ragnhildur var ritstjóri þess í fjögur ár, frá 1993–1996, og sat í rit-
nefnd árin 2008 og 2009. Fram kom hjá Ragnhildi að frá upphafi hefði verið náið sam-
starf milli ritstjóra og þeirra sem sitja með honum í ritnefnd við að móta ritið og þau
ferli sem unnið er eftir og að í Kennaraháskóla Íslands hefði þótt mikilvægt að gefa
út vandað ritrýnt tímarit þar sem greinar stæðust allar helstu kröfur til slíkra greina á
alþjóðlegum vettvangi.
Strax í 2. árgangi voru birtar leiðbeiningar til höfunda greina. Í þessum fyrstu leið-
beiningum kemur fram sú stefna tímaritsins að „sérfræðingar“, eins og ritrýnar voru
þá nefndir, skuli meta gildi greinanna. Lengst af voru leiðbeiningarnar prentaðar í
hverju hefti og ritrýnar fengu sendar sérstakar leiðbeiningar. Nú eru leiðbeiningarnar
birtar á vef tímaritsins og eru hinar sömu fyrir höfunda og ritrýna. Fyrstu árin var
sú fjórflokkun greina, sem nú er stuðst við – það er grein getur birst óbreytt (eða