Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 78
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201278
ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði
telur helsta fulltrúa þeirra sjónarmiða sem hann kennir við yfirvegun. Þetta á einnig
við um Stenhouse þótt Reid nefni hann ekki sérstaklega.
Hefðin sem ég hef gert að umtalsefni tilheyrir reitnum efst til hægri. Gagnrýni
Schwabs og Stenhouse, sem ég mun gera skil hér á eftir, gerir ráð fyrir réttmæti
skipulegs skólastarfs og kerfisbundinnar fræðslu. Gagnrýni þeirra sem eiga heima
vinstra megin í flokkunarkerfi Reids er af allt öðrum toga. Hún snýst ekki um hvaða
aðferðum best sé að beita til að skipuleggja menntakerfi af því tagi sem við höfum,
heldur um hvort slík kerfi séu yfirleitt réttmæt eða hvort þau undiroki fólk í stað þess
að færa því farsæld og frelsi. Sú gagnrýni sem ég fjalla um gerir hins vegar ráð fyrir
að skólakerfið sé í aðalatriðum réttlætanlegt en beinist gegn því að kerfisbinda það í
anda rökhyggju og tæknihyggju.
Schwab og Stenhouse sóttu báðir innblástur í heimspekirit, bæði eiginlega mennta-
heimspeki og rit um önnur heimspekileg efni. Þeir voru heimspekilega þenkjandi
menntunarfræðingar. Myndin er tilraun til að staðsetja þá í heimspekisögunni.
Óbrotnu línurnar merkja áhrif sem eru mikil og augljós og þeir gangast við en brotnu
línurnar tengja þá við heimspekinga sem þeir tilgreina ekki sjálfir sem sérstaka áhrifa-
valda þótt greina megi hugmyndasöguleg tengsl við þá.
Mynd. Schwab og Stenhouse – hugmyndasöguleg tengsl
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201278
ný aðalnámskrá og gömUl námskrárfræði
telur helsta fulltrúa þeirra sjónarmiða sem hann kennir við yfirvegun. Þetta á einnig
við um Stenhouse þótt Reid nefni hann ekki sérstaklega.
Hefðin sem ég hef gert að umtalsefni tilheyrir reitnum efst til hægri. Gagnrýni
Schwabs og Stenhouse, sem ég mun gera skil hér á eftir, gerir ráð fyrir réttmæti
skipulegs skólastarfs og kerfisbundinnar fræðslu. Gagnrýni þeirra sem eiga heima
vinstra megin í flokkunarkerfi Reids er af allt öðrum toga. Hún snýst ekki um hvaða
aðferðum best sé að beita til að skipuleggja menntakerfi af því tagi sem við höfum,
heldur um hvort slík kerfi séu yfirleitt réttmæt eða hvort þau undiroki fólk í stað þess
að færa því farsæld og frelsi. Sú gagnrýni sem ég fjalla um gerir hins vegar ráð fyrir
að skólakerfið sé í aðalatriðum réttlætanlegt en beinist gegn því að kerfisbinda það í
anda rökhyggju og tæknihyggju.
Schwab og Stenhouse sóttu báðir innblástur í heimspekirit, bæði eiginlega mennta-
heimspeki og rit um önnur heimspekileg efni. Þeir voru heimspekilega þenkjandi
menntunarfræðingar. Myndin er tilraun til að staðsetja þá í heimspekisögunni.
Óbrotnu línurnar merkja áhrif sem eru mikil og augljós og þeir gangast við en brotnu
línurnar tengja þá við heimspekinga sem þeir tilgreina ekki sjálfir sem sérstaka áhrifa-
valda þótt greina megi hugmyndasöguleg tengsl við þá.
Mynd. Schwab og Stenhouse – hugmyndasöguleg tengsl
aristóteles
Hegel
dewey
oakeshott
peters
lawrence stenhouse
Joseph schwab
Þótt báðir hefðu áhuga á heimspeki byggðu Schwab og Stenhouse á ólíkum forsend-
um og fræðihefðum. Schwab hóf feril sinn sem raungreinakennari en var lengst af
prófessor í menntavísindum við Chicago-háskóla. Hann byggði á bandarískri hefð,
meðal annars ritum Johns Dewey (1859–1952). Einnig var Schwab undir miklum
áhrifum frá Aristótelesi (384 f.Kr.–322 f.Kr.), meðal annars í gegnum vin sinn, Richard
McKeon (1900–1985), sem gaf rit Aristótelesar út á ensku um miðja síðustu öld (West-
bury og Wilkof, 1978). Stenhouse byrjaði sem sögukennari en starfaði svo við Setur
Þótt báðir hefðu áhuga á h imspeki byggðu Schwab og Stenhouse á ólíkum forsend-
um og fræðihefðum. Schwab hóf feril sinn sem aungr i ken ari en var lengst af
prófessor í menntavísindum við Chicago-háskóla. Hann byggði á bandarískri hefð,
meðal annars ritum Johns Dewey ( 8 9–1952). Einnig var Schwab undir iklum
áhrifum frá Aristótelesi (384 f.Kr.–322 f.Kr.), með l annars í gegnum vin sinn, Richard
McKeon ( 00–1985), sem gaf rit Aristótelesar út á ensku um miðja síðustu öld (West-
bury og Wilkof, 1978). Stenhouse byrjaði sem söguken ari en starfaði svo við Setur