Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 79
atli HarðarSon
hagnýtra menntarannsókna (e. Centre for Applied Research in Education) við
Háskólann í Austur-Anglíu og var líka forseti Bresku menntarannsóknasamtakanna
(e. British Educational Research Association). Hann sótti í enska hefð, einkum mennta-
heimspeki Richards S. Peters (1919–2011).
Þótt bakgrunnur þessara fræðimanna og hugmyndasögulegt samhengi rita þeirra
sé áhugavert viðfangsefni er ætlunin hér að fjalla fyrst og fremst um andmæli þeirra
gegn kenningum um að það sé mögulegt og æskilegt að skipuleggja námskrá út frá
markmiðum, það er að segja gegn hefðinni sem ég hef kennt við þau Bobbitt, Tyler,
Bloom og Taba.
josEph schwAb
Schwab andmælti námskrárfræðum í anda Tylers í þremur þekktum greinum sem
birtust á árunum 1969 til 1973. Þær heita: The practical: A language for curriculum,
The practical: Arts of eclectic og The practical: Translation into curriculum (endur-
prentaðar með lítilsháttar breytingum í Schwab, 1978). Í þessum greinum beindi
Schwab spjótum sínum einkum að áherslu námskrárfræðinga á hið fræðilega (e. the
theoretical) og sagði að námskrárgerð væri ekki fræðilegt viðfangsefni þar sem hent-
aði að hafa hugann við sértæk líkön eða skilgreinda og afmarkaða fleti veruleikans.
Hún væri þvert á móti hagnýtt verkefni þar sem þyrfti að takast á við veruleikann í
margbreytileika sínum. Í umfjöllun sinni um þessi efni lagði hann áherslu á að heimur
skólans væri flókinn heimur með margvísleg tengsl við mannlífið og samfélagið og
skólinn gegndi mörgum hlutverkum og skilningur manna á þeim væri takmarkaður.
Hann benti líka á að engin fræðikenning næði utan um öll hlutverk skólans. Þær væru
í besta falli sértekningar (e. abstractions) sem vörpuðu ljósi á einhverja þætti veru-
leikans.
Í greininni The practical: Arts of eclectic segir Schwab:
Kenningar á sviði námskrárfræði eða um kennslu og nám geta ekki einar sér sagt
okkur hvað skuli kenna eða hvernig það skuli gert, því spurningar um slík efni
koma upp við raunverulegar aðstæður uppfullar af veruleika sem er einstakur og
tilheyrir tilteknum tíma, stað, fólki og kringumstæðum. Kenningar innifela á hinn
bóginn ekki slíkan raunveruleika. Það sem gerir kenningar fræðilegar, skipulegar,
kerfisbundnar og haganlegar og gefur þeim, síðast en ekki síst, kost á að alhæfa er að
þær eru sértekningar. Þær sértaka frá einstökum veruleika með því að horfa fram hjá
stórum hluta hans. (Schwab, 1978, bls. 322)
Í þessum orðum enduróma andmæli gegn rökhyggju sem finna má hjá Georg Hegel
(1770–1831) og eftirmönnum hans og líka hjá öðrum heimspekingum sem sækja inn-
blástur til Aristótelesar. Hegel lagði áherslu á að vitund okkar væri takmörkuð og
næði ekki að hugsa nema hluta af menningunni, að í heiminum væri meira vit en
hugur einstaklingsins næði að höndla og hluti þessa vits væri í samfélagsháttum og
samspili sem við hefðum ekki náð að orða. Hagnýt verkefni sem okkur tekst stundum
að leysa með viðunandi hætti með yfirvegun og samræðu verða því ekki alltaf leyst