Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 174

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 174
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012174 íÞrÓttakennara- og íÞrÓttafræðinÁm Á laUgarvatni fYrr og nú og einbeita sér að íþrótta- og heilsuþjálfun og þá sem vilja halda áfram í MS-nám. Þeir sem ljúka MS-námi geta einnig sótt um leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum sé samsetning náms þeirra með þeim hætti að það uppfylli skilyrði um 60 staðlaðar uppeldis- og kennslufræðieiningar (Háskóli Íslands, 2011). Það má því segja að með þessum tveimur kjörsviðum sé loksins kominn vísir að þeirri skiptingu námsins í kennaranám og þjálfara- og leiðtoganám sem kveðið var á um í lögum um Íþrótta- kennaraskóla Íslands frá 1942 (Lög um Íþróttakennaraskóla Íslands nr. 12/1942). Bæði kjörsviðin byggja á sameiginlegum 130 eininga kjarna (Háskóli Íslands, 2011). Í kjarnanum eru 50 uppeldis- og kennslufræðieiningar og 80 fageiningar. Nemendur á kennarakjörsviði taka svo 30 uppeldis- og kennslueiningar til viðbótar í skyldufögum og 20 fageiningar í vali. Nemendur á þjálfarakjörsviði taka 25 þjálfunartengdar fagein- ingar til viðbótar í skyldufögum og 25 fageiningar í vali (Háskóli Íslands, 2011). Að BS-námi loknu gerir námsskipulagið ráð fyrir að nemendur á kennarakjörsviði fari í M.Ed.-nám og að nemendur á þjálfarakjörsviði fari í MS-nám hafi þeir uppfyllt skilyrði um námsárangur. Námið er hins vegar ekki sett upp sem fimm ára nám heldur sem þriggja ára BS-nám og tveggja ára meistaranám bætist þar ofan á. Nemendur geta því hætt eftir BS-námið ef þeir vilja og farið út á vinnumarkaðinn eða í nám á öðrum námsbrautum HÍ eða í öðrum háskólum. Í Kennsluskrá Háskóla Íslands kemur fram að nemendur í M.Ed.-námi taka 90 einingar í námskeiðum (þar af 40 uppeldis- og kennslufræðieiningar) og skila 30 eininga M.Ed.-ritgerð. Nemendur í MS-námi þreyta 60 einingar í námskeiðum og skila 60 eininga MS-ritgerð. Ætli MS-nemendur sér að geta sótt um leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla verða þeir að taka tíu uppeldis- og kennslufræðieiningar sem hluta af námi sínu (Háskóli Íslands, 2011). Eins og greint var frá hér að framan færðist íþróttakennaranám upp á háskólastig árið 1998 (fyrsta útskrift 2001). Allir íþróttakennarar sem höfðu útskrifast á Íslandi til og með ársins 1999 voru því einungis með íþróttakennarapróf en ekki bakkalárgráðu. Til að mæta þörfum þessara nemenda var árið 2001 í fyrsta sinn í boði námsleið fyrir fólk með „gamalt“ (fyrir árið 2000) íþróttakennarapróf, svokallað viðbótarnám til BS- gráðu (Kennaraháskóli Íslands, 2001). Um er að ræða 60 eininga nám á grunnstigi og íþróttakennaraprófið er svo metið til 120 eininga (Háskóli Íslands, 2011). Einnig er rétt að geta 30 eininga viðbótardiplómu í heilbrigði og heilsuuppeldi á meistarastigi sem hóf göngu sína haustið 2012 (Háskóli Íslands, 2012). Námið er hlutanám í eitt ár, 15 einingar á hvorri önn, og allir sem hafa lokið bakkalárgráðu geta farið í þetta nám (Háskóli Íslands, 2012). Viðbótardiplóman er einkum hugsuð fyrir þá sem starfa við kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, við þjálfun, við endurhæf- ingu, að forvörnum eða við önnur störf á sviði heilbrigðis- eða menntamála og vilja dýpka þekkingu sína á þessu sviði (Háskóli Íslands, 2012). Hafi nemendur svo áhuga á frekara meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði geta þeir fengið diplómuna metna inn í meistaranámið. Jafnframt geta nemendur sem ná ekki fyrstu einkunn úr grunn- námi og komast því ekki í MS- eða M.Ed.-nám tekið þessa diplómu og nái þeir fyrstu einkunn í fögum hennar eru þeir gjaldgengir í meistaranám í íþrótta- og heilsufræði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.