Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 197
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 197
Jóhanna lúvísa reynIsdóttIr
félags- og MannvísIndadeIld hÁskóla íslands
sIgrún tóMasdóttIr
uPPeldIs- og MenntunarfræðIdeIld hÁskóla íslands
Uppeldi og menntun
21. árgangur 2. hefti 2012
Daglegt líf ungra barna
Jonathan Tudge. (2008). The everyday lives of young children: Culture, class and
child rearing in diverse societies. New York: Cambridge University Press. 302 bls.
Bókin The everyday lives of young children: Culture, class and child rearing in diverse
societies er eftir Jonathan Tudge, doktor í uppeldisfræði og fjölskyldurannsóknum
(e. human development and family studies). Hann starfar við deild uppeldisfræði-
og fjölskyldurannsókna við Háskólann í Norður-Karólínu þar sem lögð er áhersla á
umönnun og menntun barna og unglinga og reynt að svara því hvernig best er að
tryggja velferð einstaklinga og fjölskyldna.
Bókin er byggð á langtímarannsókn höfundar á daglegu lífi þriggja ára barna í
sjö ólíkum menningarsamfélögum: Bandaríkjunum, Rússlandi, Eistlandi, Finnlandi,
Kóreu, Kenía og Brasilíu. Áhersla var lögð á að fylgjast með því hvernig og hvar
börnin eyddu tíma sínum og með hverjum. Hugmyndina að rannsókninni má rekja til
þess að höfundur taldi vanta þekkingu á því hvernig börn eyða tíma sínum og hvaða
áhrif mismunandi menning hefur á þroska barna, auk áhrifanna sem börnin sjálf hafa
á eigin þroska. Höfundi sýndist mest af því sem skrifað hefur verið um þetta efni
vera byggt á rannsóknum á börnum í dreifbýli þróunarríkja, frekar en börnum í iðn-
væddum samfélögum, og markmið rannsóknarinnar var að bæta við þessa þekkingu.
Upphaflega var ætlun hans að bera saman börn í tveimur löndum, Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum, en verkefnið vatt upp á sig og endaði með því að löndin urðu sjö.
Kaflarnir í bókinni eru níu en segja má að hún skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta
byrjar höfundur á að fjalla um ólíkar áherslur mismunandi fræðasviða við rannsóknir
á börnum. Hann bendir á að innan uppeldisfræðinnar sé áherslan mikil á rannsóknir á
hvítum millistéttarbörnum og að oftast sé aðstæðum stjórnað á einhvern hátt. Félags-
fræði hafi tilhneigingu, telur hann, til þess að gera börn að óvirkum þátttakendum í
rannsóknum með því að rannsaka þau út frá fyrirliggjandi gögnum stofnana í sam-
félaginu, til dæmis gögnum sem varða námsárangur þeirra og þroska. Loks talar
hann um áherslur mannfræðinnar sem lengi fólust í rannsóknum á einstökum sam-
félögum. Þegar áherslan innan mannfræði varð meiri á samanburð varð tilhneigingin
sú að bera saman tvö gjörólík samfélög. Í rannsókn sinni reynir Tudge að draga sem
mest úr takmörkunum þessara hefða og nýta styrkleika þeirra með því að bera saman