Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 18
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 AGRIP ERINDA E 1 Sambandið milli líkamsþyngdarstuðuls um miðjan aldur og heilarúmmáls á efri árum. Reykjavíkurrannsóknin Milan Chang', Jane Saczynski* 2, Jón Snædalu, Sigurbjöm Björnsson', Björn Einarsson*,Thor Aspelundvl, Sigurður Sigurðsson4, Vilmundur Guðnason14, Tamara B. Harris5, Lenore J. Launer5, Pálmi V. Jónsson13 ‘Landspítala, 2University of Massachusetts Medical School, Worcester, ’Háskóla íslands, 4Hjartavemd, 5National Institute on Aging, Bethesda changmilan@gmail. com Inngangur: Hár líkamsþyngdarstuðull (LÞ (Body Mass Index, BMI)) um miðjan aldur er talinn vera áhættuþáttur hvað varðar líkur á heilabilun. Lítið er hins vegar vitað um sambandið milli líkamsþyngdarstuðuls á miðjum aldri og rúmmáls heila á efri árum. Við athuguðum sambandið milli líkamsþyngdarstuðuls á miðjum aldri og rúmmáls heila á efri árum. Efniviður og aðferðir: Notast er við þversniðsúrtak Islendinga f. 1907- 1935 sem tóku þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES-Reykjavík Study). Milli mælinga á líkamsþyngdarstuðli á miðjum aldri og mælinga á vitrænni getu á efri árum liðu að meðaltali 26 ár. Líkamsþyngdarstuðull á miðjum aldri var skilgreindur sem 1) eðlilegur (LÞ 18,5-24,9; 56,9%), 2) hár/ofþyngd, (LÞ 25-29,9; 34,0%) og 3) mjög hár/offita (LÞ 30 eða meira; 9,1%). Gerður var samanburður við heildarrúmmál heila (TBV), rúmmál af gráum vef, hvítum vef og vefjaskemmdir í hvítum vef, rannsakað með segulómun. Niðurstöður: Heildarfjöldi í úrtaki var 4552 (konur =58%, heilabilun =4,4%). Við gagnagreiningu voru 4354 einstaklingar eftir að búið var að útiloka þá sem voru með heilabilun. Miðað við þann hóp sem var með eðlilegan líkamsþyngdarstuðul höfðu þeir sem voru með háan eða mjög háan líkamsþyngdarstuðul meira heilarúmmál (hár LÞ: þ=3,15, ekki marktækur munur, mjög hár LÞ: p=10,78, p<0,05) eftir að leiðrétt hafði verið fyrir lýðfræðilegum þáttum, lífsstíl, hjarta- og æðasjúkdómum, höfuðstærð, líkamsrækt og apólípóprótein E arfgerð. Ályktanir: Samband er milli meira rúmmáls heila á efri árum og mjög hás líkamsþyngdarstuðuls á miðjum aldri. Rannsaka þarf þetta samband nánar með tilliti til mismunandi svæða og vefjategunda heilans. E 2 Sambandið milli líkamsþyngdarstuðuls um miðjan aldur og vitrænnar getu á efri árum. Reykjavíkurrannsóknin Milan Chang*, Jane Saczynski2, Jón Snædal13, Sigurbjöm Björnsson1, Bjöm Einarsson’,Thor Aspelund3'4, Vilmundur Guðnason3-4, Tamara B. Harris5, Lenore J. Launer5, Pálmi V. Jónsson1-3 'Landspítala, HJniversity of Massachusetts, Worcester, 3Háskóla íslands, 4Hjartavemd, 5National Institute on Aging, Bethesda changmilan@gmail. com Inngangur: Hár líkamsþyngdarstuðull (LÞ: Body Mass Index/BMI) um miðjan aldur er talinn vera áhættuþáttur hvað varðar líkur á heilabilun. Lítið er hins vegar vitað um sambandið milli líkamsþyngdarstuðuls á miðjum aldri og vitrænnar getu að öðru leyti meðal fólks á efri árum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna fylgni til lengri tíma milli líkamsþyngdarstuðuls á miðjum aldri annars vegar og vitrænnar getu og heilabilunar hins vegar. Efniviður og aðferðir: Notast er við þversniðsúrtak íslendinga f. 1907-1935, sem tóku þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, Reykjavíkurrannsókninni (AGES). Milli mælinga á líkamsþyngdarstuðli á miðjum aldri og mælinga á vitrænni getu á efri árum liðu að meðaltali 18 LÆKNAblaðió 2011/97 26 ár. Líkamsþyngdarstuðull á miðjum aldri var skilgreindur sem 1) eðlilegur (18,5-24,9), 2) hár/ofþyngd (25-29,9) og 3) mjög hár/offita (30 eða meira). Heildarniðurstöður byggðar á úrvinnsluhraða, minni og stýringu (executive function) voru fundnar með taugasálfræðilegu mati. Heilabilun var skilgreind með alþjóðlegum greiningarskilmerkjum og niðurstaða fengin á samráðsfundum. Niðurstöður: Við gagnagreiningu var notast við 4.949 þáttakendur (konur =57%, heilabilun =3,9%, líkamsþyngdarstuðull innan eðlilegra marka =51,4%, hár =39,8% og mjög hár =8,7%). í samanburði við þarrn hóp sem var með líkamsþyngdarstuðul innan eðlilegra marka (viðmið), höfðu bæði hópurinn með háan og hópurinn með mjög háan líkam- sþyngdarstuðul marktækt minni úrvinnsluhraða (hár, p=-0,08; mjög hár, þ=-0,12, leitni (trend) p<0,05), verra minni (hár, þ=-0,06; mjög hár, p=-0,09, leitni p<0,05) og minni stýringu (hár, p=-0,05; mjög hár, p=-0,08, leitni p<0,05), eftir að leiðrétt hafði verið fyrir lýðfræðilegum þáttum, hjarta- og æðasjúkdómum og apólípóprótein E arfgerð. Hár eða mjög hár líkamsþyngdarstuðull um miðjan aldur tengdist ekki aukinni hættu á heilabilun á efri árum, jafnvel eftir að leiðrétt hafði verið fyrir óvis- suþáttum. Ályktanir: Hár eða mjög hár líkamsþyngdarstuðull um miðjan aldur tengdist minni vitrænni getu 26 árum síðar. Hins vegar fannst ekkert samband milli líkamsþyngdarstuðuls og heilabilunar. Þessar þversagn- arkenndu niðurstöður þarf að rannsaka frekar en hugsanleg skýring er lágt hlutfall heilabilunar í þessu þýði. E 3 Eykur makamissir áhættuna á vitrænni skerðingu og heilabilun? Halldóra Viðarsdóttir', Fang Fang2, María K. Jónsdóttir3-4, Pálmi V. Jónsson3-5, Tamara B. Harris6, Lenore J. Launer6, Vilmundur Guðnason5-7 * * * * *, Unnur A. Valdimarsdóttir1'2 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Dept. of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet Stokkhólmi, 3Landspítala, 4sálfræðideild og 5læknadeild HÍ, Taboratory of Epidemiology, Demography and Biometry, National Institute on Aging, NIH, Bethesda, 7Hjartavernd haiidvi@hi.is Inngangur: Árið 2009 birti British Medical Joumal niðurstöður finnskrar rannsóknar sem benda til sambands makamissis og áhættu á vitrænni skerðingu. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort áföll á borð við makamissi hafi áhrif á þróun heilabilunar. Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar um 5.764 karla og konur (fædd á árunum 1907-1935). Með samtengingu við íbúaskrá Hagstofu íslands var hjúskaparstöðu þátttakenda fylgt eftir frá 1978 til komu í Öldrunarrannsóknina (á tímabilinu 2002-2004). Upplýsingar um dánarmein og dánardag maka þátttakenda fengust úr Dánarmeinaskrá. Bornir voru saman tveir hópar; þeir sem voru í hjónabandi/sambúð allan tímann (n=2.553) og þeir sem misstu maka á rannsóknartímanum (n=1.360). Notuð var tvíkosta aðhvarfsgreining til að reikna líkindahlutfall fyrir heilabilun með 95% öryggismörkum. Niðurstöður: Af þeim 1.360 sem misstu maka á rannsóknartímanum voru 118 (8,7%) greindir með heilabilun og 149 (11,0%) með væga vitræna skerðingu við komu í Öldrunarrannsóknina. Af þeim 2.553 sem voru í hjónabandi/sambúð allan rannsóknartímann voru 132 (5,2%) greindir með heilabilun og 207 (8,1%) með væga vitræna skerðingu. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir kyni, aldri, menntun og ApoE áhættuarfgerð J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.