Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 22
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 13 Töf á staðfestingu á láti ástvinar í kjölfar náttúruhamfara og áhrif á heilsufar eftirlifenda til lengri tíma litið Ragnhildur Guðmundsdóttir', Christina Hultman2, Ama Hauksdóttir', Unnur A. Valdimarsdóttir1'3 ‘Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Dept. of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karoiinska Institutet Stokkhólmi, 3Dept. of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston rag16@hi.is Inngangur: í kjölfar náttúruhamfara getur tekið tíma að bera kennsl á lík eða að fá læknisfræðilega staðfestingu fyrir því hver hinn látni er. Markmið þessarar faraldsfræðilegu rannsóknar var að rannsaka hvort töf á staðfestingu á láti ástvinar hafi áhrif á heilsu eftirlifenda til lengri tíma litið. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á hópi 10.116 sænskra eftirlifenda tsunami-flóðbylgjunnar 2004 sem komu heim til Svíþjóðar á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarimar. Af þeim svöruðu 4.910 (49%) spurningalista 14 mánuðum síðar. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu misst ástvin í hamförunum og hvenær andlátið var staðfest. Einnig var spurt um geðheilbrigði 14 mánuðum eftir heimkomu (General Health Questionnaire). Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að reikna líkindahlutfall á geðrænum vanda með aukinni töf á staðfestingu á láti ástvinar. Leiðrétt var fyrir aldri og menntun eftirlifenda. Niðurstöður: Tvö hundruð fjörutíu og níu einstaklingar sem voru á hamfarasvæði og höfðu misst ástvin svöruðu spurningu um staðfestingu á láti ástvinar. Samanborið við þá sem fengu lát ástvinar staðfest á fyrsta mánuði eftir hamfarirnar vom þeir sem fengu lát ástvinar staðfest síðar en mánuði eftir hamfarirnar í aukinni áhættu á geðrænum vanda 14 mánuðum eftir flóðin (OR 2,1; 95% CI 1,1-3,8). Þegar niðurstöður voru lagskiptar eftir kyni sýndu þær að áhættan var meiri fyrir karla (OR 4,2; 95% CI 1,5-12,1) en konur (OR 1,4; 95% CI 0,6-3,2). Ályktanir: Fyrstu niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að töf á staðfestingu á láti ástvinar hafi í för með sér aukna áhættu á langtíma heilsufarsafleiðingum, sérstaklega fyrir karla. E 14 Heilsufarslegar afleiðingar snjóflóðanna á Vestfjörðum 1995 Edda Björk Þórðardóttir1'2, Berglind Guðmundsdóttir1'2'3, Unnur Anna Valdimarsdóttir1-4, Ragnhildur Guðmundsdóttir', Ágúst Oddsson5, Þórunn Finnsdóttir6 'Miðstöð í lýðhcilsuvísindum og 'sálfræðideild HÍ, 'áfallateymi bráðasviðs og geðsviðs Landspítala, 4Dept. of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet Stokkhólmi, 5Heilbrigðisstofnun Vesturiands, bsjálfstætt starfandi sálfræðingur eddat@hi.is Inngangur: Snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík árið 1995 tóku líf karla, kvenna og bama og ollu miklu eignatjóni. Fáar rannsóknir hafa kannað tengsl flutnings eftir hamfarir og heilsufar þolenda. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta heilsufar þolenda snjóflóðanna með tilliti til búsetu þremur til 14 mánuðum eftir að snjóflóðin féllu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru íbúar á aldrinum 16-75 ára sem bjuggu á Flateyri (n=169) og í Súðavík (n=122) þegar flóðin féllu. í spurningalista voru lýðfræðilegar upplýsingar kannaðar og upplifun svarenda á snjóflóðinu. Tveir spurningalistar voru notaðir til að meta einkenni áfallastreituröskunar (ÁSR); Impact of Event Scale (IES) og Post-traumatic Symptom Scale (PTSS-10). Svarhlutfall var 61% hjá Flateyrarhópnum (n=103) og 60% hjá Súðavíkurhópunum (n=73). Við tölfræðiútreikninga var notuð tvíkosta aðhvarfsgreining. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p<0,05. Niðurstöður: Þremur til fjórum mánuðum eftir snjóflóðið á Flateyri og 12-14 mánuðum eftir snjóflóðið í Súðavík var tíðni einkenna áfallastreituröskunar 28% hjá þolendum snjóflóðsins á Flateyri og 31% hjá þolendum snjóflóðsins í Súðavík (IES >35 stig og PTSS-10 >30 stig). Brottfluttir (n=22) reyndust marktækt líklegri tíl þess að vera með einkenni áfallastreituröskunar (IES >35 stig og PTSS-10 >30 stig) en þeir sem bjuggu áfram í heimabæ sínum, þegar leiðrétt var fyrir kyni, aldri, menntun, missi, eignatjóni og upplifun einmanaleika og einangrunar. Ályktanir: Tíðni einkenna áfallastreitu er há hjá þolendum snjóflóðanna í samanburði við aðrar rannsóknir. Vísbendingar eru um að brottfluttir íbúar séu í meiri áhættu að þróa með sér einkenni áfallastreituröskimar en þeir sem bjuggu áfram í heimabæ sínum. Þessar niðurstöður geta haft hagnýtt gildi ef þær verða staðfestar með ítarlegri rannsóknum. E 15 Jarðskjálftinn á Suðurlandi 2008 Karen Ragnarsdóttir’, Berglind Guðmundsdóttir1'2'3, Edda Björk Þórðardóttir2'3, Margrét Blöndal1, Unnur Ánna Valdimarsdóttir3'4 'Áfallateymi bráðasviðs og geðsviðs Landspítala, 2sálfræðideild og 3Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 4Dept. of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet Stokkhólmi karenragnarsd@gmail. com Inngangur: Sálrænar afleiðingar jarðskjálfta geta verið víðtækar. Áfallastreituröskun og þunglyndi eru algengustu geðraskanirnar sem geta þróast í kölfar jarðskjálfta. Hér á landi hafa sálrænar afleiðingar jarðskjálfta lítið verið rannsakaðar. Þessi rannsókn kannaði tíðni áfallastreitu- og þunglyndiseinkenna fyrsta árið eftir Suðurlandsskjálftann 29. maí 2008. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 1.084 einstaklingar (58,4% konur) á aldrinum 18-80 ára sem bjuggu á áhrifasvæði skjálftans og fundu fyrir skjálftanum. Spurningalistar voru lagðir fyrir tveimur, fjórum, átta og 12 mánuðum eftir skjálftann og könnuðu þeir meðal annars lýðfræðilegar upplýsingar, upplifun á skjálftanum, áfallastreitueinkenni og þunglyndi. Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýndu að fleiri konur en karlar upplifðu jarðskjálftann sem áfall. Konur voru líklegri en karlar til að greina frá marktækum áfallastreitueinkennum (7,5% kvenna; 2,8% karla) og miðlungs tíl alvarlegra þunglyndiseinkenna (8% kvenna; 5% karla) tveimur, fjórum, átta og 12 mánuðum eftir skjálftann. Fjölbreytuaðhvarfsgreining sýndi að áfallastreitu- og þunglyndiseinkenni tveimur mánuðum eftir skjálftann spáðu fyrir um áfallastreitueinkenni ári eftir skjálftann, þegar stjórnað var fyrir kyni, aldri, fyrri áföllum, upplifun á skjálftanum og áfallahjálp. Ályktanir: Rannsóknin er fyrsta rannsóknin á Islandi sem kannar þróun sálrænna einkenna eftír jarðskjálfta og veitir innsýn inn í meðferðarþarfir þolenda jarðskjálfta. Niðurstöðurnar veita mikilvægar upplýsingar um þróun einkenna og sýna að stór hópur einstaklinga upplifir langtíma geðræn vandamál þrátt fyrir að engin dauðsföll eða alvarleg meiðsli hafi átt sér stað í jarðskjálftanum. Eins sýna niðurstöður að geðræn einkenni fyrst eftír atburðinn eru áhættuþáttur fyrir áfallastreitueinkenni ári eftir skjálftann. 22 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.