Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 30
XV VISINDARAÐSTEFNA H FYLGIRIT 66 í heilsu eru vel þekkt, flestar rannsóknir hafa hins vegar beinst að skammtímaáhrifum missis. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhættuþætti fyrir langtíma sálræna og líkamlega heilsu ekkla, með áherslu á hjúskaparstöðu og stuðning eftir missi. Sú tilgáta var sett fram, að samanborið við gifta menn hafi ekklar meiri áhættu á vanlíðan fjórum til fimm árum eftir missi eiginkonu úr krabbameini og að áhættan sé meiri fyrir ekkla sem eru einhleypir á þeim tímapunkti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin, sem byggðist á faraldsfræðilegum aðferðum, tók til 907 manna í Svíþjóð sem misst höfðu eiginkonu úr brjósta-, eggjastokka- eða ristilkrabbameini árin 2000 eða 2001 sem svöruðu spurningalista um heilsu og líðan. Að auki var gögnum safnað frá 330 kvæntum mönnum til samanburðar sem voru paraðir við ekklana með tilliti til aldurs og búsetu. Gagnasöfnun fór fram frá nóvember 2004 til nóvember 2005. Niðurstöður: Svarshlutfall var 76% fyrir ekkla og 79% fyrir samanburðarhópinn. í ljós kom að þeir ekklar sem voru einhleypir fjórum til fimm árum eftir missinn voru í aukinni áhættu á sálrænni vanlíðan samanborið við ekkla sem voru komnir í nýtt ástarsamband og gifta menn. Mesta áhættan mældist fyrir þunglyndi (RR 2,2; CI 1,5-3,2), kvíða (RR 1,6; CI 1,1-2,5), tilfinningadoða (RR 2,2; CI 1,7-2,8) og að vakna upp á næturnar með kvíða (RR 2,3; CI 1,4-3,7). Ekklar sem komnir voru í nýtt ástarsamband voru ekki í aukinni áhættu á vanlíðan samanborið við kvænta menn. Alyktanir: Ekklar sem eru einhleypir fjórum til fimm árum eftir missi konu sinnar eru í áhættuhópi hvað varðar sálræna vanliðan, bæði borið saman við ekkla sem eru komnir í nýtt samband og við kvænta menn. Rannsóknir og inngrip sem beinast að ekklum sem ekki fara í nýtt samband eða lifa við tilfinningalega einangrun eftir missi gætu minnkað vanlíðan og aukið þar með lífsgæði til lengri tíma eftir makamissi. E 39 Langtíma afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla Sigrún Sigurðardóttir1, Sigríður Halldórsdóttir2, Sóley S. Bender3 1 Háskóla íslands, 2Háskólanum á Akureyri, 'hjúkrunarfræðideild HÍ olafuros@simnet.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að kynferðislegt ofbeldi f æsku getur haft mjög víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna heilsufar og líðan karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sjö karlar með sögu um kynferðislegt ofbeldi í æsku og voru þeir á aldrinum 30-65 ára þegar viðtölin áttu sér stað. Tekin voru tvö viðtöl við hvern þeirra samtals 14 viðtöl. Við gagnasöfnun og gagnagreiningu var byggt á Vancouver- skólanum í fyrirbærafræði sem ætlað er að auka þekkingu og dýpka skilning á tilteknum mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu. Niðurstöður: Gagnagreining leiddi í ljós sex meginþemu: Reynslan af áfallinu, æskuárin, líðan á fullorðinsárum, samskiptin við konur, börnin þeirra og heilsufarið. Karlarnir hafa upplifað mikla þrautagöngu sem enn sér ekki fyrir endann á. Upplifun þeirra einkenndist af reiði, hræðslu og líkamlegri og sálrænni aftengingu. Þeir hafa lent í einelti, átt í námsörðugleikum, verið ofvirkir, leiðst út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu. Sjálfsmynd þeirra er mjög brotin og hafa þeir notað kynlíf til að sanna karlmennsku sína. Þeir hafa átt erfitt með að tengjast mökum og börnum, ient í hjónskilnuðum og eru flestir forsjárlausir feður. Þeir eru með einkenni áfallastreituröskunar, hafa flestir leitað sér faglegrar aðstoðar en ekki fundið viðeigandi meðferð. Alyktanir: Mikilvægt er fyrir fagfólk að þekkja einkenni og langtíma afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku til að geta brugðist við slíkum vandamálum með stuðningi og umhyggju. Þróa þarf skilvirk þverfagleg meðferðarúrræði til að minnka þjáningu þeirra sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi í æsku. E 40 Sórameðferð í Bláa lóninu er áhrifaríkari en hefðbundin UVB Ijósameðferð og bælir niður Th17 og Tc17 bólgusvar í blóði sórasjúklinga Jenna Huld Eysteinsdóttir,'2 J, Jón Hjaltalín Ólafsson* 1'2, Steingrímur Davíðsson2, Ása Brynjólfsdóttir3, Bárður Sigurgeirsson2, Bjöm Rúnar Lúðvíksson2-3 'Húö- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3lækningalind Bláa lónsins, ‘ónæmisfræðideild Landspítala jennahuld@gmail. com Inngangur: Sórameðferð í Bláa lóninu er þekkt áhrifarík meðferð gegn sóra. Til að færa frekari sönnur á það voru klírúsk og ónæmisfræðileg áhrif meðferðarinnar hjá sjúklingum með langvinnan skellusóra athuguð og borin saman við hefðbundna UVB ljósameðferð. Efniviður og aðferðir: Sextíu og níu þátttakendum með langvinnan skellusóra var skipt handahófskennt í þrjá meðferðarhópa. Tuttugu og tveir þátttakendur fengu göngudeildarmeðferð í lækningalind Bláa lónsins þrisvar í viku í sex vikur, 23 þátttakendur lögðust inn í lækningalind Bláa lónsins í tvær vikur og fengu UVB ljósameðferð á göngudeild þrisvar í viku í fjórar vikur eftir útskrift og 24 þátttakendur fengu hefðbundna UVB ljósameðferð á göngudeild þrisvar í viku í sex vikur. Til að meta árangur meðferðarhópanna var PASI skor metið og húð- og blóðsýni tekin fyrir meðferð, eftir tvær og sex vikur. Hlutfall T frumna sem tjá CD4 og CD8 ásamt CD45R0+/IL-23 viðtakanum (IL- 23R) eða seyttu IL-17A, IL-22, IFNy, IL-4 eða TNFa eftir 16 klst. örvun með and-CD3/and-CD28 var ákvörðuð með frumuflæðisjá. Niðurstöður: Marktækt fleiri þátttakendur náðu PASI75 (75% árangri) í báðum Bláa lóns hópunum miðað við UVB ljósameðferðina (p=0,03) ásamt því að marktækt fleiri náðu PASI90 (90% árangri) í innlagnarhópnum (p=0,003). PASI skor lækkaði marktækt meira i báðum Bláa lóns hópunum miðað við UVB ljósameðferð (p<0,001). Þessi árangur endurspeglaðist í blóðinu 74% bælingu á tjáningu Thl7 frumusvars (p<0,05) og 79% bælingu á tjáningu Tcl7 frumusvars (p<0,05) fyrir og eftir meðferð hjá báðum Bláa lóns hópunum. Einnig sást marktæk lækkun á tjáningu Thl7 cýtókína (IL-17/IL-22) en ekki Thl (IFNy/TNFa) eða Th2 (IL-4) cýtókína (p<0,01). Ályktanir: Sórameðferð í Bláa lóninu er áhrifaríkari meðferð en hefðbundin UVB ljósameðferð og marktæk bæling á T-frumusvari í blóðinu sést eftir meðferðina. E 41 Líflínan. Reynsla fólks með alvarlegan sóra sem er í Remicade® meðferð Inga Þorbjörg Steindórsdóttir1, Helga Jónsdóttir1-2 ’Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ ingathos@hi.is Inngangur: Sóri er margþættur og flókinn sjúkdómur. Sýnileiki sjúkdómsins er talinn eiga mestan þátt í sálfélagslegri byrði þessara einstaklinga. Fjölmargir bólgusjúkdómar tengjast sóra og síðustu árin hafa rannsakendur bent á að þáttur langvinnrar bólgu í efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdómum hjá sjúklingum með sóra sé mun alvarlegri 30 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.