Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 53
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 einstaklingar úr atorvastatíni í simvastatín, í 78% tilfella minnkaði meðferðarskammtur. Alyktanir: Auknar skorður á greiðsluþátttöku statína hafa aukið notkun odýrustu lyfjanna. Hlutfall þeirra sem hætta snemma er svipað eða l*gra en hefur verið greint frá erlendis. Óútskýrð, skörp aukning í nýgengi árið 2009 krefst ítarlegri rannsókna. E 112 Opinber rekstur og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Kostnaður og gæði Rúnar Vilhjálmsson Hjúkrunarfræðideild HÍ wnarv@hi.is Inngangur: Fjöldi erlendra rannsókna hefur athugað kostnað og gæði heilbrigðiskerfa og einstakra þjónustustofnana með tilliti til rekstrarforma. Erindið er fræðilegt yfirlit yfir rannsóknir á kostnaði og g*ðum heilbrigðiskerfa og sjúkrahúsa. Efniviður og aðferðir: Byggt er á niðurstöðum rannsókna sem birst húfa á ritrýndum alþjóðlegum vettvangi og snerta annars vegar gæði og árangur heilbrigðiskerfa og hins vegar gæði og árangur sjúkrahússtarfsemi. Niðurstöður: Kostnaður heilbrigðiskerfa virðist því hærri sem emkarekstur heilbrigðisþjónustu er umfangsmeiri. Spítalar sem reknir eru af einkaaðilum á hagnaðargrundvelli (fyrirtækjaspítalar) eru mun úýrari í rekstri en spítalar sem reknir eru af opinberum aðilum eða sjálfseignarstofnunum. Fyrirtækjaspítalar hafa auk þess tilhneigingu til að velja úr þá sjúklinga sem ábatasamast er að sinna. Samanburður a §*ðum heilbrigðiskerfa og spítala bendir auk þess til að í ýmsum úlvikum séu gæði þjónustunnar lakari í einkarekstrarkerfum og á emkaspítölum þar sem rekstur er í hagnaðarskyni. ''ý'ktanir: Fagleg og rekstrarleg rök virðast almennt mæla gegn einkarekstrispítalaogháuumfangieinkarekstraríheilbrigðisþjónustunrd. Líklegt er að umfangsmikil einkavæðing heilbrigðisþjónustu vinni gegn meginmarkmiðum félagslegra heilbrigðiskerfa um hagkvæma og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. L 113 Viðhorf samfélagshópa á íslandi til fjármögnunar og reksturs ^eilbrigðisþjónustu Húnar Vilhjálmsson H)úkrunarfræðideild HÍ 'Urarv@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til þess að almenningur í Skandinavíu sly ðji almennt opinberan rekstur og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Lilgangur núverandi rannsóknar var að kanna viðhorf almennings a Islandi til fjármögnunar og reksturs heilbrigðisþjónustunnar. Serstaklega var athugað hvort stuðningur við ólík rekstrarform eða Ijármögnunarleiðir færi eftir þjóðfélagshópum. Lfriiviður og aðferðir: Byggt er á gögnum úr landskönnuninni Heúbrigði og aðstæður íslendinga I. Könnunin fór fram frá september W desember 2006 meðal slembiúrtaks íslendinga, búsettra hérlendis, eldrinum 18-75 ára. Fjöldi svarenda í landskönnuninni var 1532 og heimtur (svarshlutfall) rúmlega 60%. Hiðurstöður: Almenningur á íslandi reyndist almennt fylgjandi Ligslegu heilbrigðiskerfi og er það í samræmi við niðurstöður sLandinavískra rannsókna. Stuðningur almennings við hið félagslega kerfi Var eindregnastur þegar kom að fjármögnun þjónustunnar og rekstri stærri þjónustueininga, lýðheilsustarfsemi og þjónustu við böm. Þeir hópar sem mest eiga undir þjónustu heilbrigðiskerfisins studdu félagslegt heilbrigðiskerfi heldur meir en þeir sem minna þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda (í bili). Ályktanir: Niðurstöðumar benda til að einkavæðing einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar njóti lítils stuðning meðal almennings, en að frekari félagsvæðing ýmissa þátta þjónustunnar hafi almennara fylgi. Á sumum sviðum íslensku heilbrigðisþjónustunnar er einkarekstur umfangsmeiri en almenningur virðist telja æskilegt. E 114 Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda Júlíus Kristjánsson', Sigurður Guðmundsson1'2 ‘Læknadeild HÍ, 2heilbrigðisvísindasviði HÍ juk2@hi.is Inngangur: Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda eru samnefnari fyrir fjölbreyttan hóp smitsjúkdóma. Vanræksla þeirra er talin felast í því hve litla athygli og fjármagn þeir hljóta frá vísindasamfélagi og fjölmiðlum miðað við sjúkdómsbyrði. Einnig búa þeir sem smitast oft við afar lakar þjóðfélagsaðstæður og hafa sjaldnast aðgang að viðunandi heilbrigðisþjónustu. Hér er fjallað sérstaklega um 14 sjúkdóma og smitleiðum þeirra, faraldsfræði, greiningu, forvörnum, meðferð og áhrifum þeirra á samfélög lýst. Athugað er hvort þá megi í raun kalla vanrækta, þá sérstaklega í samanburði við HIV, malaríu og berkla. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust gegnum PubMed og ScienceDirect auk heimasíðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Leitast var við að nota sem nýjastar upplýsingar um faraldsfræði og fjármagn. Um lýsandi tölfræði er að ræða. Niðurstöður: Vanræktu sjúkdómarnir eru mjög algengir og valda mikilli sjúkdómsbyrði. Þeir finnast í mörgum ríkjum heimsins sem langflest teljast til þróunarlanda. Meðferðir og forvamir þeirra geta reynst efnahag margra ríkja ofviða. Áhrif sjúkdómanna á einstaklinga jafnt sem samfélög eru slæm. Fjármagn sem veitt er til rannsókna virðist ekki vera ákvarðað í hlutfalli við sjúkdómsbyrði, dánartíðni, algengi eða nýgengi sjúkdóma. Nú eru starfrækt nokkur verkefni sem leggja áherslu á ákveðna, vanrækta sjúkdóma. Ályktanir: í samanburði við fjármagn sem varið er til rannsókna á HIV, malaríu og berklum má segja að sjúkdómahópurinn sé í raun vanræktur. Þó má draga þá ályktun að ákveðnir sjúkdómar innan hópsins séu vanræktari en aðrir. Ástæður þessarar vanrækslu em líklega samspil margra þátta. Lausn vandans felst ekki í að einblína á sjúkdómana, heldur að taka að auki inn í myndina aðra áhrifaþætti í viðeigandi samfélögum. E 115 Rof á vinnu hjúkrunarfræðinga við lyfjaumsýslu á bráðalegudeildum Helga Bragadóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ helgabra@hi.is Inngangur: Hjúkrun er nákvæmisvinna sem krefst fullrar einbeitingar, ekki síst lyfjaumsýsla hjúkrunarfræðinga. Rannsóknir benda til þess að lyfjamistök séu algeng meðal hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum. Fæst mistök leiða til skaða fyrir sjúklinga en einhver gera það og þá jafnvel til varanlegs skaða. Rannsóknir benda til þess að algengar orsakir lyfjamistaka séu truflanir, aukið vinnuálag, óreynt starfsfólk, þreyta, skortur á verklegri færni, að geta ekki lesið skrift lækna og að lyf séu L LÆKNAblaðið 2011/97 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.