Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 64
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru pör sem leituðu til Landspítala eftir þrjú eða fleiri fósturlát og meðgöngulengd undir 20 vikum. Gerð var litningarannsókn á 23 fylgjuvefssýnum og blóði úr foreldrum. Stökkbreytingaskimun (PCR, bræðslumarkskúrfa, raðgreining) var gerð á SYCP3 geninu með 200 handhófseinstaklinga sem viðmið fyrir erfðabreytileika hjá fslendingum. Örflögugreining var gerð með 720K útraða CGH flögu (NimbleGen). Niðurstöður: Fjórtán fóstur voru með mislitnun eða tíglun, tvö með fjöllitnun og sjö með eðlilega litningagerð. Foreldrarnir voru allir með eðlilega litningagerð. Við stökkbreytigreiningu á SYCP3 geni í 11 mislitna fóstrum og foreldrum fannst 5 basa úrfelling í innröð, sem talin er breyta splæsingu, hjá einni móður. Örflögugreining fann úrfellingar í tveimur fóstrum sem hugsanlega skýra fósturlát. Önnur úrfellingin var um 6 kb í RERE geni og virðist vera ný en hin var um 17 kb í FOXGl geni sem er genagreypt. Alyktanir: SYCP3 stökkbreytingar hjá móður, ef fóstur eru mislitna og háskerpu örflögugreining á öllum útröðum hjá fóstrum með eðlilega litningagerð, greina orsakir endurtekinna fósturláta hjá hluta para. E 147 Áhrif efnahagshrunsins á íslandi 2008 á tíðni fyrirbura- og léttburafæðinga Védís Helga Eiríksdóttir1, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir2, Ragnheiður Bjamadóttir3, Unnur Anna Valdimarsdóttir1 ’Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2hagfræðideild HÍ, 3kvennadeild Landspítala vedis.helga@gmail.com Inngangur: Léttburar (LB) og fyrirburar (FB) eru í aukinni áhættu á ýmsum heilsufarsvandamálum hvort sem litið er til skemmri og lengri tíma. Mögulegir orsakavaldar léttbura- og fyrirburafæðinga eru streituvaldandi atburðir og sálræn streita. Rannsóknir benda til þess að efnahagslægðir geti haft neikvæð áhrif á sálræna heilsu, meðal annars vegna streitu sem fylgir þröngum efnahag og atvinnuleysi í kreppu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýgengi léttbura- og fyrirburafæðinga á íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar í október 2008 og bera saman við nýgengi undanfarinna ára. Efniviður og aðferðir: Um var að ræða ferilrannsókn þar sem fæðingaskrá var notuð til að greina íslenskar konur sem eignuðust lifandi fædda einbura hérlendis frá 1/1 2006 til 31/12 2009. Börn sem vega undir 2500 g við fæðingu eru skilgreind sem léttburar og börn fædd fyrir 37. viku meðgöngu sem fyrirburar. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að reikna líkindahlutfall á léttbura- og fyrirburafæðingum á krepputíma (eftir 1/10 2008) samanborið við tímann fyrir kreppu. Niðurstöður: Alls fæddu 16.262 konur einbura á tímabilinu, 11.036 fyrir kreppu og 5226 eftir kreppu. Eftir að leiðrétt var fyrir aldri móður, fæðingarmáta, búsetu, háþrýstingi, sykursýki, fæðingarmánuði, atvinnustöðu, fjölda fyrri fæðinga, kyni bams og meðgöngulengd (í léttburalíkani) var líkindahlutfall léttburafæðinga 1,30 (95% CI 0,95-1,79) en 1,05 (95% CI 0,89-1,23) fyrir fyrirburafæðingar. Alyktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna tilhneigingu til aukningar á tíðni léttburafæðinga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Mikilvægt er að fylgjast áfram með heilsufari verðandi mæðra og barna þeirra í efnahagskreppunni. E 148 Engin tengsl milli tannholdsbólgu og fyrirburafæðinga. Seinni rannsókn á íslandi W. Peter Holbrook1, Hildur Káradóttir, Andrew Brooks3, Amar Hauksson1 Alexander Smárason5, Sigfús Þ. Nikulásson', Þórarirm Sigurðsson23,P.G. Lárson6 'Tannlæknadeild HÍ, nanniæknastofunni Glerárgötu, Akureyri, 3Háskólanum á Akureyri, 4Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, 5Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 6Skövde, Svíþjóð phol@hi.is Inngangur: I erlendum rannsóknum hafa fundist tengsl milli tannholdsbólgu og fyrirburafæðinga. í forransókn á íslandi 2004, tókst ekki að sýna fram á tengsl milli vægrar tannholdsbólgu og fyrirburafæðinga. Markmiðið var að kanna með stærri rannsókn hvort slík tengsl finnist með því að ná til stærri hóps mæðra með verri tannholdsbólgu. Efniviður og aðferðir: Rannsókn náði til 396 kvenna. Skráð var ástand tannholds og tannholdsbólgu (PSR skor), auk þess heilsufarssaga og nákvæmar upplýsingar um heilsufar og sjúkdóma á meðgöngu og í fæðingu, þar með talin meðgöngulengd og fæðingarþyngd bams. Tekið var ræktunarsýni frá skeið. Niðurstöður: Þrettán konur (3,3%) fæddu fyrirbura (<259 dagar) og sex þessara bama voru einnig léttburar (<2560 gr.). Engin tengsl fundust milli fæðingarlengdar og PSR skors (p=0,068), eða milli fæðingarþyngdar og PSR skors þótt beitt væri næmnigreiningu (p=0,072). Ekki fundust marktæk tengsl milli fyrirburafæðinga og eins eða fleiri sjöttunga (í tanngómi) sem höfðu PSR skor 3 eða 4. Ólíkt forrannsókninni fundust nú ekki tengsl milli reykinga og fyrirburafæðinga (9,9% reyktu alla meðgönguna). Ekki fundust tengsl fyrirburafæðinga við skort á lactobacillus í stroki frá leggöngum né við nærveru ccmdidiasis í stroki. Einu marktæku tengslin við fyrirburafæðingar voru fyrri saga um fyrirburafæðingu og það að kona mætti sjaldnar í meðgöngueftirlit. Ályktanir: í þessari seinni og mun stærri rannsókn á íslenskum þunguðum konum tókst ekki að finna tengsl tannholdsbólgu við hættu á fæðingu fyrirbura eða léttbura. Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og góðar félagslegar aðstæður á Islandi gætu skýrt þennan mun sem rannsókn okkar sýnir í samanburði við erlendar rannsóknir. E 149 Reynsla af fæðingu og val á verkjameðferð eftir þátttöku í foreldrafræðslunámskeiði Helga Gottfreðsdóttir Hjúkrunarfræðideild ljósmóðurfræði HÍ, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hetgagot@hi.is Inngangur: Á hverju ári sækja rúmlega 1000 manns skipulagða fæðingarfræðslu sem boðin er af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eitt af aðalmarkmiðum fræðslunnar er að þátttakendur geti valið af þekkingu milli mismunandi fæðingarstellinga, verkjameðferðar og fleira og að auka sjálfsstyrk, sjálfshjálp og draga úr kvíða varðandi fæðinguna. Hér er sjónum beint að reynslu kvenna af fæðingu og notagildi fæðingarfræðslu í fæðingu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er með tilraunasniði og þýðið allir verðandi foreldrar sem sóttu fæðingarfræðslu á vegum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins yfir þrettán mánaða tímabil. Úrtakið var það sama og þýðið og voru sendir tveir spumingalistar til 590 para. Upplýsinga var aflað eftir þátttöku á námskeiði og eftir fæðingu barns. SPSS tölfræðiforritið var notað við úrvinnslu. Aðallega er notuð lýsandi tölfræði og fylgnipróf eftir því sem við átti. Niðurstöður: Fyrri listanum svöruðu 227 verðandi mæður en þeim seinni 117 nýbakaðar mæður. Almennt telja konurnar að fræðslan hafi 64 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.