Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 73
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 áhrif á bæði krabbameinsfrumur og á malaríusníkilinn in vitro. Þáttur úr C. pallescens hindraði lifun krabbameinsfrumna mest og reyndist IC50 vera um 6 pg/mL. Þáttur úr M. polymorpha hindraði hins vegar fjölgun malaríusníkilsins mest, eða um 98% í styrknum 12,5 pg/mL. Alyktanir: Þættir úr íslenskum soppmosum innihalda áhugaverð efni sem vert er að skoða frekar gegn bæði krabbameinsfrumum og malaríusníklinum in vitro. Framhald verkefnisins miðar þess vegna að því að hreinsa og byggingargreina virku efnin í þessum þáttum og staðfesta virkni hreinna og vel skilgreindra efna. E 175 Samanburður á tveimur plastblendiefnum eftir fimm ár Sigfús Þór Elíasson, Svend Richter Tanniækningastofnun, tannlæknadeild HÍ sigfuse@hi.is Inngangur: Á undanfömum árum hefur verið leitast við að finna nýtt plastblendi sem dregst minna saman. Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman gæði og endingu tveggja jaxlafyllingarefna. Hfniviður og aðferðir: Borin vom saman Hermes, sem er nýtt silorane plastblendi sem dregst minna saman við hvörfun með Hermes bindiefni (3M ESPE) og hins vegar Tetric Ceram, sem er hefðbundið bis-GMA plastblendi með AdheSE bindiefni (Vivadent). Bæði bindiefnin eru sjálfætandi. Efnin voru sett í tennur fullorðinna sem þurftu að minnsta kosti tvær boxlaga II. klassa fyllingar af svipaðri stærð. Samtals voru sett 53 fyllingarpör. Fyllingamar vom metnar af tveimur tannlæknum eftir einfölduðu USPHS skráningakerfi. Niðurstöður: Ein Tetric fylling hafði verið fjarlægð vegna viðkvæmni og ekki náðist í tvo einstaklinga, þannig að eftir fimm ár voru 50 fyllingarpör skoðuð. Allir snertipunktar voru metnir innan eðlilegra marka. Yfirborðssléttleiki fyllinga og tannholdsástand var óbreytt. Engin tannáta fannst meðfram brúnum fyllinga. Kvamast hafði úr þremur Tetric og fimm Hermes fyllingum og rúmlega þriðjungur beggja fyllingarefnanna voru metnar með niðurbrot við brúnir. Mislitanir meðfram samskeytum fundust hjá 50% Tetric og 64% Hermes fyllinga. Alvarlegar mislitanirnar voru marktækt fleiri meðfram Hermes fyllingum. Einnig voru marktækt fleiri Hermes fyllingar metnar með einhver merki um slit. Ályktanir: Slit virðist vera vandamál, sérstaklega hjá Hermes plastblendi. Niðurbrot brúna og há tíðni mislitana meðfram brúnum beggja fyllingartegunda bendir til að bæta þurfi eða breyta um tannbindiefni. Minni samdráttur við hvörfun virðist ekki duga til. E 176 Notkun tannfyllingarefna á íslandi Svend Richter, Sigfús Þór Elíasson Tannlækningastofnun, tannlækningadeild HÍ svend@hi.is Inngangur: Upplýsingar um notkun tannfyllinga eru mikilvægar þegar meta á þátttöku hins opinbera í tannlæknaþjónustu, við kennslu fannlæknanema og fyrir tannlækna almennt. Fáar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi. Árin 1983 og 2000 gerðu sömu höfundar rannsókn á notkun og endingu tannfyllinga á íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa Ijósi á hugsanlega breytta notkun fyllingarefna, ástæðum fyrir gerð og endurgerð þeirra og meta endingartíma fyllinga í Ijósi breytinga á efnisvali. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar á tannfyllingum og endurgerð þeirra. Tannlæknar á stofum voru beðnir að skrá fyrirfram skilgreindar ástæður fyrir gerð 100 tannfyllinga, vali fyllingarefna, lögun (klössum) og endingu þeirra ef um endurfyllingu var að ræða. Niðurstöður: Upplýsingar fengust um nálægt 8000 fyllingar. Niðurstöður sýna marktækt aukna notkun plastblendis í álagssvæði jaxla. Notkun amalgams, sem var aðal fyllingarefnið í flokki I í jaxlafyllingum 1983 (55,2%) og hafði lækkað í tæp 15% árið 2000, er nú að mestu horfið. Einnig reyndist amalgam að mestu horfið í allar tegundir fyrstu fyllinga. Það er þó enn notað nokkuð við endurgerð stærri fyllinga í flokki II í aftari jaxla eldra fólks. Eldri tannlæknar velja oftar amalgam í stórar jaxlafyllingar þar sem yngri tannlæknar nota nánast eingöngu tannlitað fyllingarefni. Hlutfall upphafsfyllinga og endurfyllinga var nánast það sama og árin 2000 og 1983. Aukning hefur orðið á óskum fólks um að heilum amalgam fyllingum sé skipt út fyrir tannlituð fyllingarefni. Ályktanir: Notkun plastblendis í álagsfleti jaxla eykst stöðugt. Með sömu þróun mun notkun amalgams hverfa að mestu. Aðalástæður fyrir gerð og endurgerð fyllinga hafa lítið breyst. Breytingar tengjast bættum fyllingarefnum. E 177 Hámörkun á eðlisefnafraeðilegum eiginleikum sílikon forðalyfjaforma með skipulögðu tilraunamynstri og in vitro húðtilraunir Bergþóra S. Snorradóttir1, Pálmar I. Guðnason2, Freygarður Þorsteinsson2, Már Másson1 'Lyfjafræöideild HÍ, Yíssuri hf. bss@hi.is Inngangur: f framhaldi af fyrri niðurstöðum, með notkun sílikonfjölliða og bólgueyðandi lyfja, var ákveðið að nota skipulagt tilraunamynsturs (STM) forrit (MODDE) til að hámarka eðlisefnafræðilega eiginleika sílikon forðalyfjaforms. Forðalyfjaformið inniheldur lyfjaagnir og hjálparefni í misháum styrk. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að framleiða fjölliðu með góða efnaeiginleika og hámarka lyfjalosun í gegnum húð með hjálparefnum. STM forritið lagði til að nota D-hámörkunarhönnun fyrir okkar kerfi. Slík tölvustýrð hönnun býður upp á sveigjanleika til aðlögunar að hverju vandamáli fyrir sig. Lyfjalosun var mæld í Frans- flæðisellum og efnisstyrkur forðakerfanna var mældur með teygnimæli. Niðurstöður: STM var notað til að takmarka fjölda tilrauna sem þurfti til að hámarka lyfjalosunarkerfið. Þetta gerði mögulegt að breyta þáttum samtímis í samræmi við vel skipulagða áætlun, í fyrsta lagi með því að skanna áhrifaþættina, í öðru lagi með hámörkuninni og í þriðja lagi með því að prófa lyfjalosun á hámarkaða kerfinu í gegnum húð. Út frá hámörkunartilrarmunum lagði forritið til samsetningu á sílikonhimnum sem voru í framhaldinu framleiddar og lyfjalosun prófuð í gegnum hitaaðskilda mannshúð. Hjálparefnin sem notuð voru í húðtilraununum juku lyfjalosun úr sílikoninu fjór- til sjöfalt (háð lyfjastyrk). Ályktanir: Hámarkaða sílikonfjölliðukerfið hefur góða eðlisefna- fræðilega eiginleika til notkunar í lækningartæki og mætti því íhuga þau til notkunar í hjálpartæki og þar með að sameina lyfjalosun og gervihlutaverkun. LÆKNAblaöið 2011/97 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.