Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 75
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum, hefur jákvæð áhrif í sumum langvinnum bólgusjúkdómum og einnig í sumum sýkingum. Flakkboðinn CCL2 er mikilvægur í togi mónócýta úr beinmerg í blóð og einnig úr blóði til heilbrigðra og sýktra vefja. CCL2 binst flakkboðaviðtakanum CCR2 sem er tjáður af undirgerð mónócýta sem gjarnan eru kallaðir hefðbundnir eða bólgumónócýtar. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif fiskolíu á yfirborðssameindir mónócýta og styrk flakkboða í blóði músa. Efniviður og aðferðir: Kvenkyns C57BL/6 mýs fengu fóður byggt á vestrænu fæði með eða án 2,8% fiskolíu. Helmingur músanna í hvorum hóp var sprautaður með inneitri (lípópólísakkaríð, LPS) í kviðarhol þremur eða 48 klst. áður en blóði var safnað. Yfirborðssameindir og flakkboðaviðtakar á blóðfrumum voru greindir í frumuflæðisjá og styrkur CCL2 í sermi mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíu voru með minna hlutfall af hefðbundnum mónócýtum í blóði en mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Eftir sprautun með inneitri jókst hlutfall hefðbundinna mónócýta í blóði músa sem fengu fiskolíu en ekki í blóði músa sem fengu viðmiðunarfóður. Styrkur CCL2 í sermi heilbrigðra músa sem fengu fiskolíu var minni en styrkur CCL2 í sermi músa sem fengu samanburðarfóður. Hins vegar var styrkur CCL2 í sermi LPS- sprautaðra músa sem fengu fiskolíu meiri en í sermi músa sem fengu viðmiðunarfóður. Alyktanir: Niðurstöðumar benda til þess að fiskolía hafi dempandi áhrif á bólguvirkni í jafnvægi og ef til vill í langvinnri bólgu en auki hins vegar bólguviðbragð eftir sýkingu. Dempandi áhrif fiskolíu í heilbrigðum músum samræmist jákvæðum áhrifum hennar á langvinna bólgusjúkdóma en aukið bólguviðbragð gæti að hluta skýrt jákvæð áhrif hennar í sumum sýkingum. E 182 Áhrif fiskolíu í fóðri músa á hjöðnun (lausnarfasa) bólgu Valgerður Tórnasdóttir121, Amór Víkingsson* 2, Jóna Freysdóttir2-3, Ingibjörg Harðardóttir1 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 3ónæmisfræðideild Landspítala valgerd@hi.is Inngangur: Tíðni langvinnra bólgusjúkdóma hefur aukist á Vesturlöndum síðustu áratugi. Ein möguleg skýring á þv£ er minnkuð bólguhjöðnun samfara breyttu mataræði. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif fiskolíu í fóðri músa á myndun og hjöðnun bólgu. Efniviður og aðferðir: Mýs fengu fóður með eða án fiskolíu og voru bólusettar með BSA og mild lífhimnubólga mynduð. Kviðarholsfrumum og -vökva var safnað á nokkrum tímapunktum. Yfirborðssameindir á frumum voru skoðaðar í frumuflæðisjá. Styrkur frumu- og flakkboða í kviðarholsvökva var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Þremur stundum eftir myndun lífhimnubólgu höfðu tnýs sem fengu fiskolíubætt fóður fleiri neutrófíla í kviðarholi og styrkur IL-6, IL-12, KC, MlP-la og MCP-1 var hærri en hjá músum sem fengu viðmiðunarfóður. Eftir 12 klst. voru hins vegar færri neutrófílar í kviðarholi músa í fiskolíuhópnum og styrkur IL-12 lægri. Fjörutíuogátta klst. eftir myndun lífhimnubólgu var hlutfall eosínófíla í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu hærra en í viðmiðunarhópi og makrófagar tjáðu meira af hlutleysis flakkboðaviðtakanum D6. Þá var styrkur TGF-þ í kviðarholsvökva einnig hærri. Fimm og 10 dögum eftir lífhimnubólgumyndun tjáðu makrófagar meira af D6 sem og af flakkboðaviðtakanum CCR7 og styrkur TGF-þ var hærri en hjá viðmiðunarhópi. Um frumniðurstöður er að ræða og munur milli hópanna ekki í öllum tilvikum tölfræðilega marktækur. Unnið er að endurtekningu tilraunanna. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður benda til að í upphafi bólgusvarsins auki fiskolía bólguhvetjandi boðefni en á síðari stigum bólgusvarsins auki fiskolíugjöf bólguhemjandi boðefni og tjáningu á sameindum sem eru mikilvægar fyrir hjöðnun bólgu. Þannig er mögulegt að fiskolía geri viðbrögð við bólguáreiti hnitmiðaðri og stuðli að hámarks árangri ónæmissvarsins. E 183 Fiskolía eykur hlutfall neutrófíla í blóði og kviðarholi músa fjörutíu og átta stundum eftir sprautun með inneitri Hildur H. Arnardóttir1-2-3, Jóna Freysdóttir1'2'3, Ingibjörg Harðardóttir1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 3ónæmisfræðideild Landspítala ih@hi.is Inngangur: Fiskolía hefur jákvæð áhrif í sumum langvinnum bólgusjúkdómum og einnig í sumum sýkingum. Flakkboðarnir CXCLl (KC), CXCL2 (MIP-2) og CCL3 (MlP-la og viðtakarnir sem þeir bindast gegna mikilvægu hlutverki í togi neutrófíla á sýkinga- og bólgustaði. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif fiskolíu á styrk flakkboða og á flakkboðaviðtaka á frumum í sermi og kviðarholsvökva músa. Efniviður og aðferðir: Kvenkyns C57BL/6 mýs fengu fóður byggt á vestrænu fæði með eða án 2,8% fiskolíu. Helmingur músanna í hvorum hópi var sprautaður með inneitri (LPS) í kviðarhol þremur eða 48 klst. áður en blóði og kviðarholsvökva var safnað. Yfirborðssameindir og flakkboðaviðtakar á blóð- og kviðarholsfrumum voru greindir í frumuflæðisjá. Styrkur CXCLl, CXCL2 og CCL3 í sermi og kviðarholsvökva var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Sérstæðir neutrófílar, sem voru stærri og minna kymdir en aðrir neutrófílar, greindust í blóði músa sem höfðu verið sprautaðar með LPS. Mýs sem fengu fiskolíu voru með hærra hlutfall af þessum sérstæðu neutrófílum en mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Mýs sem fengu fiskolíu voru einnig með hærra hlutfall hefðbundinna (allra) neutróffla í kviðarholi en mýs sem fengu viðmiðunarfóður, 48 klst. eftir LPS sprautun. Þá jók fiskolía styrk CCL3 bæði í sermi og kviðarholsvökva þremur og 48 klst. eftir sprautun með inneitri. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að fiskolía hafi áhrif á tog neutróffla í blóð og kviðarhol í kjölfar sýkinga og að áhrif hennar gætu að hluta til verið vegna áhrifa á flakkboðann CCL3. Aukinn fjöldi neutróffla í blóði og kviðarholi bendir til sterkara ónæmissvars sem gæti mögulega haft jákvæð áhrif í ónæmisbælingu sem á sér stað í kjölfar bráðablóðeitrunar. E 184 Sumarexem, smámýsofnæmi í hrossum. Bólusetning í húð og í eitil með smámýs ofnæmisvökum með og án IC31Ó ónæmisglæði Sigurbjörg Þorsteinsdóttir', Sigríður Jónsdóttir1, Eliane Marti2, Eman Hamza2, Jozef Janda2, Ben Wizel3, Vilhjálmur Svansson' 'Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss, 3Intercell Vín, Austurríki sibbath@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi af gerð I í hrossum gegn próteinum sem berast við bit smámýs (Culicoides spp). Exemið er vandamál í islenskum hestum sem fluttir eru út. Við höfum framleitt ofnæmisvakana LÆKNAblaðið 2011/97 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.