Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 82
XV VISINDARAÐSTEFNA FYLGIRIT 66 H í og greinist hjá næstum helmingi sjúklinga. Þetta er frekar hátt hlutfall en í erlendum rannsóknum er tíðni gáttatifs oftast á bilinu 17-35%. Áhættuþættir hérlendis eru svipaðir og lýst hefur verið í öðrum rannsóknum. E 203 Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur, bólguþættir og áhætta á gáttatifi eftir hjartaskurðaðgerð Lára Björgvinsdóttir12, Ólafur Skúli tndriðason3, Ragnhildur Heiðarsdóttir12, Davíð O. Amar!i, Bjarni Torfason2'5, Runólfur Pálsson13, Kristin Skogstrand6, David M. Hougaard6, Guðrún V. Skúladóttir1’2 ^Lífeðlisfræðistofnun, 2læknadeiid HÍ, ^nýrnalækningaeining, 4rannsóknastöð hjartasjúkdóma og hjartaiækningaeining.u 5brjóstholsskurðlækningadeild Landspítaia, 6Dept. of Clinical Biochemistry Statens Serum Institut, Kaupmannahöfn Iab3@hi.is Inngangur: Gáttatif er algeng hjartsláttartruflun eftir opna hjartaaðgerð. Hár aldur, flókin aðgerð og bráð bólgusvörun eru talin auka áhættu á gáttatifi eftir slíka aðgerð. Ómega-3 fjölómettuðu fitusýrumar (FÓFS), eikósapentaensýra (EPA) og dókósahexaensýra (DHA) eru forverar hemjandi bólguþátta og ómega-6 FÓFS arakidónsýra (AA) er forveri bæði hvetjandi og hemjandi bólguþátta. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband hlutfalls þessara FÓFS í himnum rauðra blóðkorna (RBK) og styrks ýmissa hvetjandi og hemjandi bólguþátta og tengsl þessara þátta við tilkomu gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á 168 sjúklingum sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á Landspítala. Viku fyrir aðgerð voru blóðsýni tekin úr sjúklingum og hlutfall fitusýra í himnum rauðra blóðkorna ákvarðað og styrkur bólguþátta í blóðvökva mældur með ELISA-aðferð. Endapunktur rannsóknarinnar var gáttatif sem stóð í meira en 5 mínútur. Niðurstöður: Sjúklingar sem fengu gáttatif (54,2%) voru eldri en þeir sem fengu ekki gáttatif (69 ára; spönn 45-82 ára) samanborið við 65 ára (43-79; P<0,001). Að meðaltali var hlutfall bæði EPA og DHA í himnum rauðra blóðkorna tiltölulega hátt. Enginn munur var á hlutfalli AA, EPA og DHA í himnum rauðra blóðkorna eða á styrk hvetjandi eða hemjandi bólguþátta hjá sjúklingum sem fengu gáttatif og þeirra sem ekki fengu gáttatif. Jákvæð tengsl voru milli hlutfalls AA og styrks hvetjandi bólguþáttarins TNF-fl (r=0,208, P<0,01) og neikvæð tengsl voru á milli hlutfalls DHA og styrks hvetjandi bólguþáttarins IL-18 (r=- 0,252; P<0,01). Ályktanir: Tíðni gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð á íslandi er há eins og erlendis. Tíðnin virðist óháð styrk ómega-3 FÓFS í himnum RBK. Ómega-3 FÓFS virðast hafa áhrif á bólgusvörun en tengsl bólguþátta við gáttatif þarf að rannsaka betur. E 204 Afturvirk lýsandi rannsókn á breytingum á áhættuþáttum hjá kransæðasjúklingum sem fengið hafa hjúkrunarmeðferð á göngudeild kransæðasjúklinga Inga Valborg Ólafsdóttir1, Helga Jónsdóttir2, Helga Lára Helgadóttir2, Margrét Leósdóttir’ 'Landspítala, !hjúkrunarfræðideild HÍ, 3Háskólasjúkrahúsinu UMAS Malmö ingavo@landspitali.is Inngangur: Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærs heilsubrests og dauðsfalla á Vesturlöndum, þar með talið á íslandi. Stjórnun áhættuþátta hjá þeim sem eru í áhættuhópi og hjá þeim sem hafa greinst með sjúkdóm getur dregið úr framvindu sjúkdómsins. Gefnar hafa verið út klínískar leiðbeiningar þar að lútandi. Tilgangur þessarar afturvirku lýsandi rannsóknar var að kanna stöðu áhættuþátta hjá þeim sem sótt hafa hjúkrunarmeðferð á göngudeild kransæðasjúklinga á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Staða áhættuþátta og lifnaðarhátta við upphaf meðferðar var borin saman við stöðu við lok hennar. Úrtakið voru 80 einstaklingar, innlagðir á hjartadeild Landspítala vegna kransæðasjúkdóms árið 2007 sem komu í tvö eða fleiri viðtöl á göngudeild kransæðasjúklinga eftir útskrift. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nær allir breyttu einhverjum lifnaðarháttum á meðferðartímanum. Stór hluti sjúklinganna (77%) hafði aukið hreyfingu sína (p=0,03). Meirihluti reykingafólks (65%) hætti að reykja við innlögn á sjúkrahús og virtist ekki byrja aftur en 15% af úrtaki reykti enn í lokaviðtali (svipað og í fyrsta viðtali). Langflestir sjúklinganna voru yfir kjörþyngd (90%) og 40% voru of feitir og breyttist það ekki á meðferðartímanum. Mikill meirihluti sjúklinganna sagðist í lokaviðtali hafa breytt mataræði eftir veikindin og voru það mun fleiri en í fyrsta viðtali (p=0,001). Færri sjúklingar greindu frá streitu í lokaviðtali en í upphafi meðferðar (p=0,001). Meirihluti sjúklinganna (60%) var með of háan blóðþrýsting í fyrsta viðtali og lokaviðtali (al30/80 mmHg). Ályktanir: Helstu ályktanir sem draga má af rannsóknarinni eru að góð breyting varð á stöðu áhættuþátta hjá þeim sem sóttu meðferð á göngudeildinni en margir þættir hefðu mátt verða betri. Auka þarf stuðning við þá sem reykja, og þá sem þurfa að léttast og bæta þarf blóðþrýstingsstjórnun. 82 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.