Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 83
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 AGRIP VEGGSPJALDA V 1 Cystatín C mýlildi er eytt af mónócýtum Guðrún Jónsdóttir', Jón M. Einarsson2, Jóhannes Gíslason2, Ólafur E. Sigurjónsson3-4, Finnbogi Þormóðsson', Pétur Henry Petersen1 'Rannsóknastofu í taugalíffræði og rannsóknastofu í líffærafræði læknadeild I IÍ.'Genís ehf., 'Blóðbankanum, 'tækni- og verkfræðideild HR gujW@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing af íslensku gerðirtni er séríslenskur sjúkdómur þar sem stökkbreytt Cystatín C fellur út sem mýlildi (e. amyloid) í heilaæðum sjúklinga sem dregur þá til dauða langt um aldur fram. Aþ-mýlildi er eirtn meginorsakavöldum Alzheimerssjúkdómsins en vitað er að átfrumur ónæmiskerfisins, makrófagarnir, taka upp a(S- mýlildi. Makrófaga er hægt að virkja til aukins áts með til dæmis kítíni. Ekki er vitað hvort makrófagar geti einnig tekið upp Cystatín C mýlildi. Forverar makrófaga í líkamanum eru mónócýtar en í þessari rannsókn var kannað hvort THP-1 mónócýtu frumulínan og makrófagar gætu tekið upp Cystatín C mýlildi. Efniviður og aðferðir: Cystatín C mýlildi var einangrað úr heilavef einstaklinga með arfgenga heilablæðingu, post mortem. Sýni af mýlildinu voru þurrkuð á þekjuglerjum, THP-1 mónócýtar settar út á í tvo daga og mótefnalitað fyrir frumunum og Cystatín C. Myndir af mýlildislaginu voru teknar með confocal smásjá. Western blottun var gerð á frumuæti af mónócýtum og makrófögum í rækt með eða án Cystatín C mýlildis í fimm daga. Niðurstöður: Með Western blottun sést að Cystatín C margliður minnka að magni í ræktum sem innihalda THP-1 mónócýta. Makrófagar sýna ekki sambærilega magnbreytingu á Cystatín C í rækt. THP-1 mónócýtar sýna einnig meltingu á Cystatín C mýlildislagi á þekjugleri. Alyktanir: Ekki hefur áður verið sýnt fram á upptöku Cystatín C mýlildis í neinum frumugerðum. Mónócýtarnir sýna upptöku á stökkbreyttu Cystatín C ólíkt makrófögunum. Það gæti útskýrt hvers vegna útfellingar á próteininu eiga sér stað í æðakerfinu frekar en í taugavef. Hugsanlegt er að með því að virkja makrófagana með til dæmis kítínafleiðum væri hægt að virkja makrófagana til upptöku á Cystatín C mýlildi en slíkt gæti mögulega verið meðferðarúrræði við mýlildissjúkdómum. V 2 Skilgreining á stofnfrumueiginleikum VA10 lungnaþekjufrumulínunnar Hulda Rún Jónsdóttir1-2, Þórarinn Guðjónssonu, Magnús Karl Magnússon'W Sigríður Rut Franzdóttir1-2 'Rarmsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri, 'rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, "rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ htfí mhi.is Imigangur: Vefjasértækar stofnfrumur gegna lykilhlutverki við myndun °g viðhald vefja. í lungum manna eru svokallaðar basalfrumur taldar sinna stofnfrumuhlutverki og endurnýjun annarra frumna. Frumulínan ^AlO er þróuð úr mennskri lungnaþekju og ber eiginleika basal frumna. 1 verkefninu voru stofnfrumueiginleikar VAIO skoaðir nánar með því að nota yfirborðssameindir til þess að einangra undirhópa innan frumulínunnar og kanna eiginleika þessara frumuhópa í tví- og þrívíðri rækt. Efniviður og aðferðir: Margar yfirborðssameindir hafa verið tengdar stofnfrumusvipgerð og er EpCAM viðloðunarsameindin (Epithelial Cell Adhesion Molecule) ein þeirra. í verkefninu voru prófaðar hreinsanir með ýmsum yfirborðssameindum en byrja á EpCAM. EpCAM+ og EpCAM- VAIO frumur voru einangraðar með segulbundnum mótefnum og sáð var í ýmis ræktunarkerfi til að meta getu þeirra til að líkja eftir sérhæfingu lungnaþekjunnar og til vaxtar án viðloðunar (stofnfrumupróf). Einnig voru framkvæmdar mótefnalitanir og Western blottun til að meta tjáningu próteina (til dæmis keratíns , E-og N-kadheríns). Niðurstöður: Við einangruðum tvo hópa innan VAIO, EpCAM+ og EpCAM-. EpCAM+ frumur tjá meira af CK14 borið saman við EpCAM- . Einnig var nokkur svipgerðarmunur á neikvæðum og jákvæðum frumum, þar sem neikvæðu frumurnar voru meira mesenchymal í útliti. Við frekari ræktun virðist svipgerð hópanna tveggja hins vegar líkjast hvor annarri og má þá álykta að EpCAM einangrun valdi ekki stöðugri svipgerð í frumunum. Ályktanir: VAIO frumulínan tjáir EpCAM, þó mismunand milli frumna. EpCAM tjáning frumnanna virðist vera tengd tjáningu á CK14, sem hefur verið skilgreindur sem stofnfrumumarker í músalrmgum. Nauðsynlegt er að kanna nánar, með rannsóknum á öðrum stofnfrumumarkerum, hvort EpCAM tjáning sé í raun tengd stofnfrumusvipgerð. V 3 BMP4 stuðlar að sérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum manna í pípulaga útvöxt Jóhann Frímann Rúnarsson, Svala H. Magnús, Arna Rún Ómarsdóttir, Lena Valdimarsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ jfr1@hi.is, shm1@hi.is Inngangur: Stofnfrumur úr fósturvísum manna (hES frumur) eru fjölhæfar frumur sem geta myndað allar frumugerðir líkamans. Þessir eiginleikar hES frumna hafa opnað möguleika á notkun hES frumna til lækninga á ýmsum sjúkdómum og veitt aukinn skilning á sérhæfingu í snemmfósturþroskun. Til að gera það kleift þarf að kortleggja sérhæfingu þeirra svo hægt sé að gera hana skilvirkari. TGFþ-stórfjölskyldan er mikilvæg í fósturþroskun músa og gegnir mikilvægu hlutverki í nýmyndun æða. Lítið er vitað um þessi áhrif í fósturþroskun mannsins en með tilkomu hES frumna vonumst við til að geta varpað ljósi á áhrif TGFþ-fjölskyldunnar í hES frumusérhæfingu í æðaþelsfrumur. Efniviður og aðferðir: HUES9 frumulínan var ræktuð á MEF frumuundirlagi. Settar voru upp tvær aðferðir til að sérhæfa hES frumur í æðaþelsfrumur: Undirlagið var annað hvort matrígel eða kollagen gerð I. Æti var tvenns konar, F12 eða EGM2 æti, og frumur óörvaðar eða örvaðar með BMP4. Annars vegar voru myndaðir frumuklasar og hins vegar frumukúlur í frumufloti sem hvort tveggja var svo fært yfir á undirlag til sérhæfingar. Til staðfestingar á myndun æðaþelsfrumna var RNA einangrað og qPCR hvarf framkvæmt. Einnig voru gerðar ónæmislitanir á pípulaga útvexti. LÆKNAblaðið 2011/97 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.