Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 90
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 við sóragigt. Breytur sem sýndu tengsl við p-gildi 0,05 eða lægra voru notaðar í fjölþátta aðhvarfsgreiningu. Aldur og kyn voru breytur í öllum fjölþátta greiningum. Niðurstöður: Þátt tóku 1116 sjúklingar með sóra, 56% voru konur. Skellusóri var til staðar hjá 94%, oftast á handleggjum, í hársverði og á fótleggjum (85%, 77% og 71%). Naglbreytingar fundust hjá 36%. Sóragigt var til staðar hjá 183 eða 16%. Nagllos, ofvöxtur naglbeðs og nagldældir tengdust gigt. Fjölþátta aðhvarfsgreining sýndi OR=2,02 fyrir gigt ef nagllos var til staðar, en aðrar undirgerðir naglbreytinga höfðu ekki tölfræðilega marktæk tengsl við gigt. Alls komu 122 (67%) gigtarsjúklinga aftur til skoðunar einu til sex árum síðar. Algengi naglbreytinga hafði aukist frá 36% í 80%. Naglbreytingar hurfu hjá innan við 4% sjúklinga. Alyktanir: Sóragigt hefur tengsl við naglbreytingar. Nagllos er með sterkari tengsl við gigt en aðrar naglbreytingar. Algengi naglbreytinga eykst með tíma og þær hverfa sjaldan. V 23 Veiruhindrandi áhrif þorskatrypsína á Herpes Simplex veiru gerð 1. Hilmar Hilmarsson* 1, Bjarki Stefánsson', Jón Bragi Bjarnason1'2 Ágústa Guðmundsdóttiru 'Raunvísindastofnun, 2verkfræði- og náttúruvísindasviði, 3 * * * * * *matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ hilmarh@hi.is Inngangur:Fyrrirannsóknirsýnaaðpensím,sýrustilltþorskatrypsínlausn sem inniheldur próteinkljúfandi ensím, hefur veiruhindrandi áhrif gegn inflúensu A bæði í tilraunaglösum og á húð. í þessari rannsókn voru veiruhindrandi áhrif pensíms könnuð gegn herpes simplex veiru týpu 1 (HSV-1) í tilraunaglösum, til að kanna frekar áhrif þorskatrypsína gegn veirum. Sýking af völdum herpesveira er ólæknaleg og leggst veiran í dvala í taugahnoðum í líkamanum. Ablástur (frunsur) eru helstu einkenni herpessýkinga en einnig getur veiran valdið heilabólgum og alvarlegum augnsýkingum. Hægt er að halda sýkingum af völdum herpes að einhverju leyti niðri með asýklóvír afleiddum veirulyfjum sem geta hindrað veiruframleiðsluna í líkamanum. En í dag eru komnir asýklóvír lyfjaónæmir stofnar. Efniviður og aðferðir: Mismunandi styrk af pensími var blandað við veirulausn við 37°C í mislangan tíma. Tíföldum þynningum pensím- veirulausna var svo sáð á frumur og fundin út veirudrepandi virkni út frá viðmiðunarlausnum. Niðurstöður: Pensím er mjög virkt gegn HSV-1 í tilraunaglösum, sem dæmi lækkar veirutíter 10 þúsund falt eftir 10 mínútna meðhöndlun með 90 U/ml styrk af pensími. Svipuð virkni fæst einnig með lægri pensím styrk ef meðhöndlunartíminn er aukinn. Ályktanir: Pensím sem inniheldur próteinkljúfandi ensím klippir líklega á yfirborðsprótein HSV-1 og jafnvel frumuviðtaka og nær þannig að trufla og minnka sýkingarmátt veirunnar. Slík áhrif gætu reynst vel í baráttunni gegn lyfajaónæmum herpesstofnum. V 24 Hjúpgerðir og sýklalyfjanæmi pneumókokka hjá heilbrigðum leikskólabörnum Helga Erlendsdóttir1-2, Árni Sæmundsson1, Kolbeinn Hans Halldórsson1, Þórólfur Guðnason,11, Ásgeir Haraldsson1-3, Karl G. Kristinsson1-2 'Læknadeild HÍ, 'sýklafræðideild Landspítala, 'Bamaspítala Hringsins, 'sóttvarnarsviði landlæknisembættisins helgaerl@landspitali. is Inngangur: Minnkað næmi pneumókokka gegn penisillíni hefur undanfarin ár verið um 40% í innsendum öndunarfærasýnum frá börnum á sýklafræðideild Landspítala. Fyrirhugað er að hefja bólusetningu hjá börnum gegn pneumókokkum hér á landi vorið 2011. Til eru þrenns konar próteintengd pneumókokkabóluefni (PCV) sem veita vöm gegn 7, 10 og 13 hjúpgerðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hjúpgerðardreifingu og sýklalyfjanæmi pneumókokka í nefkoki hjá heilbrigðum leikskólabörnum. Efniviður og aðferðir: Nefkokssýni voru tekin úr heilbrigðum leikskólabörnum á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu vorið 2009 og 2010. Leitað var að pneumókokkum, þeir hjúpgreindir og gert næmispróf. Niðurstöður: Þátttakendur voru 516 börn vorið 2009 og 446 börn vorið 2010. Berahlutfall pneumókokka var 72% og 66% og stofnar með minnkað næmi voru 11% og 10%. Algengustu hjúpgerðinar bæði árin voru 6B, 23F og 19F, 40-45% allra hjúpgerða. Hjúpgerð 19A fækkaði um helming milli ára, en hjúpgerðum 14 og 3 fjölgaði um helming. Algengasta hjúpgerðin með minnkað penisillín næmi var 19F, eða alls 71% og 83%. Aðrar hjúpgerðir með minnkað næmi voru 6B og 14. Flestir stofnar með minnkað penisillín næmi voru fjölónæmir. Makrólíða ónæmi var 13% og 12% og bundið við hjúpgerðir 19F, 6B og 14. Af hjúpgerðum pneumókokka sem ræktuðust úr nefkoki barnanna 2009 og 2010 er 56% og 61% að finna í PCV-7 og PCV-10 bóluefninu, en 77% og 79% í PCV-13. Ályktanir: Minnkað penisillín næmi hjá pneumókokkum er umtalsvert heilbrigðisvandamál. Mikilvægt er að fylgjast með breytingum á algengi pneumókokkahjúpgerða til að betur megi spá fyrir um virkni PCV-bóluefna og sýklalyfjanæmi. Alla stofnar pneumókokka með minnkað penisillínnæmi sem ræktuðust í þessari rannsókn er að finna í próteintengdu bóluefnunum. V 25 Hjúpgerðir í ífarandi pneumókokkasýkingum áratuginn fyrir bólusetningu Helga Erlendsdóttir1-2, Þórólfur Guðnason1 J, Karl G. Kristinsson1'2 'Læknadeild HÍ, 'sýklafræðideild Landspítala, ‘sóttvarnarsviöi landiæknisembættisins helgaerl@landspitali. is Inngangur: Fyrirhugað er að hefja bólusetningu hjá börnum gegn pneumókokkum hér á landi vorið 2011. Á markaði eru nú tvenns konar próteintengd pneumókokkabóluefni (PCV), sem veita vörn gegn 10 og 13 hjúpgerðum. Hjúpgerðir í PCV-10 eru; 4, 6B, 9V, 14, 18C, 19F, 23F, 1, 5 og 7F og í PCV-13 bætast við hjúpgerðirnar 3, 6A og 19A. Þessi bóluefni draga mjög úr ífarandi sýkingum pneumókokka, en hafa einnig sýnt virkni gegn lungnabólgum og miðeymabólgum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna mögulega virkni þessarra bóluefna miðað við nýgengi viðkomandi hjúpgerða í ífarandi sýkingum á árunum 2000- 2009. Efniviður og aðferðir: Allar ífarandi pneumókokkasýkingar á landinu öllu eru skráðar á sýklafræðideild Landspítala. Úr þeim gögnum voru teknar upplýsingar um aldur og afdrif sjúklings (andlát), tegund sýkingar (heilahimnubólga/aðrar ífarandi) og hjúpgerð pneumókokkanna. Reiknað var nýgengið og hlutfall sjúklinga í mismunandi aldurshópum með hjúpgerðir tilheyrandi viðkomandi bóluefnum. Niðurstöður: Alls greindust 458 ífarandi pneumókokkasýkingar á landinu öllu síðastliðin 10 ár, árlegt nýgengi 16/100.000 alls, en 87/100.000 hjá <2 ára og 49/100.000 hjá sjúklingum >65 ára. Hjúpgerðir sem tilheyrðu PCV-7 og PCV-10 vom 74% og 86%. Fyrir heilahimnubólgu 90 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.