Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 97

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 97
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 45 Áhættuflokkun sex, tólf og fimmtán ára barna sem tóku þátt í landsrannsókn á tannheilsu 2005 Inga B. Árnadóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón Óskar Guðlaugsson Tannlæknadeild HÍ, Lýðheilsustöð iarnad@hi.is Inngangur: Landsrannsókn á tannheilsu barna ( MUNNÍS) var framkvæmd árið 2005. Það sama ár gaf landlæknisembættið út gagnreyndar leiðbeiningar um varnir gegn tannátu. Nýlega gerði Tannlæknafélags Islands tillögu um forgangsröðun íslenskra barna að tannlæknisþjónustu byggða á gögnum landlæknisembættisins. Markmiðið var að meta dreifingu og fjölda barna í hverjum áhættuflokki Tannlæknafélagsins út frá MUNNÍS gögnum. Efniviður og aðferðir: Tannáta sex, 12 og 15 ára barna var greind eftir ICDAS greiningu (ds (tannáta í barnatönnum)l-6, ds 3-6, DS(tannáta í fullorðinstönnum) 1-6 og DS 3-6) eftir tönn. Síðan var þessi greining flokkuð í þrjá áhættuflokka. Mikil áhætta fyrir sex ára ds (3-6)a4, DS(3- 6)a2, fyrir 12 ára DS(3-6)&4 í sex ára jöxlum, DS (3-6)alí framtönnum og fyrir 15 ára DS(3-6)a8 í forjöxlum/jöxlum, DS(3-6)a2 í framtönnum. Miðlungsáhætta fyrir sex ára ds(l-6)a4, DS(l-6)a2, fyrir 12 ára DS(l-6)a4 í sex ára jöxlum, DS(l-2)alí framtönnum og fyrir 15 ára DS(l-6)a8 í forjöxlum/jöxlum, DS(l-6)&2 í framtönnum. Aðrir voru flokkaðir í litla áhættu. Niðurstöður: Af sex ára börnum voru 68%, af 12 ára 55% og af 15 ára börnum voru 48% í lítilli áhættu. Af sex ára 24,9%, 36,3% 12 ára og 42,2% 15 ára bama voru í miðlungsáhættu. Af sex ára 6,7%, 8,7% 12 ára og 9,8% 15 ára barna voru í mikilli áhættu. Af sex ára teljast 32%, 45% 12 ára og 52% 15 ára barna í áhættu fyrir tannátu. Aðeins var marktækt samband milli áhættuhópa og kyns hjá börnum í 10. bekk (p=0,016 í kíkvaðrat-prófi). Þar voru hlutfallslega fleiri stelpur (52,7%) en strákar (43,8%) í lítilli áhættu (grænn flokkur). Strákar vom hlutfallslega fleiri í miðlungs- og mikilli áhættu (gulur og grænn flokkur). Alyktanir: Samkvæmt skilgreiningu skýrslu landlæknisembættisins um gagnreyndar leiðbeiningar um varnir gegn tannátu telst helmingur íslenskra barna í áhættuhópi vegna tannátu. V 46 Samanburður á mismunandi greiningarkerfum til að meta glerungseyðingu hjá tólf og fimmtán ára börnum Inga B. Árnadóttir', W. Peter Holbrook', Stefán Hrafn Jónsson2 'Tannlæknadeild HÍ, :Lýðheilsustöð Inngangur: Glerungseyðing er algengur sjúkdómur meðal unglinga þar sem mælistika sjúkdómsins hefur verið í prósentum. Nýleg mælistika var notuð til að bera saman áreiðanleika mismunandi greiningar á glerungseyðingu: Basic Erosive Wear Examination (BEWE) og staðlaða aðferð Lussi (AL) á gögnum um glerungseyðingar tíðni fullorðinstanna frá landsrannsókn á munnheilsu barna (MUNNIS 2005). Efniviður og aðferðir: Gögn frá MUNNÍS rannsókn á glerungseyðingu 12 ára (n=757) og 15 ára (n=750) ára barna voru notuð. Þar sem hver fullorðinstönn er greind fyrir glerungseyðingu eftir alvarleikastuðlunum 1-2-3 að staðlaðri AL-aðferð. Gögnin voru yfirfærð til BEWE-aðferðar þar sem hverjum sjöttungi munnholsins er gefin tala eftir alvarleika og síðan eru tölumar lagðar saman til gefa vísbendingu um alvarleikastig L 2 °g 3. Niðurstöður: Af 12 ára bömum greindust 15,7% með glerungseyðingu (19,9% pilta og 11% stúlkna) og BEWE tölur hjá piltum voru hærri en stúlkum (19,9% piltar BEWE 0,22; 11% stúlkna BEWE 0,079; p<0,001). Af 15 ára börnum greindust 30,7% með glerungseyðingu (38,3% pilta, 22,7% stúlkna; p<0,001). Marktækur munur var á meðaltali BEWE-greiningar á milli kynja (1,00 piltar og 0,42 stúlkur; p<0,001). BEWE-index var marktækt hærri hjá einstaklingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu borið saman við landsbyggðina (0,22 og 0,04 við 12 ára (p<0,001) og breyttist til 0,81 og 0,60 hver um sig í þeirri röð sem áður var getið við 15 ára aldur (p<0,001). Af 15 ára piltum greindust 21,6% með BEWE =3 en aðeins 3% stúlkna. Ályktanir: Glerungseyðing tvöfaldaðist frá 12 til 15 ára aldurs og er marktækt meiri hjá piltum en stúlkum. BEWE-aðferð sýnir aukinn alvarleika frá 12 til 15 ára og mælist einnig munur milli kynja og búsetu. Með BEWE-mælingu er hægt að meta þróun glerungseyðingar hjá einstaklingum og hópum sem og meta aðferðir til að fyrirbyggja sjúkdóminn. V 47 Að spyrða saman hjúkrunarfræði, verkfræði og tölvutækni til að varpa Ijósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Helga Bragadóttir'2, Sigrún Gunnarsdóttir1, Helgi Þór Ingason3 ’HjúkrunarfræðideiId HÍ, 2Landspítala, 3iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ heigabra@hi.is Inngangur: Bent hefur verið á að auka þurfi skilvirkni og nýta betur þekkingu í hjúkrun því þannig megi auka öryggi sjúklinga. Þar sem hjúkrun á bráðadeildum er margbrotin vinna framkvæmd í flóknu umhverfi hefur reynst torvelt að birta raunsanna mynd af henni og áhrifaþáttum hennar. Fyrri athugunarrannsóknir hafa fyrst og fremst safnað gögnum með blaði og penna, en takmarkanir slíkra rannsókna eru að þær ná að mæla hluta viðfangsefnisins en ekki heildarmyndina. Tilgangur þessa verkefnis var að þróa aðferð með hjálp tölvutækninnar til safna gögnum sem lýstu vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum svo greina mætti mögulegar úrbætur. Efniviður og aðferðir: Spyrt var saman þekkingu í hjúkrunarfræði og verkfræði og blönduð aðferð notuð til að þróa mælingar á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á tölvutæku formi. Þróunin fól meðal annars í sér greiningu á stöðluðum mælingum, þróun gagnagrunns og viðmóts í handtölvu og prófun mælinga. Niðurstöður: Niðurstöður mælinga af átta vöktum hjúkrunarfræðinga og 10 vöktum sjúkraliða sýndu að 83% af 127 stöðluðum atriðum vinnuathafna og áhrifaþátta voru notuð einu sinni eða oftar, auk mælinga á ferðum þátttakenda milli rýma á deild og tímamælinga sem voru sjálfvirkar í tölvunni. Umtalsverðum gögnum var safnað á áreiðanlegan hátt. Tölvutæku gögnin varpa ljósi á það hverkonar vinna er framkvæmd, hvar, í hvaða röð og hvað hefur áhrif á vinnuna. Ályktanir: Með því að spyrða saman þekkingu í hjúkrunarfræði og verkfræði og með nýtingu tölvutækninnar var fundin ný leið til gagnasöfnunar á flóknu viðfangsefni. Staðlaðar mælingar í handtölvu þar sem eiginleikar tölvutækninnar eru nýttir veittu tækifæri til gagnasöfnunar á umtalsverðum og flóknum gögnum samtímis á skilvirkan hátt. Varpað var heillegri mynd en áður hefur verið sýnd á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þar sem greina má tækifæri til úrbóta. LÆKNAblaðið 2011/97 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.