Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 100
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 Inngangur: Veikindi í fjölskyldum hafa áhrif á fjölskylduna alla. Til að bæta gæði hjúkrunar og efla samstarf við sjúklinga og fjölskyldur hefur hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar verið innleidd á Landspítala. Innleiðingin hófst í mars 2009 með kennslu og eftirfylgd á völdum deildum skurðlækningasviðs Landspítala. Mikilvægt er að meta árangur slíkrar innleiðingar og ein af leiðum til þess er að greina afstöðu þeirra sem sinna þessum þætti þjónustunnar. Markmið rannsókarinnar var að kanna og bera saman viðhorf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til fjölskylduhjúkrunar fyrir og eftir innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á skurðlækningadeild. Efniviður og aðferðir: 1 úrtaki þessarar lýsandi, framvirku þverskurðarrannsóknar voru allir sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar í virku starfi á skurðlækningasviði. Gagna var safnað með netkönnunum vorið 2009 og haustið 2010. íslensk útgáfa FINC-NA® mælitækisins var notuð til að skoða viðhorfin. Listinn var sendur samtals 254 hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum fyrir innleiðingu og 246 eftir innleiðingu. Kruskal-Wallis og Mann-Whitney próf voru notuð til að skoða mun á milli hópa. Marktæknimörk voru sett við ot s0,05. Niðurstöður: Almennt voru viðhorf þátttakenda vorið 2009 jákvæð. Aldur hafði áhrif á viðhorfin á þá vegu að eldri þátttakendur voru jákvæðari. Þá reyndust viðhorf þátttakenda gagnvart ákveðnum þáttum fjölskylduhjúkrunar mismunandi eftir lengd starfsreynslu. Ekki var munur á viðhorfi eftir starfsstéttum. Síðari könnun lýkur í nóvember 2010 og verða niðurstöður hennar bornar saman við þá fyrri. Ályktanir: Niðurstöður síðari könnunarinnar liggja ekki fyrir og því ekki unnt að gera nú grein fyrir breytingum sem orðið hafa á viðhorfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til fjölskylduhjúkrunar. Verður það gert á veggspjaldinu. V 55 Vægi þjónandi forystu og starfsánægju. Forprófun á mælitæki þjónandi forystu á hjúkrunarsviðum sjúkrahúsa á suðvesturhluta landsins Erla Björk Sverrisdóttir', Sigrún Gunnarsdóttir2 'Heima er best, 2hjúkrunarfræðideild HÍ erla@heb.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þjónandi forystu (servant leadership) meðal starfsmanna hjúkrunarsviða á fjórum sjúkrahúsum á Suðvesturlandi og að athuga hvort tengsl væru á milli þjónandi forystu og starfsánægju. Notað var nýtt mælitæki og réttmæti þess og áreiðanleiki kannaður. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er kenning Greenleafs sem fjallar um árangursrík samskipti og samstarf leiðtoga og starfsfólks. Aðalsérkenni þjónandi leiðtoga er viljinn til að þjóna, að nota sannfæringarkraft sem mikilvægasta valdið, hvetja, hrósa og treysta starfsmönnum. Rannsóknir sýna að árangur þjónandi forystu er aukin starfsánægja og betri árangur í starfi. Rannsóknum á þjónandi forystu og áhrifum hennar fer fjölgandi. Nýlegar rannsóknir í hjúkrun sýna að stjómendur sem nota þjónandi forystu stuðla að bættum árangri starfsmanna og starfsánægju. Mikilvægt er að auka þekkingu á þjónandi forystu til að benda á leiðir til að efla starfsfólk og bæta gæði þjónustunnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn og þýðið allir starfsmenn á hjúkrunarsviði fjögurra sjúkrahúsa (n = 300). Prófuð var íslensk þýðing á nýju hollensku mælitæki, The Servant- Leadership Inventory. Starfsánægja var mæld og spurt um bakgrunn varðandi aldur, starfsstað, starfsstétt, starfshlutfall og stjómunarstöðu. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að íslenska útgáfa mælitækisins var bæði réttmæt og áreiðanleg. Þjónandi forysta mældist há og hæst meðal hjúkrunarfræðinga. Meirihluti svarenda er ánægður í starfi, 95,7%, sem er hærra hlutfall en mælst hefur í sambærilegum rannsóknum hér á landi um starfsánægju. Fylgni er milli starfsánægju og allra þátta þjónandi forystu, mest milli starfsánægju og eflingar. Marktæk tengsl em milli þjónandi forystu og bakgrunns þátttakenda nema tengslin við starfshlutfali. Ályktanir: Draga má þá ályktun samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar að þjónandi forysta sé fyrir hendi á hjúkrunarsviði á sjúkrahúsunum fjórum og sé mikilvæg fyrir starfsánægju á þessum stöðum. Styrkjandi og hvetjandi stjórnunarþættir þjónandi forystu hafa jákvæð og eflandi áhrif á starfsfólk. Með því að styrkja þjónandi forystu á heilbrigðisstofnunum má auka starfsánægju og hafa góð áhrif á árangur í starfi. V 56 Herminám í heilbrigðisvísindum Þorsteinn Jónsson Hjúkrunarfræðideild HI thj@internet.is Inngangur: I ljósi færri verknámstækifæra og aukinnar áherslu á öryggi sjúklinga er í meira mæli litið til hátækni hermináms til að brúa bilið á milli fræðilegrar þekkingar og verklegrar færni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf þátttakenda í garð hátækni hermináms í heilbrigðisvísindum. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var lagður fyrir þrjá hópa, alls 107 þátttakendur í lok hermináms skólaárið 2009-2010. Það er nemendur á fjórða námsári í grunnnámi í hjúkrunarfræði (n=85), diplómanemendur í svæfingahjúkrun (n=9) og nýgræðinga í gjörgæsluhjúkrun (n=13). Leitað var svara við fjórum rannsóknarspumingum: 1. Hver var reynsla þátttakenda af hermináminu? 2. Hvernig leið þátttakendum í hermináminu? 3. Hvert er viðhorf þátttakenda til hermináms? 4. Hvað lærðu þátttakendur helst af hermináminu? Niðurstöður: Nær allir þátttakendur voru mjög sammála (77%) eða sammála (22%) því að reynslan af hermináminu hafi verið góð og flestir voru sammála að herminámið endurspeglaði raunvemlegar aðstæður. Þá voru allir (100%) mjög sammála eða sammála því að herminám sé góð leið til þess að tengja saman fræðilega þekkingu og klínískan raunveruleika. Meirihluta þátttakenda (65%) fannst herminámið streituvaldandi. Þá fannst allflestum (99%) mikilvægt að efla herminám í heilbrigðisvísindum. Þá var meirihluti (97%) mjög sammála eða sammála því að herminámið hefði aukið öryggi þeirra gagnvart meðferð mikið veikra sjúklinga. Ályktanir: Þátttakendur greindu frá auknu öryggi í kjölfar hermináms sem þeir telja að muni nýtast beint í klínísku starfi. Hátækni herminám er nýtt kennsluform í heilbrigðisvísindum hér á landi sem reynir á skilning og fæmi þátttakenda á annan hátt en hefðbundnar kennsluaðferðir. V 57 Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra Anna Ólafía Sigurðardóttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2'1 'Kvenna- og bamasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ annaosig@iandspitali.is Inngangur: Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra var könnuð í tengslum við innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á kvenna- og barnsviði á Landspítala haustið 2009. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða 100 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.