Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 101

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 101
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 starfsánægju, þar sem starfsálag, sjálfstæði í starfi og stuðningur á vinnustað var skoðaður á tveimur tímabilum. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða lagtímarannsókn (gögnin verða mæld á þremur tímabilum). Þátttakendur í rannsókninni á tíma 1 voru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem voru í starfi á kvenna- og barnasviði vorið 2009 (79% þátttaka, n=163). Á tíma 2 var rannsóknin framkvæmd vorið 2010 (78% þátttaka, n=161). Leitast var við að svara meginrannsóknarspumingu, er marktækur munur á heildarstarfsánægju (eða undirþáttum) hjá þeim hjúkmnarfræðingum og ljósmæðrum sem hafa a) sótt námskeið í fjölskylduhjúkrun og b) þeim sem hafa framhaldsnám í hjúkrun eða ljósmóðurfræðum. Niðurstöður: Fram kemur í niðurstöðunum að þeir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem höfðu sótt námskeið í fjölskylduhjúkrun á tíma 1 mælast með marktækt hærri heildarstarfsánægju og sjálfstæði í starfi (undirkvarði) en þeir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem ekki höfðu farið á slíkt námskeið (p=0,ll). Auk þess kemur fram að þeir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem eru með framhaldnám í hjúkrun og ljósmóðurfræðum (svo sem diplómanám, meistaranám eða doktorsnám) meta sig marktækt hærra á undirkvarðanum „sjálfstæði í starfi" en þeir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem ekki eru með sambærilegt framhaldsnám bæði á tíma 1 og tíma 2 (p=,008). Munur var á heildar starfsánægju þeirra á tíma 2, en sá munur reyndist ekki vera marktækur (p=,052). Ályktanir: Þessar niðurstöður eru mikilvægar fyrir þróun hjúkrunar og innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Auk þess kemur fram í þessum niðurstöðum að áframhaldandi stuðningur við hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra er mikilvægur á klínískum vettvangi. V 58 Stuðningur við foreldra barna með respiratory syncytial veiru á bráðamótttöku barna Sólrún W. Kamban', Erla Kolbrún Svavarsdóttir2,3 ’Bráðmóttöku bama Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ, 3Landspítala swk1@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að RS veiran (respiratory syncytial virus) getur haft áhrif á öndunarfæri barna sem af henni veikjast öll æskuárin. Rannsóknir á foreldrum þessara barna gefa vísbendingar um að þau gangi í gegnum erfitt tímabil meðan á veikindunum stendur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort stuttar meðferðarsamræður (SM) við hjúkrunarfræðing veiti foreldrum tilfinningu fyrir auknum stuðningi á veikindatímabilinu. I rannsókninni er byggt á hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar Calgary líkansins. Efniviður og aðferðir: Aðlagað tilraunasnið með fyrir- og eftirprófun var notað. Tuttugu og níu fjölskyldum var skipt í tilraunahóp og samanburðarhóp. Tilraunahópnum var boðin hjúkrunarmeðferð í formi stuttrar meðferðarsamræðu við hjúkrunarfræðing en samanburðarhópurinn fékk hefðbundna hjúkrunarmeðferð. Lýsandi tölfræði og dreifigreining fyrir endurteknar mælingar voru notaðar við úrvinnslu á niðurstöðum. Þátttakendur í tilraunahópi voru 23 á T1 með svörun 91,3% á T2 eða 21 þátttakandi. í samanburðarhópnum voru þátttakendur 23 með 87% svörun eða 20 einstaklingar svöruðu á T2. Þátttakendur voru því 46 á tíma 1 og 41 á tíma 2. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mæður sem fá stuttar meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing skynja marktækt meiri stuðning samanborið við mæður í samanburðarhópnum. Hugrænn stuðningur sker sig úr en það er stuðningur sem beinist að fræðslu og að styrkja fjölskylduna í eigin bjargráðum hennar. Niðurstöðurnar sýna einnig að mæður í tilraunahópnum skynja marktækt meiri stuðning en feður eftir stuttar meðferðarsamræður. Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar má álykta að stuttar meðferðarsamræður hafi jákvæð áhrif á skynjaðan stuðning mæðra bama sem veikjast af RS veiru. V 59 Hlutverk skólahjúkrunarfræðinga í að taka á hindrunum og viðhalda samfellu í heilbrigðisþjónustu meðal fjölskyldna unglinga með astma Erla Kolbrún Svavarsdóttir1'2, Brynja Örlygsdóttir' 'Hjúkrunarfræðideild Hí, 2Landspítala eks@hi.is Inngangur: Astmi er alþjóðlegt heilbrigðisvandamál sem kallar á alþjóðlegt samstarf meðal rannsakanda í hjúkrun. Þrátt fyrir framfarir í meðferð á astma er lítið vitað um það hlutverk sem skólahjúkrunarfræðingar hafa til að tryggja samfellu í umönnun barna með astma. Þessi alþjóðlega rannsókn greinir frá hlutverki skólahjúkrunarfræðinga til að tryggja samfellu í heilbrigðisþjónustu fyrir unglinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í Minnesota í Bandaríkjunum. Efniviður og aðferðir: Hugtakaramminn sem stuðst var við í þessari rannsókn er samfella í fjölskyldumiðaðri umönnun. Lýsandi rannsóknarsnið var notað þar sem hlutverk 17 skólahjúkrunarfræðinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu (allar konur) og 15 skólahjúkrunarfræðingar í St. Paul, Minnesota (14 konur og 1 karl) í þremur focus hópum sem sinntu 10-18 ára unglingum með astma. Meðalfjöldi nemenda í skólunum sem hjúkrunarfræðingarnir sinntu var 549 hjá íslensku skólahjúkrunarfræðingunum en 925 hjá kollegum þeirra í Bandaríkjunum. Niðurstöður: Þrátt fyrir að heilbrigðiskerfin á Islandi og í Bandaríkjunum séu ólík, þá komu sameiginlegir þættir í ljós hvað varðar meginhlutverk skólahjúkrunarfræðinganna varðandi samfellu á skimun á astma, fræðslu og umönnun unglinga með astma. Meginmunurinn var þó sá að skólahjúkrunarfræðingar í Reykjavík skýrðu frá því að þeir eyddu hlutfallsleg minnstum tíma í viku hverri í að veita samfellda umönnun til unglinga með astma samanborið við kollega þeirra í St. Paul, en þeir eyddu meiri tíma í að fræða um astma og forvarnir til að fyrirbyggja astmaköst. Skólahjúkrunarfræðingar í St. Paul greindu frá því að þeir eyddu meiri tíma í að sjá um samfellu í umönnun unglinga með illa meðhöndlaðan astma en þessir unglingar höfðu takmarkaðan eða engan aðgang að heilsugæslu og/eða heilbrigðistryggingum. Ályktanir: Það að leggja áherslu á alþjóðleg vandamál varðandi astma getur leitt til betra heilbrigðis og umönnunar meðal nemenda með astma og styður við þróun á árangursríkum aðferðum við samfellu á skólatengdri umönnun unglinga með astma. V 60 Árangursrík fyrirbyggjandi meðferð byggð á tilraunum í storkurita gegn blæðingu hjá fæðandi konu með Bernard-Soulier heilkenni Brynjar Viöarsson', Brynja Guðmundsdóttir', Páll Torfi Önundarson1-2 ‘Rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, 2læknadeild HÍ brynvida@lsh.is Inngangur: Bernard-Soulier heilkenni (BSS) einkennist af lífshættulegri blæðihneigð til dæmis við aðgerðir og fæðingar og fáum risablóðflögum sem vantar yfirborðsviðtakann gp Ib/IX/V. Blæðingar eru meðhöndlaðar með blóðflögugjöf og tranexamín sýru en blóðflögugjafir hætta fljótt LÆKNAblaðið 2011/97 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.