Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 112

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 112
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 einstaklinga og 8% sænskra. Algengi HLA-B8,DR3,DQ2 var hátt bæði í íslensku og sænsku IgA-skorts einstaklingunum (41,1% og 54,0%). I íslensku IgA-skorts einstaklingunum voru neikvæð tengsl á milli HLA- DQ6 og þess að hafa hækkun á mótefnum gegn TSH-viðtaka (p=0,037). Ályktanir: í Svíþjóð er algengi IgA-skorts á meðal einstaklinga með hækkun á mótefnum gegn TSH-viðtaka, tífalt það sem búast má við. Jafnframt er hækkun á mótefnum gegn TSH-viðtaka algeng í IgA-skorts einstaklingum, bæði á íslandi og í Svíþjóð. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika þau sterku tengsl sem IgA-skortur hefur við sjálfsofnæmissjúkdóma, líkt og Graves-sjúkdóm. V 92 Lyfjanotkun við ofvirkni og athyglisbresti á Norðurlöndunum. Lýðgrunduð samanburðarrannsókn Helga Zoega':, Kari Furu14, Matthías Halldórsson5, Per Hove Thomsen6, Andre Sourander7, Jaana E. Martikainen* 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2lyfjafræðideild HÍ, 2Dept. of Pharmacoepidemiology Norwegian Institute of Public Health, 4University of Tromso, 5landlæknisembættinu, 'Centre for Child and Adolescent Psychiatry Háskólasjúkrahúsinu Árósum, 7Dept. of Child Psychiatry, Turku University and University Hospital, 8Research Department Finland Sociai Insurance Institution helgazoega@gmail. com Inngangur: Notkun lyfja við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) hefur vaxið ört á undanfömum tveimur áratugum. Vísbendingar eru um að notkun þessara lyfja sé meiri á Islandi en í nágrannalöndum okkar. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman notkun á lyfjum við ADHD meðal allra íbúa á Norðurlöndunum fimm; íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Efniviður og aðferðir: Lýðgrunduð lyfjanotkunarrannsókn þar sem til grundvallar lágu lyfjagagnagrunnar allra Norðurlanda, sem náðu til 24.919.145 einstaklinga árið 2007. Lyf við ADHD voru skilgreind í samræmi við lyfjaflokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn ar sem adrenvirk lyf með verkun á miðtaugakerfið (ATC-flokkur N06BA). Reiknuð voru áhættuhlutfall (RR) lyfjanotkunar milli landa eftir búsetu, aldri, kyni og tegund lyfja. Niðurstöður: Algengi ADHD lyfjanotkunar árið 2007 meðal allra einstaklinga á Norðurlöndunum var 2,76 á hverja 1000 íbúa; lægst í Finnlandi 1,23 á hverja 1000 fbúa en hæst á íslandi 12,46 á hverja 1000 íbúa. Meðal bama á íslandi var algengið 47,03 á hver 1000 börn samanborið við 11,17 á hver 1.000 böm meðal allra barna á Norðurlöndum. Að teknu tilliti til aldurs voru fslendingar nær fimm sinnum líklegri en Svíar til að hafa notað Iyf við ADHD árið 2007 (RR=4,53, 95% CI: 4,38- 4,69). Algengi meðal drengja (7-15 ára) var um ferfalt hærra en meðal stúlkna (RR=4,28,95% CI: 3,70-4,96) á Norðurlöndunum; kynjahlutfallið minnkaði með aldri og var ADHD lyfjanotkun nær jafnalgeng meðal karla og kvenna (21 árs+) (RR=1,24, CI:1,21-1,27). Metýlfendíat var mest notaða ADHD lyfið á í öllum Norðurlöndum. Ályktantir: Greinilegur munur er á algengi ADHD lyfjanotkunar á Norðurlöndum. ísland sker sig úr hvað varðar hátt algengi, bæði meðal barna og fullorðinna. V 93 Áhrif fjölskyldutekjna á frestun læknisþjónustu Rúnar Vilhjálmsson Húkrunarfræðideild HÍ runarv@hi.is Inngangur: Erlendar rannsóknir benda til að lágtekjufólk fresti frekar læknisþjónustu sem þörf er fyrir en fólk sem hefur hærri tekjur. Tilgangur núverandi rannsóknar var að kanna mun á frestun læknisþjónsutu eftir 1 1 2 LÆKNAblaðið 2011/97 tekjum og leggja mat á ólíkar skýringar á tekjumuninum. Efniviður og aðf erðir: Byggt er á gögnum úr landskönnuninni Heilbrigði og aðstæður fslendinga I. Könnunin fór fram frá september til desember 2006 meðal slembiúrtaks íslendinga, búsettra hérlendis, á aldrinum 18-75 ára. Fjöldi svarenda í landskönnuninni var 1532 og heimtur (svarhlutfall) rúmlega 60%. Spurt var um frestun læknisþjónustu á sex mánaða tímabili, fjölskyldutekjur, heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af fjölskyldutekjum (kostnaðarbyrði), fjárhagserfiðleika og kerfisþröskuld (að hafa ekki heimilislækni, ferðast langt á þjónustustað og vera óánægður með síðustu læknis- og spítalaheimsókn). Niðurstöður: Munur var á frestun læknisþjónustu eftir fjölskyldutekjum (27% frestun í lægsta tekjufjórðungi en 18% frestun í hæsta tekjufjórðungi). Þá kom í ljós að fjárhagserfiðleikar, kostnaðarbyrði og kerfisþröskuldur skýrðu muninn sem fram kom á frestun eftir fjölskyldutekjum. Ályktanir: Mögulegt væri að draga úr muni á aðgengi að læknisþjónustu eftir tekjuhópum með tekjujöfnunaraðgerðum, með því að bæta heilsutryggingar almennings og lækka heilbrigðisútgjöld heimila og með því að huga betur að þjónustuþörfum og óskum fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins. V 94 Mat á andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum fólks sem þiggur líknarmeðferð Guölaug Helga Ásgeirsdóttir'2, Einar Sigurbjörnsson2, Valgerður Sigurðardóttir1, Sigríður Gunnarsdóttir3-4, Bella Vivat5, Teresa Young6 ‘Líknardeild Landspítala Kópavogi, 2guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, 3fræðasviði krabbameinshjúkrunar Landspítala, 4hjúkrunarfræðideild HÍ, ^School of Health Sciences and Social Care, Brunel University, Uxbridge, Middlesex, Bretlandi, hMount Vemon Cancer Centre, Northwood, Middiesex, Bretíandi gudlauga@landspitali. is Inngangur: Andleg og trúarleg þjónusta er einn af meginþáttum líknarmeðferðar. Alþjóðlegt mælitæki (SWB-38), sem leggur mat á vægi andlegra, trúarlegra og tilvistarlegra þátta í lífi fólks sem þiggur líknarmeðferð hefur verið í þróun hjá rannsóknarhópi um lífsgæði (EORTC Quality of Life Group) og er forprófun á mælitækinu lokið. Efniviður og aðferðir: Markmiðið var að greina gögn sem safnað var við forprófim á Islandi. Mælitækið inniheldur 38 atriði og er sett fram í formi staðhæfinga um tengsl við sjálfa/n sig og aðra, sátt, lífsgildi, trú og lífsafstöðu. Svarmöguleikarnir eru á Likert skala, fyrir flestar staðhæfingar 1-4, en fyrir nokkra þætti eins og breytingar á hugsunum um andleg og trúarleg málefni 1-5 og andleg vellíðan 1-7. Mælitækið var lagt fyrir 30 einstaklinga, sem þáðu líknarmeðferð innan líknarþjónustu Landspítala. Niðurstaða: Meðalaldur þátttakenda var 71,7 ár og þáði meirihluti aðstoð. Sex mánuðum frá þátttöku var 21 þátttakandi látinn. Gagnagreining sýnir að andlegi og trúarlegi þátturinn hefur breiða skírskotun. Meðaltalsgildi einstakra svara voru: Að bera traust til annarra 3,57, traust til Guðs eða æðri máttarvalda 3,37, fyrirbæn 3,47, geta til að fyrirgefa öðrum 3,40 og breytingar á hugsunum um andleg málefni 4,03. Meðaltalsgildi fyrir andlega vellíðan var 5,73. Margir þátttakenda notuðu mælitækið sem útgangspunkt fyrir frekari umræðu. Ályktanir: Andlegir og trúarlegir þættir eru hluti af veruleika fólks sem þiggur líknarmeðferð. Þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóma og nálægð við dauðann var andleg vellíðan metin hátt. Rannsóknin ítrekar gildi þess að þessi þjónusta skiptir máli fyrir almenna velferð. Hún er nýjung á sviði guðfræðirannsókna og hefur þýðingu varðandi þróun andlegrar og trúarlegrar þjónustu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.