Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 125

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 125
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Inngangur: Fíbrínógen er mikilvægur storkuþáttur sem virðist lækka fyrr en blóðflögur og aðrir storkuþættir við alvarlegar blæðingar. Dýrarannsóknir hafa sýnt bætta storknun blóðs þegar lyfið er gefið við alvarlegar blæðingar. Klínískar rannsóknir eru hins vegar af skornum skammti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur af gjöf fíbrínógenþykknis við alvarlegar blæðingar á Islandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til 37 sjúklinga (meðalaldur 74 ár, bil 23-87, 51% karlar) sem fengu fíbrínógen við alvarlegum blæðingum (>2000 mL) á Landspítala 2006-2008. Sjúklingar sem fengu marga skammta af fíbrínógeni eða virkjaðan storkuþátt Vlla voru ekki teknir með í rannsóknina. Flestir sjúklinganna fengu alvarlega blæðingu í tengslum við hjarta- (68%) eða kviðarholsaðgerð (13%). Skráð var tímasetning fíbrínógengjafar og styrkur þess í sermi, blóðhluta- og vökvagjafir, blæðingarpróf (APTT; PT), blóðflögur og D-dímer; fyrir og eftir gjöf lyfsins. Notkun annarra storkuhvetjandi lyfja, áhættuþættir blæðinga, aðrir sjúkdómar og afdrif sjúklinganna voru könnuð. Niðurstöður: Eftir gjöf fíbrínógenþykknis (miðgildi 2g, bil l-6g) hækkaði s-fíbrínógen úr l,8g/L í 2,4g/L (p<0,001). Einnig varð marktæk lækkun á APTT og PT-gildum (p<0,001) en blóðflögufjöldi og D-dímer héldust óbreytt. Gjöf rauðkornaþykknis minnkaði marktækt á 24 klst. eftir gjöf fíbrínógens en ekki varð marktæk breyting á gjöfum blóðvatns eða blóðflagna. Engar aukaverkanir tengdar gjöf lyfsins voru skráðar. Átta sjúklingar (22%) létust á gjörgæslu, flestir innan 28 daga, en 76% útskrifuðust af sjúkrahúsi og voru á lífi hálfu ári síðar. Ályktanir: Fíbrínógengjöf við alvarlegar blæðingar virðist (i) hækka marktækt styrk fíbrínógens í blóði, (ii) bæta blæðingarpróf (PT og APTT) þegar það er gefið sem viðbót við hefðbundna meðferð og (iii) gæti tengst minnkaðri þörf á rauðkornaþykkni. V 133 Leit að efnum úr íslenskum sjávarhryggleysingjum mcð hemjandi áhrif á krabbamcinsfrumur Eydís Einarsdóttir', Helga M. Ögmundsdóttir2, Elín Soffía Ólafsdóttir', Sesselja Ómarsdóttir1 ‘LyQafræðideild, 2rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum læknadeild HÍ sesselo@hi.is Inngangur: Island er staðsett á einstökum stað í Norður-Atlantshafi og líffræðilegur fjölbreyhleiki í hafinu í kringum landið hefur nánast ekkert verið rannsakaður með tilliti til efnainnihalds lífvera. Sérstaða hafsvæðis Islands er ekki hvað síst vegna kaldra strauma úr Norður-Atlantshafi auk jarðhitasvæða á hafsbotni sem gefur möguleika á einstöku lífríki. Markmið verkefnis er að kanna hemjandi áhrif útdrátta og þátta úr íslenskum sjávarhryggleysingjum á krabbameinsfrumur in vitro. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og sextíu útdrættir voru útbúnir með því að úrhluta frostþurrkaða og mulda sjávarhryggleysingja með CH,CI2CH3OH (1:1) í sex klst. á hræru. Útdrættirnir voru svo síaðir og leysar inngufaðir frá. Þeir útdrættir sem sýndu hemjandi áhrif á brjóstakrabbameinsfrumur (SkBr3) voru þáttaðir niður í fimm misskautaða þætti. Hemjandi áhrif útdrátta og þátta á krabbameinsfrumurnar voru prófuð í styrknum 33 pg/mL og frumulifun voru metin með MTS aðferð eftir 72 klst. Frumur sem voru meðhöndlaðar með leysi voru notaðar sem neikvætt viðmið og frumur meðhöndlaðar með etópósíði sem jákvætt viðmið. Niðurstöður: Tíu útdrættir sýndu áhugaverð hemjandi áhrif (<50% lifun frumna) og voru þeir þáttaðir í misskautaða þæth og áhrif þeirra á lifun krabbameinsfrumna könnuð. Tveir þæthr hafa umtalsverð hemjandi áhrif á krabbameinsfrumurnar en IC50 gildið hefur þó ekki verið ákvarðað. Unnið er að lífvirknileiddri einangrun og þegar henni er lokið verða efnabyggingar virkra efnasambanda auðkenndar. Ályktanir: íslenskir sjávarhryggleysingjar framleiða efnasambönd sem hafa hemjandi áhrif á krabbameinsfrumur in vitro. Unnið er að því að greina hvaða efnasambönd þetta eru og gætu þau ef hl vill reynst áhugaverðir lyfjasprotar. V 134 Alkalóíðar úr íslenskum litunarjafna, Diphasiastrum alpinum Elsa Steinunn Halldórsdóttir, Ragnheiður Helga Pálmadóttir, Elín Soffía Ólafsdóttir Lyfjafræðideild HÍ esh2@hi.is Inngangur: Jafnar eru ævaforn hópur gróplanhra sem þekktur er fyrir að framleiða Iýkópódíum alkalóíða. Sumir þeirra hafa reynst öflugir hindrar á ensímið asetýlkólínesterasa og gætu því mögulega dregið úr einkennum Alzheimerssjúkdóms. Litunarjafni (Diphasiastrum alpinum) er ein af fimm jafnategundum sem vaxa á íslandi. Efnainnihald hans hefur lítið verið rannsakað til þessa, en einungis hefur ein vísindagrein verið birt um efnið þar sem fjórum alkalóíðum er lýst: lycopodin, clavolonin, lycoclavin og des-N-methyl- -obscurin. Markmið þessa verkefnis var að einangra og byggingarákvarða alkalóíða úr íslenskum litunarjafna. Efniviður og aðferðir: Litunarjafna var safnað í Aðalvík á Hornströndum og efnasambönd einangruð úr extrakti með fasaskiljun í skiltrekt og í kjölfarið með hefðbundnum súlulskiljuaðferðum (SPE og HPLC). Við byggingarákvörðun alkalóíðanna var notast við ein- og tvívíða kjarnsegulgreiningu (NMR). Niðurstöður: Rannsóknin leiddi til einangrunar á átta alkalóíðum, þar á meðal lycopodin og clavolonin sem áður hefur verið lýst úr plöntunni. Þrír alkalóíðanna innihalda tvo asetýlhópa sem ekki hefur verið lýst fyrr. Lycoclavin og des-N-methyl- -obscurin sem áður hafa verið einangraðir úr litunarjafna fundust ekki í íslenskum litunarjafna. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að litunarjafni framleiðir nokkra alkalóíða með nýja byggingaþætti og gefa tilefni til rannsókna á andkólínesterasavirkni þessara alkalóíða og mögulega frekari rannsókna á sambandi á milli byggingar og verkunar alkalóíðanna á ensímið asetýlkólínesterasa. V 135 Tetrahýdrókannabínól í blóði íslenskra ökumanna á 10 ára tímabili og hugsanleg áhrif utanaðkomandi þátta Kristín Magnúsdóttir, Svava Þórðardóttir, Ingibjörg Snorradóttir, Jakob Kristinsson Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild HÍ khstmag@hi.is Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi og blóðstyrk tetrahýdrókannabínóls (THC) í ökumönnum, sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna á árunum 2000 tíl 2009 og þættí, sem gætu hafa haft áltrif þar á, eins og til dæmis styrk THC í kannabisafurðum og fjölda kannabisneytenda. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru niðurstöður THC-mælinga í blóðsýnum ökumanna sem lögregla hafði afskiptí af vegna meints fíkniefnaaksturs, niðurstöður styrkleikamælinga á kannabisefnum frá lögreglu og upplýsingar um fjölda kannabisneytenda, sem leituðu meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Niðurstöður: í júní 2006 var umferðarlögum breytt í þá átt að akstur eftír neyslu ólöglegra ávana- og fíkniefna var bannaður. Á sama tíma tífaldaðist fjöldi fíkniefnaakstursmála og algengi THC í þeim fór úr LÆKNAblaðið 2011/97 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.