Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 129

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 129
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 V 145 Þróun líkans fyrir „wet-on-wet“ slímhimnuviðloðun Bharat Bhushan1, Hákon Hrafn Sigurðsson1 ‘Lyfjafræðideild HÍ hhs@hi.is Inngangur: Markmið slímhimnuviðloðandi kerfa er að auka viðveru lyfja við slímhimnu og auka þannig frásog auk þess sem tíðni lyfjagjafa minnkar og hugsanlegum aukaverkunum fækkar. Erfitt getur verið að meta lyflosunareiginlega slíkra kerfa meðan verið er að þróa þau nema þá helst í dýrum. Æskilegra er að nota gott in-vitro líkan sem líkir eftir raimverulegri slímhimnu. Markmið verkefnisins er að þróa einfalt líkan til mælinga á slímhimnuviðloðunareiginleikum lyfflutningskerfa. Efniviður og aðferðir: í þessum hluta verkefnisins var einungis verið að leita að hentugu slími og himnu. Þurrt slím úr svínsmaga var leyst upp í eimuðu vatni í mismunandi styrk og dreift jafnt á mismunandi himnur sem komið var fyrir í líkaninu og það keyrt á mismunandi skolhraða. Mælt var hversu vel tilbúna slímið hélst við viðkomandi himnu í tvo tíma með því að mæla styrk slíms í skolvökvanum. Líkanið er smíðað úr plexigleri og samanstendur af þremur ferhyrndum einingum sem skrúfaðar eru saman ofan á hvor aðra. Miðjueiningin inrúheldur ílangt flæðihólf sem tengt er við sprautupumpu sem dælir skolvöka inn við endann, yfir tilbúnu slímhimnuna og út við hinn endann á hólfinu. Sílikonhimnur, skiljunarhimnur og síupappír var notaður sem líkanhimnur. Niðurstöður: Slím virtist haldast best við Whatman síupappír númer 4 af þeim himnum sem prófaðar voru. Hentugur styrkur slímlausnar var 1% og magn slíms var 0,50mg/cm2. Flæðihraði hefur áhrif á losun slímsins en um 85% af slími hélst á himnunni ef flæðihraði var stilltur á 0,50ml/mín. Ályktanir: Líkanið er einfalt í uppsetningu og notkun. Breytileiki þess fer nokkuð eftir notandanum og nokkra æfingu þarf til að minnka mælibreytileika milli daga. Næsta skref í þróun þess er að prófa viðloðun þekktra fjölliða við slímhimnuna. V 146 Áhrif hýdroxýprópýl-p-cýklódextríns á stöðugleika doxýcýklíns Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson1, Þórdís Kristmundsdóttir1, Skúli Skúlason2, Árni Þ. Kristjánsson2 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2Lífi-Hlaupi ehf. thordisk@hi.is Inngangur: Matrixmetallópróteinasar (MMP) er hópur ensíma sem gre- inst hafa í auknum mæli í tannholdsbólgum og munnangri. Sýnt hefur verið fram á að bæling á virkni MMP flýtir bata og dregur úr fylgikvil- lum þessara sjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að doxýsýklín er sterkur hemill á virkni MMP og klínískar tilraurúr hafa leitt í ljós að staðbundin meðhöndlun á munnangri með smáskammta doxýsýklínhlaupi flýtir bata. Tetrasýklín sameindir eru óstöðugar og viðkvæmar fyrir hýdrólýsu og ljósi. Doxýsýklín er þar engin undantekning en fyrri rannsóknir hafa sýnt að stöðugleiki doxýsýklíns eykst þegar það er míkróhúðað með algínati. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif hýdroxýprópýl-p- sýklódextrín (HP-þ-CD) á stöðugleika doxýsýklíns sem míkróhúðað er með algínati og kanna áhrif aðstæðna við míkróhúðunina á heimtur. Efniviður og aðferðir: Doxýsýklín var míkróhúðað með algínati með úðaþurrkunaraðferð. Könnuð voru áhrif mismunandi styrks HP-p-CD á stöðuleika doxýsýklíns. Áhrif hitastigs við úðaþurrkunina á heimtur voru kannaðar. Niðurstöður: Stöðugleiki doxýsýklíns eykst við míkróhúðun með al- gínati. Niðurstöður benda til að auka megi stöðugleikann enn frekar með því að bæta HP-p-CD f framleiðsluna í mólhlutföllunum 2:1 og 3:1 HP-p-CD:doxýsýklín. Hærra mólhlutfall leiddi til aukins óstöðugleika. Við allar aðstæður reyndist doxýsýklín óstöðugast þegar mólhlutföllin á milli doxýsýklíns og HP-p-CD voru 1:1. Ályktanir: Stöðugleiki doxýsýklíns eykst eftir míkróhúðun með algínati. HP-p-CD eykur stöðugleikann ennfrekar sé það notað við framleiðsluna í réttum styrkleika. Hár styrkur HP-p-CD við míkróhúðun doxýsýklíns lækkar stöðugleikann og dregur þannig úr stöðgandi áhrifum míkróhúðunarinnar. Heimtur aukast með hækkuðu hitastigi en gæta þarf að doxýcýklín er viðkvæmt fyrir miklum hita. V 147 Mónókaprin í tannlími til meðhöndlunar á eða fyrirbyggjandi gegn sveppasýkingum undir gervitönnum Tinna Davíðsdóttir1, Þórdis Kristmundsdóttir1, W. Peter Holbrook2, Skúli Skúlason3, Árni Þ. Kristjánsson3 ’Lyfjafræðideild, 2tannlæknadeild HÍ, 3Lífi-Hlaupi ehf. thordisk@hi.is Inngangur: Sveppasýking undir gervitönnum er meðal algengustu sjúkdóma í munni þeirra sem nota gervitennur. Sýkingar eru meðhöndlaðar með staðbundinni eða systemískri gjöf sveppalyfs, sem er ekki áhrifarík meðferð til lengri tíma litið og getur leitt til aukinnar ónæmismyndunar gegn algengum sveppalyfjum. Mónókaprín (1-mónóglýseríð af kaprínsýru) er náttúrulegt fituefni sem sýnt hefur mikla virkni gegn ýmsum bakteríum, veirum og sveppum. Rannsóknir á virkni mónókaprínlausna gegn örverum sem sýkja munnhol hafa sýnt fram á virkni gegn Candida sp. Markmið verkefnisins var að finna hentugan styrk mónókaprfns í tannlími sem hefur sveppadrepandi áhrif og að kanna leysnihraða mónókapríns úr tannlíminu, sýrustigsbreytingar á mónókaprínblöndunni og áhrif mónókapríns á viðloðun tannlíms. Efniviður og aðferðir: Næmispróf var notað til þess að finna hentugan styrk mónókapríns; losun mónókaprins úr tannlíminu var könnuð með leysnihraðaprófi. Breytingar á sýrustigi með þynningum á mónókaprínblöndu voru athugaðar og breytingar á eiginleikum tannlíms mældar með viðloðunartæki en þróa þurfti aðferð til að kanna áhrif mónókapríns á viðloðunareiginleika tannlímsins. Niðurstöður: Næmnispróf sýndi að mónókaprínið flæddi vel úr tannlíminu og 3% styrkur sýndi góða hömlun á sveppavöxt. Sýrustigsbreytingar voru mjög litlar. Viðloðunarmælingar sýndu að mónókaprín hafði lítil áhrif á slitkraft en meiia áhrif á vinnu samloðunar á tannlími. Ályktanir: Af mónókaprínblöndum hafa 3% góða hömlun á sveppavöxt og eru hentug til áframhaldandi prófana í klínískum rannsóknum til að kanna möguleika á að fyrirbyggja sveppasýkingar undir gervitönnum. V 148 Þróun þurrdufts og taflna sem innihalda þorskalýsi og ómega- 3 fitusýrur Fífa Konráðsdóttir1, Þormóður Geirsson1', Þorsteinn Loftsson1, Amar Halldórsson2 'Lyfjafræðideiid HÍ, 2Lýsi hf. fifa@hi.is Inngangur: Heilsusamleg áhrif fiskiafurða sem inrúhalda ómega-3 fitusýrur í kjölfar reglulegrar neyslu þeirra er orðin vel þekkt. Markmiðið var að koma þorskalýsi og ómega 3 forte fiskiolíu á töfluform. í báðum fituefnum eru ómega-3 fitusýrur, flestar á formi þríglýseríða í þorskalýsinu en í formi etýl estera í ómega-3 forte. Sýklódextrín (CD), LÆKNAblaðið 2011/97 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.