Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 137

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 137
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 V 170 Varmafræði efnaskiptaferla í einstaklingum með meðfædda efnaskiptagalla Hulda S. Haraldsdóttir', Swagatika Sahoo', Leifur Franzson2, Jón J. Jónsson2,3, Ines Thiele1, Ronan M.T. Fleming1 ‘Kerfislíffræðisetri HÍ, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3tífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ hsh20@hi.is Inngangur: Fríorkubreytingar við efnahvörf (ArG) eru háðar ýmsum umhverfisskilyrðum, meðal annars styrk hvarf- og myndefna. Frávik frá eðlilegum styrk hvarf- og myndefna í efnaskiptaferlum eru eitt einkenna meðfæddra efnaskiptagalla (inborn errors of metabolism). Hér verða könnuð áhrif þessara frávika á efnahvarfa í efnaskiptaferlum. Efniviður og aðferðir: ArG efnahvarfa í líkani af efnaskiptaferlum í mannafrumum, Recon 1, voru reiknuð með Matlab tólinu von Bertalannfy. Með því má reikna ArG við mismunandi umhverfisskilyrði út frá gögnum um myndorku hvarf- og myndefna (ArG). Gögn um AfG sameinda og umhverfisskilyrði inni í frumum voru fengin úr tímaritsgreinum og gagnagrunnum á netinu. Ef engin rannsóknargögn fundust um A(G tiltekinnar sameindar var AfG metið út frá byggingu sameindarinnar með aðferð sem byggir á tölfræðilegum gögnum um framiag mismunandi virloiihópa til heildar A(G lífrænna sameinda. Niðurstöður: ArG við þekkt umhverfisskilyrði í heilbrigðum manna- frumum var reiknað fyrir 2154 af 3.311 efnahvörfum í Recon 1. Vegna skorts á gögnum um nákvæma styrki efna inni í frumum fékkst í mörgum tilvikum frekar breitt bil mögulegra ArG gilda. Unnið er að frekari gagnaöflun til að þrengja þessi bil. Gögn um styrkbreytingar efna í blóði vegna 108 meðfæddra efnaskiptagalla hafa verið tekin saman úr ýmsum gagnagrunnum. Unnið er að því að tengja þessi gögn á áreiðanlegan hátt við styrk- breytingar inni í frumum. Ályktanir: Von Bertalannfy og Recon 1 geta nýst við rannsóknir á varmafræðilegum áhrifum meðfæddra efnaskiptagalla. Lokaniðurstöður munu velta á frekari gagnaöflun og þróun aðferða. V 171 Kortlagning meðfæddra efnaskiptagalla með Recon 1-líkani af efnaskiptaferlum í mönnum Swagatika Sahoo', Hulda S. Haraldsdóttir1, Leifur Franzson2, Jón J. Jónsson1, Ronan M.T. Fleming1, Ines Thiele' 'Kerfislíffræöisetri HÍ, 2Landspítala, 3Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ og erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala sws2@hi.is Inngangur: Með gerð tölvulíkansins Recon 1 voru í fyrsta sinn kortlögð heildartengsl helstu efnaskiptaferla í mannafrumum. Öll helstu efnahvörfin sem eiga sér stað í efnaskiptaferlum voru skráð í Recon 1, auk lífefna- og erfðafræðilegra upplýsinga, á formi sem er aðgengilegt með aðferðum tölvunar- og reiknifræði. Recon 1 gerir rannsakendum kleift að gera magnbundnar rannsóknir á efnaskiptaferlum í heild sinni. Hugtakið meðfæddir efnaskiptagallar (inbom errors of metabolism) var fyrst sett fram árið 1902 en síðan þá hefur fjöldi sjúkdóma sem falla undir þennan hatt farið vaxandi. Recon 1 hentar einstaklega vel fyrir rannsóknir á meðfæddum efnaskiptagöllum því það má auðveldlega gera ráð fyrir öðrum genagöllum í líkaninu. Líkanið má svo nota til fá nákvæmar upplýsingar um þessa genagalla eða til að fá hugmyndir um meðferðarúrræði. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um meðfædda efnaskiptagalla fengust úr tímaritsgreinum og gagnagrunnum. Meðfæddir efnaskipta- gallar voru kortlagðir við Recon 1 með skráningu á tengslum genagalla við prótein eða efnahvörf í Recon 1. Hver skráning var staðfest með samanburði við birtar heimildir. Niðurstöður: f heildina fundust 184 meðfæddir efnaskiptagallar sem hægt var að korleggja með Recon 1. Eftir fyrirhugaðar viðbætur við Recon 1 verður hægt að kortleggja um 100 meðfædda efnaskiptagalla til viðbótar. Ályktanir: Meðfæddir efnaskiptagallar eru margir hverjir sjaldgæfir, en sem heild er þessi flokkur sjúkdóma mjög algengur. Þeir geta komið fram í fólki á öllum aldri og haft áhrif á ýmsa líkamsvefi. Næstu skref eru að nota Recon 1 til að skoða breytingar á styrk efna í blóði og reyna að spá fyrir um áhrifaríkustu aðferðirnar við greiningu og meðferð meðfæddra efnaskiptagalla. Slfk vinna mun vonandi leiða til aukinnar þekkingar á þessum sjúkdómum. V 172 Lífefnafræðileg virkni Rad26 í umritunarháðri DNA viðgerð Stefán Sigurðsson’, JesperQ. Svejstrup2 'Lífvísindasetri Læknagarðs, lífefna- og sameindalíffræðistofu, ^Cancer Research, Clare Hall Laboratories, Bretlandi stefsi@hi.is Inngangur: DNA skemmdir geta stuðlað að æxlisvexti og einnig hindrað tjáningu lífsnauðsynlegra gena. Flestar lífverur hafa þróað DNA viðgerðarferli sem tryggir hraðari viðgerð í tjáðum genum heldur en á ótjáðum svæðum erfðamengisins. Þetta viðgerðarferli er háð RNA pólímerasa II (JÍNAPII) og nefnist umritunarháð DNA viðgerð. Ferlið hefst á því að DNA skemmdin er greind við það að RNAPII stöðvast á henni. Næsta skref er illa skilgreint en þó er vitað að CSA og CSB (Cockayne Syndrome A/B) í mannafrumum og Rad26 í gersvepp taka þátt í viðgerðarferlinu en ekki er vitað hvernig. Ferlinu er síðan lokið með skerðibútaviðgerð þar sem hlutur af DNA sameindinni sem inniheldur skemmdina er fjarlægður og nýr myndaður. Efniviður og aðferðir: Lífefnafræðilegar aðferðir voru notaðar til þess að rannsaka virkni Rad26 til þess að öðlast betri skilning á umritunarháðri DNA viðgerð í heilkjörnungum. Rad26 próteinið var hreinsað með hefðbundnum aðferðum eftir yfirtjáningu í skordýrafrumum. Rad26 getur vatnsrofið ATP og voru gerðar tilraunir til að rannsaka hlutverk þessa vatnsrofs í umritunarháðri DNA viðgerð. Niðurstöður: Tengsl eru á milli ATP vatnsrofs og lengdar DNA hvarfefna sem bendir til þess að Rad26 geti ferðast eftir DNA sameindinni. Niðurstöður benda einnig til þess að próteinið þekki ákveðna DNA bygginu betur en aðrar, til dæmis þær sem sjást þar sem RNAPII hefur myndað umritunarbólu (transcription bubble). Ályktanir: Rad26 notar orku sem losnar við ATP vatnsrof til þess að ferðast eftir DNA sameindinni, hugsanlega til þess að leita að RNAPII sem hefur stöðvast á DNA skemmd eða til að hafa áhrif á bindingu RNAPII við DNA. Hvernig Rad26 kemur skilaboðum til próteina sem taka þátt í skerðibútaviðgerðinni er enn óljóst. Rannsóknirnar beinast að því að kanna þetta ferli enn frekar. V 173 RNA pólímerasi II merktur með Ubiquitin Stefán Sigurðsson', Jesper Q. Svejstrup2 'Lífvísindasetri Læknagarðs, lífefna- og sameindalíffræðistofu, Klancer Research, Clare Hall Laboratories, Bretlandi stefsi@hi.is Inngangur: Heilkjarna frumur hafa marga varðveitta ferla til þess að LÆKNAblaðið 2011/97 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.