Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 139

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 139
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 og fyrir viðhald sortuæxlisfrumna. MITF tilheyrir fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix leucine zipper (bHLHZip) próteina og binst E-box röðinni CANNTG sem einstvennd eða sem mistvennd með skyldu próteinunum TFE3, TFEC og TFEB. MITF getur ekki myndað tvennd með öðrum bHLHZip próteinum svo sem Myc, Max eða USF. Hér lýsum við greiningu okkar á kristalbyggingu MITF einstvenndarinnar. Efniviður og aðferðir: MITF próteinið var tjáð í E. coli og kristall myndaður með tveimur mismunandi DNA-bindiröðum, E-box röðinni (CATGTG) og M-box röðinni (CACGTG). Einnig var myndaður kristall án DNA bindiraða. Til að prófa DNA bindigetu mismunandi stökkbrigða af MITF próteininu var notast við EMSA (electrophoretic mobility shift assay) aðferðina auk þess sem co-transfection tilraunir voru notaðar til að meta áhrif á umritun. Niðurstöður: Bygging MITF er svipuð öðrum bHLHZip próteinum en er frábrugðin að því leyti að milli HLH og Zip svæðanna er beygja á helix próteinsins sem ekki sést í skyldum próteinum. Kristallinn sýnir einnig hvernig próteinið greinir milli E- og M-box raða en amínósýran Isoleucine 212 virðist greina þar á milli. Hún er einmitt stökkbreytt í Alanín í MitjMl wh músum en þær hafa mjög áhugaverða svipgerð. Ályktanir: MITF kristallinn hefur veitt upplýsingar um það hvemig próteinið greinir á milli tveggja skyldra DNA bindiraða og hefur einnig útskýrt sérstaka eiginleika Mif/Mí‘v'"' stökkbreytingarinnar. Kristallinn hefur einnig veitt upplýsingar um sérhæfni tvenndarmyndunar próteinsins. V 177 DNA-bindigeta og umritunarvirkni MITF próteinsins er stjórnað með acetýleringu í litfrumum og sortuæxlum Alexander Schepsky', Gunnhildur A. Traustadóttir1, Colin R. Goding2, Eiríkur Steingrímsson1 't.ífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar og Lífvísindasetri HÍ, 2Ludwig Institute for Cancer Research, Oxford alexansc@hi.is Inngangur: Þroskun, fjölgun og lifun bæði litfrumna og sortuæxlisfrumna er háð umritunarþættinum MITF (Microphthalmia- associated transcription factor). MITF stjómar tjáningu gena sem mynda litarefnið melanín en einnig genum sem stjórna frumuskiptingu og -fari. f ljós hefur komið að virkni MITF ákveður hvort litfrumur og sortuæxlisfrumur skipta sér oft eða hvort þær skipta sér sjaldan og eru um leið ífarandi. Hingað til hefur þó ekki verið ljóst hvernig virkni MITF er stjómað. Hér sýnum við að stjóma má virkni MITF með acetýleringu tiltekinna amínósýra. Efniviður og aðferðir: Til að greina acetýleringu MITF próteinsins var notast við massagreiningu og mótefnafellingar. Til að skoða áhrif acetýleringanna var tilteknum amínósýrum stökkbreytt og áhrif á umritunarvirkni og DNAbindigetu metin með co-transfection og DNA- bindingar tilraunum. Til að meta hvort stökkbreytt próteinin hafi virkni sem æxlisgen (oncogene) var framkvæmt svonefnd clonogenic assay í bæði SKmel28 og NIH3T3 frumum. Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna að MITF próteinið er acetýlerað á nokkrum lýsínamínósýrum þegar histónacetýl transferasarnir p300 og CBP eru til staðar og þegar MAP kínasaferlið hefur verið virkjað. Ein þessara amínósýra, LYS243, virðist skipta meginmáli hvað virkni varðar en þegar henni er stökkbreytt í arginín eykst umritunarvirkni próteinsins margfalt og MITF próteinið fær virkni sem æxlisgen. Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að acetýlering á amínósýrunni Lýsin243 í MITF geti hamlað DNA-bindigetu próteinsins og þannig slökkt á virkni þess. Þegar þessi breyting getur ekki farið fram, til dæmis í Lys243Arg stökkbreyttu próteini, er próteinið sí-virkt og ekki unnt að tempra virkni þess. Hér er því mikilvæg leið fyrir frumuna að breyta virkni MITF próteinsins sem svar við boðleiðum og um Ieið hugsanleg skýring á virkni MITF í sortuæxlum. V 178 Gerð HER-2 yfirtjáandi frumulína úr brjóstkirtli Sævar Ingþórsson1, Magnús Karl Magnússon1-21, Þórarinn Guðjónssonu 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum Lífvísindasetri HÍ, :rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, Vannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala saevaríngthors@gmail. com Inngangur: Stofnfrumur brjóstkirtilsins eru nauðsynlegar til að viðhalda greinóttri formgerð hans. Boð um týrósínkínasa viðtaka (RTK) boðleiðir, þar á meðal Epidermal growth factor receptor (EGFR) viðtakafjölskylduna, eru mikilvæg fyrir greinótta formgerð ýmissa vefja og gegna þeir lykilhlutverki í meinmyndun brjóstakrabbameina. EGFR2 (HER-2) viðtakinn er ofurtjáður í um það bil 30% brjóstaæxla og hefur aukin virkni verið tengd slæmum horfum sjúkdómsins. Við höfum einangrað og gert ódauðlegar frumur úr brjóstkirtli sem hafa stofnfrumueiginleika. Frumulínan (D492) getur myndað greinótta formgerð í þrívíðri ræktun sem líkir eftir því sem sjá má í brjóstkirtlinum og getur hún því reynst mikilvægt tæki í rannsóknum á uppruna og framþróun krabbameina í brjóstkirtli. Nýlegar rannsóknir sýna að Sprouty próteinfjölskyldan hafi lykilhlutverki að gegna varðandi virkni, meðal annars viðtaka úr EGFR fjölskyldunni, og geti gegnt hlutverki í framþróun krabbameins. Efniviður og aðferðir: I verkefninu er ætlunin að koma D492 til að yfirtjá HER-2 próteinið og sívirkt afbrigði þess með lentiveiruinnskoti. Notast verður við þrívítt ræktunarlíkan til að kanna áhrif aukinnar HER-2 tjáningar á myndun greinóttrar formgerðar. Frumufjölgun og lifun verða jafnframt rannsökuð. Samhliða því er áætlað að kanna hlutverk sprouty próteinanna í boðferlum HER-2 viðtakans, þetta verður meðal annars gert með niðurslætti á Sprouty 2 í HER-2 yfirtjáandi frumum. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna aukna tjáningu á HER-2 í D492. Frumur sýna minnkaða þörf fyrir vaxtarþætti, svo sem EGF, sem sést á vaxtarkúrfu og Western blettun. Formgerð í þrívíðri ræktun er ennfremur breytt frá viðmiði. Ályktanir: Búin hefur verið til frumulína sem yfitjáir HER-2. Frumulínan sýnir breytta þörf fyrir vaxtarþætti og mun nýtast til rannsókna á HER-2 og sprouty í brjóstkirtli. V 179 mirRNA og bandvefsumbreyting stofnfrumna í brjóstkirtli Valgarður Sigurðsson1-2, Bylgja Hilmarsdóttir1-2, Þórarinn Guðjónsson1-2, Magnús Karl Magnússon1'23 ‘Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum Lífvísindasetri, Vannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, Vannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ valgardu@hi.is byh1@hi.is Inngangur: miRNA eru einþátta RNA sameindir sem stjórna tjáningu eftir umritun. miRNA geta ýmist verið æxlishvatandi eða æxlishamlandi og er tjáning þeirra oft riðluð í krabbameinum. Meðlimir miRNA-200 fjölskyldunnar (miR-200a,-200b,-200c,-141) eru þekktir fyrir að vera mikilvægir fyrir viðhald eðlilegra þekju og hamlandi á ífarandi æxlisvöxt og meinvörpun. Talið er að þessum áhrifum miRNA-200 fjölskyldunnar sé miðlað með hindrun á bandvefsumbreytingu krabbameinsfrumna (EMT; þekjufrumur taka upp svipgerð bandvefsfrumna). Tjáning ýmissa LÆKNAblaðrð 2011/97 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.