Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 140

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 140
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 miRNA hefur verið tengd við EMT ferlið en hefur ekki áður verið skoðað í brjóstastofnfrumum. Efniviður og aðferðir: Tjáning allra þekktra miRNA var skoðuð með örflögugreiningu (Illumina bead array) í brjóstastofnfrumum sem höfðu undirgengist EMT í samrækt með æðaþelsfrumum. Niðurstöður: Við EMT, sem einkennist meðal annars af minnkaðri prótíntjáningu einkennisprótína brjóstaþekju, verður mikil breyting á tjáningu miRNA. Við sjáum minnkaða tjáningu allra meðlima miRNA- 200 fjölskyldunnar. Einnig sést minnkuð tjáning af miRNA-203 sem er talið hafa hindrandi áhrif á stofnfrumueiginleika. Tilraunir sem mæla þessa eiginleika í EMT brjóstastofnfrumum staðfestu þetta. Ennfremur voru mörg miRNA með aukna tjáningu og var þar mest áberandi aukin tjáning 14 miRNA gena sem tilheyra callipyge seti á litningi 14. Alyktanir: Tap á einkennsiprótínum þekju eru áberandi í EMT og niðurstöður okkar sýna að allir meðlimir miRNA-200 fjölskyldunnar eru með minnkaða tjáningu í EMT brjóstastofnfrumum. Við sjáum einnig minnkun á miRNA-203 sem hefur verið tengt við tilurð krabbameinsstofnfrumna. Aukin tjáning miRNA af callipyge seti hefur ekki verið áður tengt við EMT. Frekari vinna miðar að því að skoða nánar þau gen sem miRNA breytingar í kjölfar EMT hafa áhrif á. V 180 Hlutverk Sprouty-2 í þroskun og sérhæfingu brjóstkirtils Valgarður Sigurðsson12, Sigríður Rut Franzdóttir1'2, Þórarinn Guðjónssonu, Magnús Karl Magnússon1-2-1 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum Lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ valgardu@hi.is Inngangur: Innanfrumustjórnprótín sem tilheyra sprouty fjölskyldunni hafa áhrif á virkni boða gegnum týrósínkínasa viðtaka sem eru mikilvægir í þroskun brjóstkirtilsins, þar með talið myndun greinóttrar formgerðar. Fjögur mismunandi sprouty (Spry) gen finnast í spendýrum; Spryl, 2,3 og 4, og gegna þau mikilvægu hlutverki í formgerðarmyndun lungna, nýma og æðakerfis. Spry2 er talið mikilvægast í þessu samhengi en tjáningamynstur og hlutverk þess í greinóttri formgerð brjóstkirtils hefur lítið verið kannað. Efniviður og aðferðir: Tjáning Spry2 í vef og í hefðbundnum og þrívíðum frumuræktunum (3D-rækt) var metin með mótefnalitunum, mótefnablettun og rauntíma-PCR. Tjáning Spry2 í frumulínum var bæld með sh-RNA lentiveiruinnleiðslu (Spry2-KD). Til að rannsaka greinótta formgerð voru notaðar brjóstastofnfrumur sem mynda greinótta frumuklasa á 16 dögum (D16) í 3D-rækt. Niðurstöður: Mótefnalitanir og blettun á músavef sýna að Spry2 tjáning eykst á þungunar- og mjólkunarstigi samfara vexti og greinóttri formgerð mjóikurkirtilsins. í eðlilegum brjóstkirtli kvenna er tjáning Spry2 aðallega bundin við kirtilþekju samanborið við vöðvaþekju. í 3D-rækt minnkar tjáning Spry2 þegar kóloníurnar byrja að mynda greinótta formgerð (D9-D10) en hækkar aftur þegar henni er lokið á D16. Mótefnalitun staðfestir háa tjáningu Spry2 í greinóttum endum á D16. Spry2-KD í brjóstastofnfrumum leiðir til meiri vaxtarhraða og aukningar í greinóttri formgerð í 3D-rækt. Alyktanir: Spry2 tjáning í manna- og músabrjóstvef sveiflast í takt við formgerðarmyndun en niðurstöður úr in vitro tilraunum gefa sterklega til kynna að Spry2 hafi temprandi stjórnun á greinótta formgerð brjóstkirtils og áframhaldandi vinna miðar að því að greina hvar Spry2 er að miðla boðum sínum í þessu ferli. V 181 Tjáning á þorskatrypsíni í örverum Karen Ósk Pétursdóttir1, Bjarki Stefánsson1, Jón Bragi Bjarnason1-2, Ágústa Guðmundsdóttir1-3 'Raunvísindastofnun íslands, 2verkfræði- og raunvísindasviði, 3matvæla- og næringarfræðideild HÍ ag@hi.is Inngangur: Fyrirtækið Ensímtækni nýtir þorskatrypsín (kuldaaðlöguð próteinkljúfandi ensím) í snyrtivörur og lyf. Verkefnið snýst um að þróa og framleiða þorskatrypsín (trypsín I) og endurbættar afleiður þess í örverum til notkunar í læknisfræðilegum tilgangi. Tjáning á þorskatrypsíni hefur reynst erfið í hefðbundnum tjáningarkerfum, E. coli og P. pastoris. I þessu verkefni var tjáning á þorskatrypsíni prófuð í kuldaaðlagaðri E. coli bakteríu og í nýju tjáningarkerfi með kuldakæru bakteríunni P. haloplcinktis. Efniviður og aðferðir: Tjáning á trypsíni I í kuldaaðlagaðri E. coli bakteríu (ArcticXpress) var framkvæmd við 10°C og 15°C en við 4°C í P. haloplanktis. Tjáningu á trypsíni I f E. coli var beint í millihimnurými. Trypsín I var tjáð tengt próteininu -amýlasa í P. haloplanktis sem leiðir til seytingar trypsíns I út úr frumu yfir í æti. Trypsín I er tjáð með 9X His merki sem var nýtt við mótefnaþrykk til að fylgjast með tjáningu í E. coli. Merkið verður notað við hreinsun á trypsíns I á seinni stigum. Niðurstöður: Tjáð trypsín I greinist í báðum tjáningarkerfum. Seyting trypsíns I í millihimnurými í kuldaaðlagaðri E. coli gekk betur við 15°C en við 10°C. Trypsín I tengt amýlasa finnst í leysanlegu formi í æti P. Iialoplanktis við seinni veidisfasa vaxtar (72 klst.) og þar finnst einnig mikil aukning á trypsínvirkni í æti. Alyktanir: Færsla trypsíns I yfir í millihimnurými E. coli er háð hitastigi. Niðurstöður í P. haloplanktis gefa til kynna að virkt trypsín I sé framleitt í þessu tjáningarkerfi. Frekari prófanir verða gerðar á aðstæðum fyrir tjáningu á trypsíni I í E. coli og P. Hnloplanktis, svo sem mismunandi æti og sýrustig áður en hreinsun og virknimælingar á tjáðu trypsini I fara fram. V 182 Samanburður á trypsínum einangruðum úr Atlantshafsþorski og trypsínum úr þorski af færeyska bankanum Guörún Bima Jakobsdóttir1, Bjarki Stefánsson1, Jón Bragi Bjamason1-2' Ágústa Guðmundsdóttiru 'Raunvísindastofnun, 2verkfræði- og náttúruvísindasviði, 3matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ ag@hi.is Inngangur: Trypsín eru próteinkljúfandi ensím sem finnast í meltingarvegi þorska sem og annarra fiska. Trypsín úr Atlantshafsþorski hafa verið rannsökuð við Raunvísindastofnun Háskóla íslands og notuð sem fyrirmynd fyrir kuldaaðlöguð próteinkljúfandi ensím. Þessar rannsóknir, ásamt öðrum rannsóknum, hafa leitt til þess að trypsín úr Atlantshafsþorski eru notuð meðal annars í snyrtivörur og náttúrulegar vörur til að meðhöndla exem, psóríasis og ýmsa aðra húðsjúkdóma. Fyrri rannsóknir sýna að þorskur sem finnst suðvestur af Færeyjum, í færeyska bankanum, vex hraðar en annar þorskur í Norður-Atlantshafi. Sýnt hefur verið fram á samband milli virkni trypsína í meltingarvegi fiska og vaxtarhraða þeirra. Ef trypsín úr þorski af færeyska bankanum eru að einhverju leyti öðruvísi en trypsín úr Atlantshafsþorski gæti það skýrt mun á vaxtarhraða þessara stofna en það var einmitt viðfangsefni þessa verkefnis að bera saman trypsín úr færeyskum þorski við trypsín úr Atlantshafsþorski. Efniviður og aðferðir: Trypsín úr færeyskum þorski voru einangruð með 140 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.