Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 25
LÁRUS H. BLÖNDAL
Heimildasafn atvinnuveganna
Erindi það sem hér fer á eftir flutti höf. 16. júní sJ. í útvarpi. Tímaritinu þótti hér vera
um svo merkilegt málefni að ræða að það mæltist til að fá erindið til birtingar. — Ritstj.
ALLiR þeir, sem vinna að rann-
sóknum íslenzkrar atvinnusögu,
reka sig óþægilega fljótt á það, að
heimildir um hana eru ekki auðfengn-
ar.
Handritasafn Landsbókasafnsins
veitir hér litla sem enga úrlausn, enda
er því annað hlutverk ætlað.
Þjóðskjalasafnið er að kalla eini
staðurinn, þar sem slíkar heimildir er
að finna. í því eru geymd öll
embættisgögn landsins eða skjalasöfn
allra opinberra embættis- og sýslun-
armanna, skjalasöfn skóla og mennta-
stofnana, skjalasöfn Landsbankans og
allra opinberra sýslana og stofnana.
Að lögum er Þjóðskjalasafninu einnig
ætlað að geyma skjalasafn Alþingis,
en skjöl Alþingis eftir endurreisn þess
1845 eru þó enn geymd í Alþingishús-
inu.
Þá er og Þjóðskjalasafninu skylt,
samkvæmt lögum 27. júní 1921 um
hlutafélög, að geyma skjalasöfn
þeirra a. m. k. 10 ár eftir að félagsslit-
um er lokið. Hér er ekki um varanlega
geymsluskyldu að ræða, heldur mið-
ast ákvæði laganna við væntanlega
notkunarþörf vegna rekstrar fvrir-
tækjanna.
Þjóðskjalasafninu ber ekki skylda
til að veita móttöku öðrum skjala-
söfnum en nú hafa nefnd verið, en þó
hefur það jafnan veitt móttöku, þrátt
fyrir lítið húsrými, nokkrum skjala-
söfnum úr einkaeign, sem því hafa
borizt til vörzlu. Eru þar því geymd
skjalasöfn nokkurra iðnaðar- og
verzlunarfyrirtækja, meðal annarra
skj alasafn Eyrarbakkaverzlunarinnar
gömlu, skjalasafn klæðaverzlunarinn-
ar Iðunnar og skjalasafn Thomsens
Magasíns. Mér er kunnugt um það, að
skj alasafn Eyrarbakkaverzlunarinnar
gömlu er komið í Þj óðskj alasafnið
fyrir atbeina hins þjóðkunna fræði-
manns Vigfúsar Guðmundssonar frá
Engey og varð hann að greiða úr eig-
215