Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inn í dómkirkjuna. Og gamla konan á tröppum dómkirkjunnar falbauð ár- angurslaust blómvendi sína: „Fjólur . .. fjólur . . . fjólur ...“ I kirkjunni var farið að leika á orgelið. Og kórsöngurinn hófst: „Nú eru byrjuð blessuð jól. . Og hundur tötramannsins spangólaði. En húsbóndi hans, sem var klæddur óbrotnum hermannabúningi og hafði óhreina dátahúfu á höfði, hélt fyrir sér vinstri hendinni, sem var laus, og þreifaði sig áfram með fótunum í myrkrinu áleiðis til hitans frá koks- ofninum. Álútur og kvíðinn fetaði hann sig áfram með ýtrustu gætni á götóttum skóm. Koksmolar urðu á vegi hans. Hann hrasaði og datt. Gamla konan á tröppunum flýtti sér til hans, hjálpaði honum á fætur og leiddi hann að ofninum. Hún riðaði sjálf en talaði til hans huggunarorð- um. „Þökk,“ tautaði hann, „þökk ...“ Föt hans höfðu atazt blautu svaði en hann fann ylinn, sem liann hafði verið að leita að, fara um allan líkamann. Gamla konan hlóð honum sæti úr nokkrum trjábútum og hjálpaði hon- um að setjast. „Þökk,“ stundi hann lágt en brosandi, rétti hendurnar móti glóðinni og sagði af nýju fjöri: „Það er kalt.“ Og aftur hljómuðu dómkirkju- klukkurnar. Gamla konan fleygði af skvndingu nokkrum koksmolum á eld- inn; guðsþjónustan var úti. Hún flýtti sér aftur upp á dómkirkjutröppurnar. Dyrnar opnuðust. Brátt varð „nóttin helga“ hljóð. Og einstæðingurinn deildi við hund sinn hitanum og dálitlum brauðbita. Næturmyrkrið umlukti dómkirkjuna. Það snjóaði. Allt í einu ókyrrðist hundurinn. Út úr hríðinni kom bækl- aður maður haltrandi. Hann var með gamla húfu fótgönguliða á höfðinu og það glampaði ennþá á málmmerk- ið á henni. Hann staðnæmdist hjá blindingjanum, laut yfir glóðina, neri saman höndunum og sagði eins og við sjálfan sig: „Það er kuldinn . . .“ Blindinginn reisti höfuðið og sagði út í storminn: „Hver er þarna? Er nokkur þar?“ Eldurinn varpaði skini á andlit hans með tómum augnatóft- unum; augnalokin vantaði. Sá með húfumerkið starði á hann. Og sá blindi fálmaði með hægri hendinni út í loftið þegar honum var engu svarað. Þegar hann kom við handlegg hins, sem þagði, sagði hann biðjandi: „Færðu mig nær eldinum ...“ Þá glotti sá með húfumerkið: „Nú, já. Ég hélt þú værir vörður hérna.“ Hann settist við hlið hins augnalausa og tók að formæla mönnunum og glæddi eldinn með grenigrein sem hann hélt á. Blindinginn þefaði. „Jólatrésilm- ur,“ sagði hann og lét hökuna síga niður á brjóst. Það snjóaði án afláts um nóttina. 226
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.