Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR niður öll andleg virki í þeim tilgangi að ryðja braut hernaðarframleiðslu, heimsvaldadraumum sínum og árás- arherjum sem flæddu síðar með ógn- um yfir lönd Evrópu þar til þeir moln- uðu í smátt á vörn Rauða hersins og sovétþj óðanna sem frægt er orðið. Eftir þá eldvígslu sem Thomas Mann hlaut á stríðsárunum 1914—18, og Töfrafjallið er m. a. til vitnis um, sá hann glöggt hvert þessi þróun stefndi og varaði snemma við henni í ræðum og sögum (og er þá ekki sízt að nefna Maríó og töframaðurinn 1930). Hann var sjálfur af gyðinga- ættum og hlaut að svíða undan hinum siðlausu ofsóknum nazista gegn þeim, og allur hinn þokufulli gruggugi hug- myndaheimur þeirra sem réttlæta skyldi yfirdrottnun þjóðverja, hinna „hreinu aría“, yfir öðrum þjóðum og kynflokkum var andstyggð í augum rithöfundar með jafn raunsæja og heiða hugsun, og skáldverk hans hið mikla næst eftir Töfrafjallið, Jósef og bræður hans, er að dýpstu merkingu svar skáldsins við öfugþróun Þýzka- lands, sögulegur vegsemdaróður hans til tignar og göfgi mannsins, til hins fagra, sanna og góða í manneðlinu, sem glæpalýður nazismans hafði af- skræmt og svívirt. í Jósef og brœðrum hans tekur höf- undur efni úr sögu gyðinga, en hún er þó aðeins forgrunnur verksins, og er frjálslega með efni farið. Eftir krufningu evrópumenningarinnar í Töfrafjallinu á tímabilinu fram að heimsstyrj öldinni 1914—18 og eftir heilabrot skáldsins um uppruna sinn í hinu borgaralega þjóðfélagi, sem var meginefni í öllum bókum hans til þessa, fær hann löngun til að sjá dýpra fyrir rætur hins mannlega eðlis og skyggnast lengra aftur í hin órann- sökuðu (og órannsakanlegu?) djúp sögunnar, á þær slóðir framan við nú- tíma þjóðfélög þar sem manninn er að finna nær uppruna sínum á mörk- um hins goðsagnalega heims, meðan hann gerir sér enn óljósa grein sín sjálfs og allt er honum ferskt og nýtt, ástin, öfundin og hatrið. Thomas Mann er hér í leit að hinu tegundar- hreina í manninum, að þeim frum- dráttum sem gera manninn og áskapa honum þroska og framvindu. Sagan hefur verið nefnd „bók upphafsins“, en jafnframt rekur hún þróun manns- ins um aldir og segir frá þeim náttúr- legu lögmálum sem honum er einn kostur að fylgja nema verða glötun- inni ofurseldur: þeim að sjá einatt, skynja og vera í samhljóðan við fram- vinduöflin eða stjórnast með öðrum orðum af ,,guðsvizkunni“ sem skáldið svo nefnir. Jósef og bræður hans er djúpúðugt verk og frábært afrek. Sagan varð í fjórum bindum sem komu út á árun- um 1933—1944, en höfundurinn vann að henni í sextán ár. Tvö fyrstu bindin ritaði hann í Þýzkalandi, hið þriðja landflótta í Sviss þar sem hann 236
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.