Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 52
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ur með heimþrá í hjarta, listamaður með vonda samvizku.“ Skáld aí tveim heimum Eðlisandstæður sínar, borgarann og skáldiÖ, handleikur Thomas Mann í sögum sínum á alla vegu, eins og leiki hann sér að dýru gulli. Hann skapar sér fulltrúa þeirra í margvís- legum myndum, ýmist hreinræktaða borgara eða skáld, stundum með blandaö eðli hvors annars. Skáldin eða listamennirnir eru aldrei heil í lund, fremur en neinir sem eru af and- ans heimi. í hinni frægu ritgerÖ sinni um náttúrlegan og huglægan skáld- skap (Úber naive und sentimentale Dichtung) hafði Schiller þegar upp- götvað og gert grein fyrir tvennskon- ar gerð skálda í borgaralegu þjóðfé- lagi: þeirra sem eru eitt með náttúr- unni og í samræmi við hana, eins og Grikkir voru, og hinna sem rofin eru úr tengslum við náttúruna og veru- leikann, þrá hvorttveggja og leita sam- ræmis en eru tvískipt í eðli og sjúkleg. Schiller taldi Goethe naívt skáld en sig sentimentalan. Thomas Mann, eins og hann m. a. lýsir sér í mynd Tóníós Krögers, er af sama tvíþætta eÖli. En á dögum hans eru andstæður þjóðfé- lagsins orðnar dýpri og fjölþættari og listamaðurinn ennþá aðgreindari frá náttúrunni og einangraðri í þjóðfé- laginu, og skapar það margvíslega togstreitu í brjósti hans sem ágerist og veldur sjúku eðli. Upprunaleg eðlis- lengsl við náttúruna, lífsnæring við brjóst hennar, frjósöm þátttaka í fé- lagslegu samstarfi sem kveikir lífs- gleðina, er listamanninum fyrirmun- uð. Hann er kallaöur til að fylgja list- inni inn í þrengsli einrúmsins, loka að sér dyrum, þó að lífið ólgi fyrir utan og hann eigi enga heitari þrá en mega njóta þess. Er listamaðurinn þá dæmdur til þjáningar í þjóðfélaginu? Eru and- stæðurnar milli borgara og skálds, milli lífs og listar ekki brúanlegar? Og ef listin er aðeins sjúkdómnum samfara er hann þá ekki æðra eðli mannsins, og afneitun lífsviljans, með þrá eftir dauðanum, vegurinn til þroska og fullkomnunar eins og Scho- penhauer hélt fram? Ef sú var fram- an af skoöun höfundar verður að líta með öðrum skilningi á sögu Budden- brooksættarinnar en að framan er gert og undirtitill hennar, Hnignun ættar, gefur bendingu um. En er víst að titillinn feli ekki í sér skop í aðra röndina? Jafnframt því sem borgara- leg velgengni þverr auðgast ættin að andlegum þroska og næmleik tilfinn- ingalífsins. Álítur skáldið slíkt í raun og veru hnignun? Varla með sterkri sannfæringu. Hnignunareinkenni borgarans speglar hann ekki sízt í tón- list Wagners og heimspeki Schopen- hauers, lærimeistara sem hann tilbið- ur. Þegar Thomas Buddenbrooks, hinn skyldurækni borgari með sjúk- dómseinkenni skáldsins í sér, les und- 2-12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.