Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 63
THOMAS MANN an ómannlegur, og það gerir gæfu- muninn. Faust Goethes bjargast vegna óslökkvandi ástar sinnar á manninum og brennandi vizkuþorsta síns. Þeir eiginleikar eru auðvaldi nútímans horfnir. Orlög nútíma borgarastéttar eru í þess stað formyrkvun fasismans. Adrian Leverkiihn á sér engrar björg- unar von. Á tilsettum tíma hrifsar kölski sál hans. Hans er örvæntingin og formyrkvun andans. Þessu er Adri- an Leverkiihn látinn lýsa sjálfur í hinztu játningu sinni og túlka í loka- verki sínu Torreki dr. Fausti. Þegar dauðinn slítur systurson hans Echo frá honum er honum ljóst að hann er fordæmdur um eilífð, ljóst að enginn mannlegur geisli má lýsa á veg hans, að hann hefur ofurselt sig og er glat- aður, og þó er það nú, eftir að hann er kominn út á yzta einstig sinnar lífs- fjandsamlegu listar sem persónugerv- ingur hins ómannlega, að þráin eftir lífsgeisla, eftir mannlegri ást ætlar að sprengja brjóst hans. Síðasta tónsmíð hans er þetta neyðaróp út í tómið, frammi fyrir hinztu fordæmingu, og hann skilur að hann hefur selt sig til að aflurkalla allt gott og göfugt sem stétt hans og þjóð liafði numið frá því á hinum björtu æskudögum þegar vonir leiftruðu skærast á himni. Yfir deyjandi systursyni sínum, Echo, sem hann í örvæntingu sinni ætlar sig hafa sýkt með eitruðu augnaráði sínu, seg- ir hann við vin sinn Serenus Zeit- blom: „Ég skil,“ segir hann — það má ekki vera til. Hvað má ekki vera til, Adrian ? Hið góða og göfuga, svaraði hann mér, —- það sem við köllum mannlegt, enda þótt það sé gott og göfugt. Það sem mennirnir hafa barizt fyrir, í hvers nafni þeir hafa gert áhlaup á borgarvirki, það sem hinir innblásnu hafa boðað hugfagnandi, Það má ekki vera til. Það verður afturkallað. Ég afturkalla það. Ég skil þig ekki til fulls, vinur. Hvað viltu afturkalla? „Níundu symfóníuna“, svaraði hann. Og þá heyrðist ekki meira til hans, eins og ég líka bjóst við.“ Níunda symfónía Beethovens er æðsta ímynd hins mannlega. Faust- kantata Adrians er hástig hins ómann- lega: afturköllun á symfóníu Beet- hovens. Adrian er tónsmiður og her sig saman við hann. Frá hendi Thom- asar Manns er Adrian Leverkiihn hins vegar afturköllun á Faust eftir Goethe, þeim hugsjónum sem Goethe setti hæst. — Eins og nazisminn var aftur- köllun alls sem borgarastéttin þýzka hafði gert gott og göfugt frá því Beet- hoven og Goethe voru uppi. Samtengsl líís og listar í Doktor Faustus kveður Thomas Mann upp lokadóm sinn yfir borgara- legri nútímalist. Hún er rofin úr sam- bandi við mannúð og siðgæði og sem 253
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.