Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Qupperneq 67
THOMAS MANN
— og þó aldrei nema með hálfu hjart-
anu. I Tóníó Kröger hafði hann sagt:
..En þið, sem tilbiðjið fegurðina, þið,
sem kallið mig tómlátan og kaldlynd-
an, ættuð að minnast þess, að til er
listamannseðli, sem stendur svo djúpt,
er svo upprunalegt og áskapað, að því
er engin þrá samgrónari og kærari en
sú, sem kallar eftir unaði hversdags-
leikans.“ Þetta listamannseðli átti
Thomas Mann. Hann stóð alltaf öðr-
um fæti í veruleikanum með ást á lifi
og mannfélagi. Skyldi lífið þá verða
allsráðandi í list? Átti hún að verða
auðmjúkur þjónn þess? Einhver
hafði kennt: lífið á engan dómara yf-
ir sér. Skyldi sú verða hin nýja stefna
í listum? Ekki hvarflar fremur að
Thomasi Mann að fylgja henni. Lífið,
mannfélagið þarf á leiðsögn andans
að halda. Þess vegna verður að finna
sátt og samtengsl milli lífs og anda;
líf og andi verða að vera eilíf endur-
nýjun hvors annars. Að gera þessa
sátl milli þeirra er hlutverk mannsins.
Það mannfélag verður að skapa þar
sem sú sátt fari fram. Maðurinn á
andstæðurnar í sér, andstæður lífs og
anda, veruleika og listar. í lífsháska
stöddum í Töfrafjallinu kom Hans
Castorp sú vitrun að maðurinn væri
æðri bæði lífi og dauða og hann væri
drottnari andstæðna sinna. Mannsins
bíður að skapa þjóðfélag þar sem list-
in eignast lífsgrundvöll og heilnæmt
andrúmsloft. Hans er að skapa list
sem lyftir þjóðfélaginu á æðra stig
menningar; þar sem siðgæði, mann--
úð og list eru eitt hugtak; fagurt satt
og goit fullkomin eining. Hans er að
skapa heim þar sem þjóðfélagið og
listin eiga eitt takmark: alhliða þroska
og fullkomnun mannsins.
Adrian segir á einum stað:
„Trúið mér, allur lífstónn listarinn-
ar mun breytast og verða bjartari og
einfaldari -— það er óhjákvæmilegt,
og þar í felst hamingja. Margur metn-
aðarsvipur mun hverfa af raunalegri
ásýnd hennar og einlægni og sakleysi
mun falla henni í skaut. Framtíðin
mun felast í henni, hún sjálf mun
skoða sig helgaða þjóðfélagi, sem
slitið hefur ai sér takmörkun mennt-
unarlausrar „siðmenningar“, heíur ef
til vill í sér sanna menningu. Vér eie-
um erfitt með að leiða oss þetta skýrt
fyrir sjónir, en þó mun það verða svc
og þykja eðlilegast af öllu: ’Jst án
þjáningar, sálarlega heilbrigo, vfir-
lætislaus, hugbjört, einlæg, list sem
talar beint til mannlegs brjósts.“
Mannhugsjón skáldsins
Mikið hefur verið rætt hér að fram-
an um andstæður borgara og skálds,
lífs og anda, veruleika og listar sem
kjarnann í verkum Thomasar Manns
og hvert vandamál þessar andstæður
hafi verið skáldinu. En hér er þó í
rauninni aðeins um að ræða ýmsar
liliðar á sama viðfangsefni sem er
maðurinn sjálfur, maðurinn á jörð-
inni, eðli hans og uppruni, lífsham-
TIMARIT mái.s og mrnnincar
257
17