Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 93
HEIÐIN Guðmundur bóndi geldur leigu til prestsins, því að bærinn er kirkjueign. Um bónda þennan er sagt, aS hann hefði stolið kindum fyrstu árin, en menn höfðu það ekki í hámælum, því síður að nokkur gæfi um að kæra, því sveitamenn eru ekki náttúraðir fyrir sakamál. En þessu hætti og héldu sumir að presturinn hefði átt einmæli við heiðabóndann. 2 Guðmundur er „fjármaður að náttúrufari“ (2). Hann lifir „fyrir kindur sínar og annara eins og listamaður, sem lifir fyrir list sína og annara“ (3). Aftur á móti er hann lítið gefinn fyrir kýr. Hann hefur átt kú í nokkur ár — það var „mjög einmana kýr“ —, en drap hana. „Hann leit á kúna eins og af- ætu, sem hafði heyið af kindunum. Það er mest um vert að hafa nóg handa kindunum, sagði hann.“ Þegar honum er brigzlað um að „drepa fólkið sitt úr næríngarskorti“, þá svarar hann: „Fari það í djöful sem búskapurinn í heið- inni þolir kú. Aðalatriðið er að hafa nóg handa kindunum.“ (3) Þetta sjónar- mið birtist aftur í niðurlagsorðum kaflans eins og viðlag: „Huh. Fólkið! sagði Guðmundur Guðmundsson í Sumarheiði. Ekki nema það þó! Fólkið! Ég hélt það gerði nú minst til með fólkið meðan kindurnar hafa nóg.“ (5) Hjá þessurn framleiðanda dilkakjöts er kjöt sjaldséður réttur: Bæri við að kjöt væri á borð borið var það venjulega af ólseigum gamalám. Guðmundur Guðmundsson lagði stoltur inn dilka sína í kaupstaðnum og tók út í staðinn rúgmjöl, tros og meðöl frá lækninum. Aðalviðurværið í heiðinni var skemdur fiskur, illa bakað brauð, tólg, útlendar kartöflur, kaffi og súr blóðmör. 4 Ekki kærir bóndinn sig heldur um silungsveiði, þó að hérumbil fimmtán kíló- metrum vestar í heiðinni séu „tvö vötn krökk af silúngi“. Þegar honum er bent á þennan nægtabrunn, verður svar hans: „0 djöfullinn. Það eru ekki annað en öfuguggar. Eitrað helvítis illfiski, hverju sem þeir kunna að ljúga, strák- arnir á prestssetrinu.“ (4) Annar kafli (bls. 5—14). — Guðmundur yngri Guðmundsson er „ekki að sama skapi náttúraður fyrir kindur“ og faðir hans, heldur „fremur ratalegur við fé“. Áhugamál hans eru önnur: Hann hafði árum saman verið hneigður til huldufólkstrúar, því eina bókin á bænum, utan sálmabókarinnar, vóru álfasögumar. Á þessa bók hafði móðir hans kent honum að stafa. Amma hans hafði séð huldufólk vestur í Meðallandi og þekt tvær konur í uppvexti sínum, sem geingið höfðu í kletta. Hún kunni yfir hundrað sögur um ljós í klettum og dularfullan saung. Dreinginn dreymdi árum saman um að gánga í kletta. Hann var oft að lóna kríngum klettana í heiðinni; á kvöldin skygndist hann eftir undarlegum ljósum, á sunnudögum 283
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.