Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 101
HEIÐIN Áttundi kafli (bls. 67—72). — Drengurinn er farinn að breyta eftir siða- lærdómi Evelyn: hann þvær á sér hendur, andlit, höfuð og fætur, og hreinsar neglur sínar með þjölinni, sem hún hefur gefið honum. Hann lætur ekki aftra sér frá því, þrátt fyrir háðsleg ummæli föður hans og ömmu um þetta athæfi. Því að með heimsókn sinni til ferðamannanna hefur hann „öðlast nýan mæli- kvarða á gildi hlutanna41. Honum verður ljóst, að það nái engri átt „að slíta sér út á því að heya fyrir sauðkindur og hirða þær, en lifa sjálfur á úldnu trosi og vatnsgraut“. Hann fær viðbjóð á því að ganga með óhreinar neglur, finnst það smánarlegt að borða matinn sinn með hnífnum. (68) Hann rannsakar rúm sitt og finnur þar „þó töluvert af lús“: „Hann byrjaði að drepa, og amma hans byrjaði að nöldra, en hann hélt áfram og drap og drap, en skifti sér ekkert af því, þótt kerlíngin nöldraði og nöldraði.“ Þegar hann þvær á sér fæturna í fyrsta sinn, þá skeður það „í anda fullkomnunarinnar“ (69). En beztur og fullkomnastur er hann það kvöld, sem hann er búinn að þvo sér um allan skrokkinn; þá sofnar hann „með hinni hamíngjusömu vitund batnandi manns“ (68). Með kunningsskap sínum við Ameríkustúlkuna finnst drengnum, að hann sé kominn á svipað stig og Una. Una er að vísu prestsdóttir og faðir hennar „bæði mikill og góður maður“, en hann er „þó ekki með yfirnáttúrlega gull- tönn í munninum eins og faðir Ameríkustúlkunnar“ (71). Níundi kafli (bls. 72—97). — Snædal yngri kemur með bréf og símskeyti að Sumarheiði og biður bónda að fara með þetta fyrir sig til prestssetursins. Bóndinn neitar að fara, vegna annríkis, en heldur áfram „að rausa á sinn hálf- þumbaralega, hálfillgjarna hátt“ (74). Þá snýr Snædal sér að Gvendi litla og biður hann að fara fyrir tíu krónur, og drengurinn flýtir sér að taka þessu boði, þvert ofan í vilja föður síns. Bóndinn fer líka að ávíta hann, en þá grípur Snædal fram í: „Ef þú ekki stoppar skal ég berja hausinn þinn af, sérðu •—>. And if you, old fool, are not going to shut up, sérðu, gamli, vitlausi, sérðu, I’ll knock your head off, and burn up your hut, brenna, sérðu?“ Andspænis þess- ari reiði linast bóndinn allur upp og segist ekki hafa „ætlað sér að styggja neinn“ (75), o. s. frv. Drengurinn leggur af stað snemma um morguninn daginn eftir. Honum finnst stórmerkilegt að fá að fara með símskeyti. En hugmyndir hans um sím- sendingar eru mjög í þoku. Hann sér í huga sínum, hvernig hann skilar skeyt- inu í hendur Unu og segir henni að lakka það vel, áður en það er bundið við símann. En þessa síðastnefndu athöfn mun faðir hennar sjálfur framkvæma 291
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.