Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 121
HEIÐIN
fyrir Ameríku á opinlierum vettvangi. Reyndar hafði Laxness áður orðið fyrir
minniháttar árásum frá sumum löndum sínum vestra. I september 1927, þegar
liann las upp sögu sína Nýja Island á skemmtun í smákaupstað í samnefndu
héraði, „stóð upp kanadiskur sjóvínisti (þjóðrembumaður) íslenzkur að ætt,
og krafðist þess að ég hætti að lesa upp söguna af því hún væri níð um Can-
ada“, eins og höfundurinn segir sjálfur frá í Þáttum (1954), bls. 92. Og grein
hans „Inngangur að gagnrýni á Kristsvitundinni”, sem birtist í Heimskringlu
11. janúar 1928, var andmælt bæði af dulnefninu „Torfi úr Dölum“ í sama
blaði 15. febrúar, undir fyrirsögninni „Islenzkir Bolshevikar“, og sérstaklega
af séra Friðrik A. Friðrikssyni í langri grein, „Andsvar til Halldórs Kiljan
Laxness“, 22. fehrúar, 7., 14. og 21. marz. En séra Friðriks hafði verið getið
í grein Halldórs sem þýðanda lélegrar bókar um „the far East“. Nú hefnir hann
sín að nokkru leyti með því að skilgreina Laxness sem frömuð „dintlistarinn-
ar“, en þetta orð mun vera háðslegt heiti yfir expressionism; sem hreinræktað
dæmi um dintlist nefnir hann kvæðið Sálmur, sem birtist í Heimskringlu 28.
september 1927.
En, sem sagt, þetta voru aðeins lítilfj örlegar skærur. Afmælisgreinin um
Upton Sinclair fyllti mælirinn. Nú réðust ýmsir Vesturíslendingar á Halldór í
blöðum sínum, eins og G. T. Athelstan, 0. T. Johnson og Richard Beck. Að
nokkru leyti varð blaðið Heimskringla sjálft fyrir barðinu; í grein sinni „Atta-
vízka“, prentaðri í Heimskringlu 6. marz 1929, kvartar herra Athelstan undan
fjandskap og hnýfilyrðum blaðsins í garð Bandaríkjanna, og heldur áfram:
„Við erum orðnir þreyttir á þessu eilífa illgirnisstagli um þá þjóð sem þetta
land byggir. Þó kastar það tólfunum sem þessi Halldór Kiljan Laxness hefir að
segja um Bandaríkin, bæði í blöðunum á fslandi, íslenzkri alþýðu til fróðleiks,
og í Heimskringlu.“ Greinar Richards Beck í Lögbergi, „Laxness og Banda-
ríkin“, 14. marz, og „Ritstjóri Heimskringlu, Laxness og Bandaríkin“, 25.
apríl, snerust að talsverðu leyti um þá spurningu, hvort hægt væri að telja
Upton Sinclair eina fulltrúann eða aðalfulltrúa amerískra bókmennta í hinni
menntuðu Evrópu. Laxness svaraði fyrst fyrir sig í greininni „Svar við ,Níð-
mæli‘ 0. T. Johnson“, dagsettri Los Angeles 20. febrúar og birtri í Heims-
kringlu 6. marz. En loks var dálkum beggja vesturíslenzku blaðanna lokað
fyrir honum. í greininni „Af vestur-íslenzku menningarástandi“, Alþýðublað-
inu 29. júní — 6. júlí, lýsir Halldór afstöðu sinni og birtir m. a. svar sitt við
fyrri grein Richards Beck, dagsett á ferðalagi í Portland, Oregon, 28. marz:
„’IOO% Americanism‘, svar til aðdáenda þess fyrirbrigðis“. En þessu svari var
sem sagt stungið undir stól bæði hjá Lögbergi og Heimskringlu, að fyrirmæli
311