Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 123
HEIÐIN að halda aftur til Evrópu. ÞaS er bréf frá Los Angeles 8. september 1929 til vinkonu hans í Reykjavík, Kristínar GuSmundsdóttur, konu Hallbjarnar Hall- dórssonar, forstöSumanns AlþýSuprentsmiSjunnar. SendibréfiS hefst á ávarp- inu „Kæra kona Hallbjarnar, góSa maddama“, og heldur svo áfram: Nú er orðið lángt síðan þú hefur heyrt frá þínum elskulega frater, nema hvað ég sendi þér fyrir margt laungu lítilfjörlega mynd sunnan úr Mexíkó af guðsmóður með sveininn, svo það er næstum von að þú heldur að ég sé dauður, sem ég að vísu er upp á vissan máta. Af mér er nú annars ekkert að frétta, nema hvað ég er búinn að tapa skáldskapargáfunni, sem mér þvkir mjög leiðinlegt eins og hver maður getur skilið. Það er ekki hægt að halda skáldskapargáfunni til leingdar hér á landi. Aftur á móti hef ég feingið nýa lífsskoðun, og er hún sú, að það eigi að raflýsa sveitabæi á Islandi og færa bæina saman, leggja niður kotbýli með lögum, en púkka aðeins upp á stórbýli. Þessi skoðun hefur verið að brjótast í mér, síðan ég fór yfir ísland á ská veturinn 1926. Ég hef ekki verið megnugur að gleyma því hér í Hollywood. Satt að segja hef ég einga ánægju framar í lífinu (allra síst síðan ég las Der Zauberberg eftir Thomas Mann), — sem gerir að vísu ekkert til, úr því ég hef lífs- skoðun ... Það er annars helvítis knekk að vera búinn að tapa skáldskapargáfunni, eða hvað finst þér? Ég er djöfulinn ekkert að flakatrússast hér leingur, eða heldurðu að ég eigi nokkuð að vera að því? ~ Ég hef ekkert brúk fyrir Ameríku og Ameríka ekki fyrir mig. Ég sendi Alþýðukotsmönnum heila bók um raflýsíng sveitanna. Skyldu þeir hafa hent því? Það væri eftir þeim. — Ég hef verið að semja skáldsögu um sveitadóm og sjóþorpalýð, — en mér blöskrar, hvað það er einskisvert. Ég er nú að hugsa um að gánga á búnaðarskólann á Hvanneyri, e. G. 1. Það er hvorki til í mér framar vottur af lýriskri né dramatiskri tilfinníngu. Búið. Svona verður maður blaséraður í þessum bölvuðum flækíngi, þarna sérðu. Ef ég hefði ekki lífsskoðun, þá væri ég búinn að vera. Hér hef ég sóað kröftum mínum í leti og iðjuleysi meðal ókunnugra manna, sem ekkert vita hver ég er né hvers virði ég er, — og það í hálft þriðja ár. Ég hef verið að flækjast innan um vitlausa útlendínga út og suður um ferhyrnd borgarstræti, þar sem ekkert vex, nema rafmagnsljós, að ég ekki tali um vitlaus kvikmynda- leikhús og gildaskála, þar sem ekki heyrist hundsins mál fyrir hljómandi málmi og hvell- andi bjöllum. Heldurðu að það sé líf annað eins og þetta? Þú sér það sjálf, það getur bara alls ekki geingið. Það er óðs manns æði. Ég er alveg hissa að ég skuli ekki vera laungu dauður og búinn að gleyma hvað ég heiti. Ég vona að þú sért hissa á því líka. Ég held að ég sé orðinn alveg gerspiltur, heldur þú það ekki líka? Ég hef bara ekki nokkra vitundar- ánægju af því að búa til bækur leingur né skrifa ritgerðir, — þvert á móti, mér leiðist það svo, og þykir það svo einskisvert og fráleitt, að mér liggur við að kasta upp. Ég hef viðbjóð á soleiðis. Ég vona að þú hafir það líka. — Þó það sé auðvitað nauðsynlegt að taka þessari bölsýnislýsingu cum grano salis, þá leynir sér ekki, að Halldóri finnst hann vera staddur á vegamótum, í talsverðri óvissu um framtíðina. Ummæli hans um hina nýju skáldsögu — en hér er auðvitað átt við handritið Heiðin — þarf e. t. v. ekki heldur að skilja allt of bókstaflega. Dómar skáldsins um bækur sínar geta farið mjög eftir geð- 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.