Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 118
Tímarit Mdls og menningar er annars ástríðufull trúarjátning rót- tæks sósíalista. Sumstaðar fer höfundurinn hér furðu nálægt löndum sínum „þjóðernisspeku- löntunum“. I kaflanum Þjóderni vitnar hann með augljósri samúð í orð Sigurð- ar Kristófers Péturssonar 1882-1925, einsog hann man eftir þeim úr samtöl- um við manninn veturinn 1924-1925: „Eg var ekki gerður Rússi né Kínverji né Bandaríkjamaður - og ekki heldur alþjóðaborgari.“ Sú skylda er honum á herðar lögð „að leggja mig í framkróka sem íslendingur, að verða sem full- komnastur innan þeirra takmarka sem mér hafa verið sett“. „Guð vill, að ég sé Islendingur.“ Seinna í sama kafla segir að við eigum „að læra allt sem best gegnir af reynslu annarra þjóða“. En síðan beri oss „að hagnýta þekkingu vora á grundvelli íslenskrar reynslu, ís- lenskra þarfa og þess sálarlífs sem oss er áskapað". Að því að best verður séð hefði slík hvatning sómt sér vel í Vöku, tímaritinu „handa Islendingum“. Gegn kristnum fræðum teflir skáldið nú fram íslenskri menningarhefð: „enda eru íslendingasögurnar fornu vort gamla testamenti og ljóðaljóð vor í Eddu, en hetjur nefnum vér stórmenni íslensks stíls, og ekki spámenn“ - þann- ig er komist að orði í inngangskaflanum Bæknr. Það er ekki laust við að maður sé minntur á vonir íslenskra menntamanna um að Island gæti orðið nokkurs konar verndarsvæði í heiminum (samanber hér að ofan), í krafti sérstöðu sinnar og menningararfs. Enn segir í Þjóðerni: „Nú þegar Evrópa hefur lagt flest það í lóg sem vert er að kalla skapandi mennt andlega, þá verður ekki annað séð en á Islandi sé dagur að rísa. Vestræn hnign- un kemur ekki Islandi við. Þjóð elsta menningarmáls í Evrópu og hinnar elstu samstæðu sögu vaknar nú sem hin yngsta menningarþjóð álfunnar." Fram- tíðarsýn skáldsins endar með spámann- legum orðum, lofsöng til Islands sem á varla sinn líka einu sinni hjá hinum harðsvírustu „þjóðernisspekulöntum" - þótt á öðrum forsendum sé: „Þjóðin svaf milli fjalla, sem voru krökk af vætt- um og álfum, og í þessu ósnortna lands- lagi, þar sem hver dalur er þó endur- minning úr sögu vorri, hver öræfasýn ímynd vorra dulrænustu skynjana, - þar rísum vér á fætur í dag eins og ný- fæddir menn, gæddir frumleik náttúru- barnsins, með mál guðanna á vörunum og himinn morgunsins yfir oss logandi í spám og teiknum." Eg hef leyft mér þennan útúrdúr, af því að nýr skilningur skáldsins á ís- lenskri hefð á að mínu áliti einna drýgstan þátt í ákvörðun hans að snúa sér að íslensku þjóðlífi í skáldsögum sínum á fjórða áratugnum. Og þá er það yfirleitt ekki nútíminn og „raflýsing sveitanna" sem er efst í huga hans, held- ur líf þjóðarinnar gegnum aldir. Einsog kunnugt er þróaðist skáldskapur hans æ meira í þá átt að tileinka sér menningar- arf Islendinga. En það má vissulega ekki gleyma því að sú þróun risti dýpra, ein- mitt af því að Halldór Laxness var, og er maður nútímans, maður uppreisnar- innar, höfundur Vefarans mikla. Mikill hluti „Loksins, loksins“ fjallar um íslenskar prósabókmenntir á þriðja áratugnum sem „baksvið þeirrar bylt- ingar sem verður með Þórbergi og Hall- dóri“ (63). Undir fyrirsögninni „Síðnat- úralismi eða vandamál til endalausrar umræðu“ (62-88) eru ræddar bækur eftir Einar H. Kvaran, Jón Trausta, Sig- urjón Jónsson, Jón Björnsson, Gunnar Benediktsson, Guðmund G. Hagalín, 372
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.