Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 118
Tímarit Mdls og menningar
er annars ástríðufull trúarjátning rót-
tæks sósíalista.
Sumstaðar fer höfundurinn hér furðu
nálægt löndum sínum „þjóðernisspeku-
löntunum“. I kaflanum Þjóderni vitnar
hann með augljósri samúð í orð Sigurð-
ar Kristófers Péturssonar 1882-1925,
einsog hann man eftir þeim úr samtöl-
um við manninn veturinn 1924-1925:
„Eg var ekki gerður Rússi né Kínverji
né Bandaríkjamaður - og ekki heldur
alþjóðaborgari.“ Sú skylda er honum á
herðar lögð „að leggja mig í framkróka
sem íslendingur, að verða sem full-
komnastur innan þeirra takmarka sem
mér hafa verið sett“. „Guð vill, að ég sé
Islendingur.“ Seinna í sama kafla segir
að við eigum „að læra allt sem best
gegnir af reynslu annarra þjóða“. En
síðan beri oss „að hagnýta þekkingu
vora á grundvelli íslenskrar reynslu, ís-
lenskra þarfa og þess sálarlífs sem oss er
áskapað". Að því að best verður séð
hefði slík hvatning sómt sér vel í Vöku,
tímaritinu „handa Islendingum“.
Gegn kristnum fræðum teflir skáldið
nú fram íslenskri menningarhefð: „enda
eru íslendingasögurnar fornu vort
gamla testamenti og ljóðaljóð vor í
Eddu, en hetjur nefnum vér stórmenni
íslensks stíls, og ekki spámenn“ - þann-
ig er komist að orði í inngangskaflanum
Bæknr.
Það er ekki laust við að maður sé
minntur á vonir íslenskra menntamanna
um að Island gæti orðið nokkurs konar
verndarsvæði í heiminum (samanber hér
að ofan), í krafti sérstöðu sinnar og
menningararfs. Enn segir í Þjóðerni:
„Nú þegar Evrópa hefur lagt flest það í
lóg sem vert er að kalla skapandi mennt
andlega, þá verður ekki annað séð en á
Islandi sé dagur að rísa. Vestræn hnign-
un kemur ekki Islandi við. Þjóð elsta
menningarmáls í Evrópu og hinnar
elstu samstæðu sögu vaknar nú sem hin
yngsta menningarþjóð álfunnar." Fram-
tíðarsýn skáldsins endar með spámann-
legum orðum, lofsöng til Islands sem á
varla sinn líka einu sinni hjá hinum
harðsvírustu „þjóðernisspekulöntum" -
þótt á öðrum forsendum sé: „Þjóðin
svaf milli fjalla, sem voru krökk af vætt-
um og álfum, og í þessu ósnortna lands-
lagi, þar sem hver dalur er þó endur-
minning úr sögu vorri, hver öræfasýn
ímynd vorra dulrænustu skynjana, -
þar rísum vér á fætur í dag eins og ný-
fæddir menn, gæddir frumleik náttúru-
barnsins, með mál guðanna á vörunum
og himinn morgunsins yfir oss logandi í
spám og teiknum."
Eg hef leyft mér þennan útúrdúr, af
því að nýr skilningur skáldsins á ís-
lenskri hefð á að mínu áliti einna
drýgstan þátt í ákvörðun hans að snúa
sér að íslensku þjóðlífi í skáldsögum
sínum á fjórða áratugnum. Og þá er það
yfirleitt ekki nútíminn og „raflýsing
sveitanna" sem er efst í huga hans, held-
ur líf þjóðarinnar gegnum aldir. Einsog
kunnugt er þróaðist skáldskapur hans æ
meira í þá átt að tileinka sér menningar-
arf Islendinga. En það má vissulega ekki
gleyma því að sú þróun risti dýpra, ein-
mitt af því að Halldór Laxness var, og
er maður nútímans, maður uppreisnar-
innar, höfundur Vefarans mikla.
Mikill hluti „Loksins, loksins“ fjallar
um íslenskar prósabókmenntir á þriðja
áratugnum sem „baksvið þeirrar bylt-
ingar sem verður með Þórbergi og Hall-
dóri“ (63). Undir fyrirsögninni „Síðnat-
úralismi eða vandamál til endalausrar
umræðu“ (62-88) eru ræddar bækur
eftir Einar H. Kvaran, Jón Trausta, Sig-
urjón Jónsson, Jón Björnsson, Gunnar
Benediktsson, Guðmund G. Hagalín,
372